Færslur: Fornminjar

Segir nýjustu tíðindi af víkingum stórfréttir
Lektor í safnafræði sem lagt hefur áherslu á birtingarmynd víkinganna í samtímanum segir nýjar rannsóknir á fornminjum á Nýfundnalandi í Kanada, sem benda til þess að norrænir menn hafi siglt til í Vesturheims fyrir þúsund árum, mjög spennandi.
22.10.2021 - 08:32
Norska lögreglan gerir hundruð fornmuna upptæk
Efnahagsbrotalögregla í Noregi gerði húsleit í síðustu viku hjá kaupsýslumanninum Martin Schøyen sem er ákafur safnari fornra muna. Ástæða húsleitarinnar er að hann var talinn hafa í fórum sínum hluti sem ættu betur heima annars staðar.
04.09.2021 - 02:55
Telur Fornegypta hafa komið til Færeyja
Skotinn Damian Beeson Bullen telur sig hafa sönnunargögn fyrir því að Fornegyptar hafi heimsótt Suðurey í Færeyjum fyrir meira en þrjú þúsund árum. Tilgangur þeirra segir hann hafa verið að veita fjallinu Kirvi lotningu sína.
12.08.2021 - 17:47
Sjónvarpsfrétt
Stolnum munum skilað á Glaumbæ eftir 50 ár í Þýskalandi
Munir, sem stolið var úr gamla torfbænum í Glaumbæ fyrir rúmlega fimmtíu árum, bárust safninu í pósti í síðustu viku. Með pakkanum sem kom frá Þýskalandi fylgdu áhugaverðar skýringar.
09.08.2021 - 20:36
Sjónvarpsfrétt
Bjarga aldagömlum álagakofa undan því að fara í sjóinn
Mörg hundruð ára gamall álagakofi í Svefneyjum á Breiðafirði er nú tekinn niður og hlaðinn á nýjum stað vegna ágangs sjávar.
14.06.2021 - 19:37
Fornleifar fundust í Hrunamannahreppi
Fornminjar hafa fundist við bæinn Gröf í Hrunamannahreppi. Talið er að þær séu frá landnámsöld. Gera þarf breytingar á uppbyggingu íbúðahverfis vegna þessa.
Johnson segir grískar minjar í eigu Breta
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þvertekur fyrir að afhenda Grikkjum marmarahöggmyndir frá Parþenon sem finna má í minjasafninu British Museum í Lundúnum. Johnson segir höggmyndirnar verða geymdar í Bretlandi um ókomna framtíð, þar sem þær hefðu verið teknar á lögmætan hátt.
13.03.2021 - 08:08
Fyrir alla muni
Leitað að silfri Egils eftir vísbendingu úr draumi
„Það er ekki algengt að það sé ráðist í leit eftir vísbendingar úr draumum en silfrið lokkar menn,“ segir Kristinn Magnússon fornleifafræðingur. Árið 2008 hafði kona samband við Minjastofnun og kvaðst hafa fengið sterka vísbendingu í draumi um leynistaðinn dularfulla. Ákveðið var að fylgja vísbendingunni eftir og ráðast í uppgröft.
31.01.2021 - 08:30
Hvetja til að bátnum Blátindi verði bjargað frá förgun
Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri og stjórn Hollvina Magna í Reykjavík skora á stjórn Minjastofnunar Íslands og framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá því að farga bátnum Blátindi.
Friðlýsing fornbýla í Þjórsárdal verndar sögu dalsins
Lilja Alfreðsdóttir staðfesti í dag sem eina heild friðlýsingu minja 22 fornbýla í Þjórsárdal.