Færslur: Fornleifarannsóknir

Mynd með færslu
Tólf þúsund ára náma í neðansjávarhelli í Mexíkó
Vísindamenn í Mexíkó birtu á föstudag niðurstöður margra mánaða rannsókna á neðansjávarhellum, þar sem áður var okkurnáma. Samkvæmt niðurstöðunum hófst námuvinnsla fyrir um tólf þúsund árum, um það leyti sem mannkynið dreifði sér um álfuna. 
05.07.2020 - 06:44
Útlínur rómverskrar borgar fundnar án uppgraftar
Vísindamenn notuðu fjórhjól, ratsjár og gervihnetti til þess að greina útlínur fornrar rómverskrar borgar í dalnum þar sem áin Tíber rennur norður af Róm. Borgin Falerii Novi hefur legið neðanjarðar síðustu 1300 ár. 
09.06.2020 - 03:30
Stærsta þekkta mannvirki Maya fannst í Mexíkó
Fornleifafræðingar fundu nýverið stærsta og elsta mannvirki sem byggt var á tímum Maya, svo vitað sé. Risastór ferhyrndur flötur á upphækkun fannst í Tabasco-fylki Mexíkó. Talið er að hann hafi verið reistur á milli áranna 1000 og 800 fyrir okkar tímatal. 
04.06.2020 - 04:48
1700 ára gamalt borðspil finnst í Noregi
Norskir fornleifafræðingar hafa uppgötvað peð og teninga úr sautján hundruð ára gömlu borðspili á Hörðalandi í Vestur-Noregi. Fundurinn er talinn geta gefið góða vísbendingu um norskt samfélag á járnöld.
03.05.2020 - 12:57
Rómverjar mögulega þeir fyrstu til að endurvinna
Fornminjar sem fundist hafa við ítölsku borgina Pompeii benda til þess að Rómverjar til forna hafi flokkað rusl sitt og endurunnið úrgang.
26.04.2020 - 16:45
Loðfílatönn fannst við uppgröft á miðaldabæ
Yfirvöld í Bæjaralandi greindu frá því á föstudagskvöld að fornleifafræðingar hafi óvænt grafið upp stærðar skögultönn úr loðfíl. Tönnin fannst við uppgröft skammt frá borginni Regensburg, þar sem fornleifafræðingar leituðu rústa bæjar frá 15. öld. Gertrud Rössner, yfirmaður spendýradeildar jarð- og steingervingafræðistofnunar Bæjaralands, sagði fundinn ótrúlegan. Tönnin sé einstaklega heilleg og algjör heppni að hún hafi fundist.
29.03.2020 - 06:46
Stanslausir fornleifafundir í Líma
Verkamenn í Líma, höfuðborg Perú, hafa í um tvo áratugi rekist reglulega á merkilegar fornleifar sem varpa ljósi á líf forfeðra þeirra. Talið er að undir yfirborði höfuðborgarinnar sé að finna leifar um byggð fyrir allt að 10.000 árum. 
24.02.2020 - 09:21
Norræn byggð hvarf vegna ofveiði á rostungum
Ofveiði á rostungum gæti skýrt hvers vegna norrænir menn yfirgáfu Grænland á 15. öld, eftir ríflega 400 ára dvöld. Skögultennur rostunganna voru verðmætar vörur á miðöldum.
07.01.2020 - 06:29
Bein loðfíla í gildrum fornmanna
Bein að minnsta kosti fjórtán loðfíla hafa fundist í Mexíkó í gryfjum sem menn grófu fyrir um 15 þúsund árum. Tveir fílapyttir sem fundust í Tultepec norður af Mexíkóborg eru fyrstu loðfílagildrurnar sem fundist hafa. Talið er að menn hafi rekið dýrin ofan í gryfjurnar með kyndlum og pískum. Í þeim fundust um 800 mammútabein og rannsóknir á þeim gætu kollvarpað hugmyndum um veiðiaðferðir fornmanna.
07.11.2019 - 16:22
Falsaður fjársjóður Hitlers á Helfararsafninu
Sýning á fjársjóði Hitlers verður opnuð í Helfararsafninu í Buenos Aires í Argentínu fyrsta desember. Við húsleit árið 2017 fundust áttatíu nasitatengdir munir faldir á bakvið bókaskáp hjá fornsala í úthverfi Buenos Aires. Sérfræðingar segja fjársjóðinn falsaðan.
26.10.2019 - 14:31
Myndskeið
Minjar frá elstu tíð við Stjórnarráðið
Fornleifauppgröftur hófst á einum fjölfarnasta stað landsins, Stjórnarráðsreitnum í Reykjavík, fyrir hálfum mánuði. Þegar hafa komið í ljós leirbrot en þess er vænst að minjar frá elstu tíð komi í ljós. 
08.10.2019 - 19:00
Viðtal
Andstætt lögum að leyfa hótel í Víkurgarði
Það hefði aldrei átt að leyfa byggingu hótels ofan á Víkurkirkjugarði í miðborg Reykjavíkur: Það stríðir gegn lögum um minjavernd og lögum kirkjugarða. Þetta segir Hjörleifur Stefánsson arkítekt.
