Færslur: Fornleifar

Tvö þúsund ára gólf sveitaseturs fannst nærri Veróna
Nánast óaðfinnanlegt mósaík-lagt gólf frá tímum Rómaveldis fannst undir vinviðarakri nærri Veróna á Ítalíu á dögunum. Uppgötvunin varð þar sem fornleifafræðingar fundu leifar sveitaseturs árið 1922. Setrið er talið er vera frá þriðju öld okkar tímatals. 
28.05.2020 - 02:11
Flugvallarframkvæmdum frestað vegna loðfíla
Leifar rúmlega sextíu loðfíla uppgötvuðust þegar grafið var fyrirr grunni nýrrar flugstöðvar í Mexíkóborg. Mann- og sagnfræðistofnun Mexíkó, INAH, segir beinin vera um 15 þúsund ára gömul. Deutsche Welle segir þau hafa fundist nærri þeim stað sem flugturn nýju flugstöðvarinnar verður reistur. Fornleifafræðingar hafa unnið að uppgreftri á svæðinu síðan í apríl í fyrra. 
22.05.2020 - 03:53
Rómverjar mögulega þeir fyrstu til að endurvinna
Fornminjar sem fundist hafa við ítölsku borgina Pompeii benda til þess að Rómverjar til forna hafi flokkað rusl sitt og endurunnið úrgang.
26.04.2020 - 16:45
Stunga í bakið varð Takabuti að bana
Örlög Takabuti frá Þebu voru ráðin þegar hún var stungin í bakið. Hún var á þrítugsaldri þegar hún lést, fyrir um 2.600 árum. Örlög hennar voru opinberuð í vikunni, þegar 185 ár voru liðin frá því að henni var komið fyrir í fornminjasafninu í Belfast í Norður-Írlandi.
30.01.2020 - 06:12
Bein loðfíla í gildrum fornmanna
Bein að minnsta kosti fjórtán loðfíla hafa fundist í Mexíkó í gryfjum sem menn grófu fyrir um 15 þúsund árum. Tveir fílapyttir sem fundust í Tultepec norður af Mexíkóborg eru fyrstu loðfílagildrurnar sem fundist hafa. Talið er að menn hafi rekið dýrin ofan í gryfjurnar með kyndlum og pískum. Í þeim fundust um 800 mammútabein og rannsóknir á þeim gætu kollvarpað hugmyndum um veiðiaðferðir fornmanna.
07.11.2019 - 16:22
Steingervingar varpa ljósi á ris spendýra
Steingervingar sem fundust í Koloradóríki í Bandaríkjunum gætu varpað ljósi á uppruna dýralífs nútímtans á jörðinni. Fundurinn hjálpar vísindamönnum að finna út hvernig spendýr og plöntur dreifðu úr sér eftir að loftsteinn gerði út af við þrjá fjórðu lífvera á jörðu fyrir 66 milljónum ára.
25.10.2019 - 06:50
Myndskeið
Minjar frá elstu tíð við Stjórnarráðið
Fornleifauppgröftur hófst á einum fjölfarnasta stað landsins, Stjórnarráðsreitnum í Reykjavík, fyrir hálfum mánuði. Þegar hafa komið í ljós leirbrot en þess er vænst að minjar frá elstu tíð komi í ljós. 
08.10.2019 - 19:00
Málmleitartæki vísaði á fornan fjársjóð
Þau Lisa Grace og Adam Staples römbuðu á sannkallaðan fjársjóð í Somerset í Bretlandi á dögunum. Þau voru þar á gangi með málmleitartæki ásamt hópi fólks, þegar þau fundu fjölda mynta sem taldar eru vera nærri þúsund ára gamlar.
29.08.2019 - 06:51
Minjar glatast vegna loftslagsbreytinga
Töluverðar líkur er á því að að minjar á Grænlandi geti horfið á næstu 80 árum vegna hlýnandi loftslags. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í Nature í dag.
12.07.2019 - 06:33
Brjóstmynd konungs seld í óþökk Egypta
Þrátt fyrir ósk Egypta um að fornleifum þaðan sé skilað frá Bretlandi, var brjóstmynd af forn-egypska konungnum Tutankhamun seld á uppboði í Lundúnum í gær. Ónefndur kaupandi reiddi fram jafnvirði nærri 750 milljóna króna fyrir 3.000 ára gamla styttuna.
05.07.2019 - 04:46
Viðtal
Skutull fannst í landnámsskála í Stöðvarfirði
Skutull fannst við fornleifauppgröft við skálann á Stöð í Stöðvarfirði í gær. Þar er eru tveir skálar og verið er að grafa í þeim yngri, sem er frá landnámsöld. Sá eldri sem er undir landnámsskálanum, er mögulega útstöð frá því fyrir eiginlegt landnám.
14.06.2019 - 12:59
Innrauðar myndir sýna fornleifarnar á Stöð
Bandarískir vísindamenn hafa lagt fornleifafræðingum lið við rannsókn á fornum skálum á Stöð í Stöðvarfirði. Innrauðar loftmyndir sýna umsvif fólks sem talið er að hafi komið til landsins fyrir eiginlegt landnám og haldið úti útstöð erlends höfðingja. Vísindamennirnir leita líka að erfðaefni í skála sem mögulega er sá langstærsti sem fundist hefur á Íslandi.
