Færslur: Fornleifauppgröftur

Skriða frá 11. öld varðveitir heillega húsveggi
Heillegir húsveggir frá 11. öld hafa nú fundist í fornleifauppgreftri á Seyðisfirði. Skriða sem fallið hefur um árið 1150 lagðist upp að veggjum húsa við landnámsbæinn Fjörð, svo veggirnir hafa varðveist vel. Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur segir spennandi vikur fram undan í uppgreftrinum, sem sé umfangsmikill.
Sjónvarpsfrétt
900 ára gömul hesta- og hundabein grafin upp í Odda
Átta hundruð ára gömul bein af hesti, hundum og kindum sem fundist hafa í hrundum manngerðum hellum geta varpað ljósi á dýralíf hér á landi fyrir níu hundruð árum. Dýrabein sem fundust við uppgröft að Odda á Rangárvöllum eru óvenjuvel varðveitt.
Sjónvarpsfrétt
Uppgötva sífellt fleiri manngerða hella við Odda
Tugi ef ekki hundruð manns hefur þurft til að gera fjölda manngerðra hella við Odda á Rangárvöllum. Fornleifafræðingar grófu sig niður á stóran helli fyrir nokkrum dögum sem hrundi saman fyrir árið 1150.
Nýja kirkjan færð vegna fornleifafundar í Grímsey
Við undirbúning kirkjubyggingar í Grímsey fundu fornleifafræðingar gamlar minjar sem gefa vísbendingu um búsetu fljótlega eftir landnám. Vegna uppgötvunarinnar mun nýja kirkjan verða byggð annars staðar en áætlað hafði verið.
17.05.2022 - 12:04
Sjónvarpsfrétt
„Með merkilegri fundum síðari ára í fornleifafræðinni“
Gullhringur og höfuðfat eru meðal muna sem fundist hafa við uppgröft á rústum Þingeyraklausturs í vikunni. Prófessor í fornleifafræði segir fundinn vera með þeim merkilegri á síðari árum.
Sjónvarpsfrétt
Kistur biskupa opnaðar - beinin varpa ljósi á margt
Meira en 250 ára gömul bein, hár og aðrar jarðneskar leifar lágvaxinnar biskupsfrúar voru tekin upp úr lítilli kistu í Þjóðminjasafninu í dag. Kistur fimm biskupa, biskupsfrúa og nokkurra afkomenda bíða þess nú að vera greind með aðferðum mannabeinafræði þannig að hægt sé að varpa ljósi á heilsu og þjóðfélagsbreytingar þeirra tíma.
Landinn
Krakkar feta sig áfram í fornleifauppgreftri
Fornleifaskóli unga fólksins hefur verið starfræktur frá 2018 eða frá því að uppgröftur þar hófst í Odda. Hann er ætlaður krökkum í 7. bekk í grunnskólunum í Rangárþingi, bæði til að kynna þeim aðferðir fornleifafræðinnar og sögu sveitarinnar og þá sérstaklega Odda.
Brýnt að bjarga minjum á Siglunesi undan ágangi sjávar
Vernda þarf órannsakaðar mannvistarleifar á Siglunesi fyrir ágangi sjávar. Það verði gert með því að byggja sjóvarnargarð á nesinu, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar.
Fornleifafundur varpar ljósi á tíma Nýja ríkisins
Fornleifa- og ferðamálaráðuneyti Egyptalands tilkynnti í dag um merkan fornleifafund í greftrunarsvæði við Saqqara suður af Kaíró. Auk verðmætra muna fundust meira en fimmtíu skreyttar trékistur á tíu til tólf metra dýpi.
16.01.2021 - 20:06
Myndskeið
Rannsaka ritmenningu og bókagerð Þingeyraklausturs
Bútur af bókaleðri, innsiglishringur og borði með ævafornu letri er meðal þess sem fundist hefur í fornleifarannsóknum í rústum Þingeyraklausturs. Þar á að rannsaka þá miklu ritmenningu og bókagerð sem fram fór í klaustrinu.
Heimsóknir á Hofstaði verða að bíða betri tíma
Allir fjórir starfsmenn Hofstaða í Mývatnssveit eru í sóttkví, að sögn Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Starfsfólkið starfar á vegum Háskóla Íslands og dvelst í tvær vikur á Hofstöðum þar sem það vinnur að fornleifauppgrefti og rannsóknum.
02.08.2020 - 15:34