18.09.2019 - 11:07
Nýjar vísbendingar um uppruna mannkyns
Kortlagning uppruna mannkyns tekur sífelldum breytingum vegna nýrra uppgötvana fornleifafræðinga. Nú þarf enn og aftur að endurskoða söguna, eftir að fornleifafræðingar fundu 3,8 milljóna ára höfuðkúpu í Eþíópíu. Beinin eru furðu vel varðveitt.
29.08.2019 - 04:58
Fundu ný mannvirki á Hofstöðum
Leifar af þremur áður óþekktum byggingum hafa komið í ljós við fornleifagröft og rannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit. Minjar frá þessum slóðum eru taldar vera frá miðöldum og einhverjar frá víkingaöld. Gjóskulög, eða eldfjallaaska, gefa vísbendingar um aldur minjanna. Hofstaðir eru mest rannsakaða svæði landsins og rannsóknarefnið er óþrjótandi á þessum stað, segir Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
11.08.2019 - 13:49
Fundu kannabis á slóðum Leifs heppna
Fornleifafræðingar hafa fundið leifar kannabisplantna í víkingaþorpi á Nýfundnalandi. Fornleifafundurinn vekur upp spurningar hvort víkingarnir hafi annað hvort reykt eða borðað kannabis.
19.07.2019 - 10:01
Sjávarverur bjuggu eitt sinn í Sahara
Steingervingar sem fundust í Malí gefa til kynna að sjávarverur hafi eitt sinn búið þar sem nú er eyðimörkin Sahara. Samkvæmt nýrri grein á vef Náttúruminjasafns Bandaríkjanna voru sæsnákar og leirgeddur á meðal dýra sem bjuggu í sjónum sem náði yfir 3000 ferkílómetra svæði og var 50 metrar þar sem hann var dýpstur.
14.07.2019 - 22:00
Myndskeið
Segir bresku dátana hafa verið sólgna í bjór
Bjórflöskur og hárvörur er meðal þess sem fundist hefur í leifum braggahverfis á Hellisheiði þar sem hermenn bjuggu í seinni heimsstyrjöld. Fornleifafræðingar segjast geta sagt öðruvísi sögur úr stríðinu en áður hafa verið skráðar.
Minjar glatast vegna loftslagsbreytinga
Töluverðar líkur er á því að að minjar á Grænlandi geti horfið á næstu 80 árum vegna hlýnandi loftslags. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í Nature í dag.
12.07.2019 - 06:33
Nýr frændi mannkyns uppgötvaður
Nýr ættingi mannkyns var uppgötvaður á eyjunni Luzon á Filippseyjum. Bein tegundarinnar fundust í helli á eyjunni, en talið er að tegundin hafi dáið út fyrir um 50 þúsund árum.
11.04.2019 - 05:15
Fann fórnarlömb Chicxulub-loftsteinsins
Gríðarlegt vatns- og aurflóð sem myndaðist eftir að stærðarinnar loftsteinn skall á jörðu drap nánast allt líf á þeim slóðum sem Norður-Dakóta í Bandaríkjunum er núna. Þannig er sviðsmynd steingervingafræðinga sem fundu fjölda steingervinga sem talið er að séu frá deginum sem Chicxulub-loftsteinninn skall á jörðu fyrir um 66 milljónum ára, þar sem nú er Mexíkó.
Viðtal
42 milljónir veittar úr fornminjasjóði
Samtals verða 23 styrkir veitir úr fornminjasjóði í ár. Alls bárust 69 umsóknir. Óvenjumargar góðar umsóknir bárust, segir í tilkynningu, og var 81% þeirra styrkhæf. Fornleifarannsókn í Stöðvarfirði og afhending forngripa úr rannsóknum í Skálholti hlutu hæsta styrki.
27.03.2019 - 15:01
Skyndifriðlýsa Landsímareit og stöðva byggingu
Minjastofnun hefur ákveðið að skyndifriða þann hluta Víkurgarðs sem er innan Landsímareitsins í miðbæ Reykjavíkur. Er það vegna inngans fyrirhugaðs hótels sem vísa á út á borgartorgið sem þar er, miðað við núverandi skipulag.
09.01.2019 - 00:21
Myndskeið
Fundu 500 ára gamlan bát í Þingvallavatni
Gamall bátur sem fornleifafræðingar telja vera 500 ára gamlan liggur á botni Vatnsviks í Þingvallavatni. Báturinn fannst þegar Erlendur Bogason, kafari var að taka myndir af botnlífi í Þingvallavatni í september. Hann sendi fréttastofu meðfylgjandi myndir af bátnum.
08.12.2018 - 12:26
Fundu erótíska veggmynd í Pompeii
Fornleifafræðingar hafa fundið erótíska veggmynd í Pompeii sem sýnir Ledu og svaninn. Myndin er talin hafa verið veggskraut í svefnherbergi á ríku heimili í hinni fornu borg.
19.11.2018 - 18:00
Stórmerkur fornleifafundur í Þjórsárdal
Bergsstaðir er nýjasta bæjarstæði landsins kallað. Það eru hins vegar meira en 900 ár síðan nokkur bjó þar en bæjarstæðið er nýfundið í Þjórsárdal. Þar fundust stórmerkir forngripir síðasta föstudag meðal annars Þórshamar úr sandsteini.  
12.10.2018 - 19:24