13.06.2019 - 18:57
Viðtal
42 milljónir veittar úr fornminjasjóði
Samtals verða 23 styrkir veitir úr fornminjasjóði í ár. Alls bárust 69 umsóknir. Óvenjumargar góðar umsóknir bárust, segir í tilkynningu, og var 81% þeirra styrkhæf. Fornleifarannsókn í Stöðvarfirði og afhending forngripa úr rannsóknum í Skálholti hlutu hæsta styrki.
27.03.2019 - 15:01
40 múmíur fundust, þar af tíu af börnum
Fjörutíu múmíur, þar af tíu af börnum, fundust nýlega við fornleifauppgröft í Egyptalandi.
02.02.2019 - 21:16
Heilt svæði friðlýst í fyrsta sinn
Minjastofnun Íslands undirbýr friðlýsingu Þjórsárdals. Með því verða allar minjar á svæðinu sameinaðar undir einni friðlýsingu. Það mun ekki hafa verið gert áður hér á landi því hér hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði.
23.01.2019 - 12:21
Skyndifriðlýsa Landsímareit og stöðva byggingu
Minjastofnun hefur ákveðið að skyndifriða þann hluta Víkurgarðs sem er innan Landsímareitsins í miðbæ Reykjavíkur. Er það vegna inngans fyrirhugaðs hótels sem vísa á út á borgartorgið sem þar er, miðað við núverandi skipulag.
09.01.2019 - 00:21
Lilja samþykkti friðlýsingu Víkurgarðs
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, sem nú er Fógetatorg í miðbæ Reykjavíkur. Minjastofnun sendi ráðuneytinu tillöguna í byrjun desember til ákvörðunar ráðherra.
08.01.2019 - 17:44
Steingerðir hestar fundust í rústum Pompeii
Fornleifafræðingar fundu á dögunum steingerð hesthræ og söðla í rústum hinnar fornu borgar Pompeii. Þau fundust í hesthúsi glæsihýsis í úthverfi borgarinnar, sem hvarf undir ösku eftir gríðarlegt eldgos Vesúvíusar.
24.12.2018 - 07:08
Hestur reyndist vera þrír hestar og tvö naut
Það sem fornleifafræðingar héldu að væri einn hestur reyndust vera þrjú hross og tveir nautgripir. Leifar dýranna eru frá sextándu öld og fundust á botni Þingvallavatns, steinsnar frá bátsflaki frá sama tímabili. Kafari á vegum Náttúruminjasafns Íslands kom auga á bátinn í haust og snemma þótti ástæða til að kanna málið nánar. Báturinn er súðbyrtur vatnabátur og sem talið er að var notaður til veiða.
20.12.2018 - 22:41
Friðlýsing Víkurgarðs stöðvar ekki framkvæmdir
Tillaga Minjastofnunnar til friðlýsingar á Víkurgarði í Reykjavík tekur aðeins til þess svæði sem í dag er borgartorg í borgarskipulaginu. Ekki er lagt til að svæðin í kring sem hinn forni kirkjugarður teygði sig verði friðlýst. Jafnframt er ekki gert ráð fyrir 100 metra friðhelgu svæði umhverfis garðinn þar sem götur og aðliggjandi lóðir takmarka áhrifasvæði hans. Friðlýsing ætti þess vegna ekki að koma í veg fyrir byggingaframkvæmdir á Landsímareitnum svokallaða.
18.12.2018 - 15:02
Myndskeið
Fundu 500 ára gamlan bát í Þingvallavatni
Gamall bátur sem fornleifafræðingar telja vera 500 ára gamlan liggur á botni Vatnsviks í Þingvallavatni. Báturinn fannst þegar Erlendur Bogason, kafari var að taka myndir af botnlífi í Þingvallavatni í september. Hann sendi fréttastofu meðfylgjandi myndir af bátnum.
08.12.2018 - 12:26
Nýfundið grafhýsi opinberað í Luxor
Egypsk yfirvöld lyftu hulunni af fornu grafhýsi, steinkistum og munum sem grafnir voru með þeim sem voru lagðir til hinstu hvílu í grafhýsinu. Grafhýsið fannst í Al-Assassif grafreitnum í borginni Luxor.
25.11.2018 - 00:28
Vilja anda forfeðra sinna aftur heim
Tarita Alarcon Rapu, ríkisstjóri Páskaeyju, grátbiður stjórnendur breska þjóðminjasafnsins, British Museum, um að skila styttu sem tekin var af eyjunni fyrir hálfri annarri öld. Hoa Hakananai'a styttan er í vörslu safnsins, en hún er einna andlega mikilvægust dranganna sem eyjan er þekkt fyrir. 
21.11.2018 - 06:48
Fundu erótíska veggmynd í Pompeii
Fornleifafræðingar hafa fundið erótíska veggmynd í Pompeii sem sýnir Ledu og svaninn. Myndin er talin hafa verið veggskraut í svefnherbergi á ríku heimili í hinni fornu borg.
19.11.2018 - 18:00
Kattamúmíur fundust í Egyptalandi
Fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi kattamúmía og goðýfla nærri Kaíró í Egyptalandi. Fundurinn þykir merkilegur enda töldu Forn-Egyptar ketti og önnur dýr eiga sérstakan stað í lífinu eftir dauðann.
11.11.2018 - 14:13