Færslur: Fornleifar

Þurrkar afhjúpa ævaforn risaeðluspor
Langvinnir hitar hafa nær algerlega þurrkað upp fljót í þjóðgarði, sem kenndur er við risaeðlur, í Texas í Bandaríkjunum. Þar blasir gráleitur árbotninn við og það sem þar er að finna sannar að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Perla í fánalitunum fannst við fornleifauppgröft
Margskonar skrautmunir, perlur og fagrir steinar, frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafa fundist við fornleifauppgröft á Seyðisfirði. Ein perlanna virðist meira að segja að vera í íslensku fánalitunum.
Skemmtilegt að finna muni sem tengjast börnum
Margt áhugavert hefur komið upp í fornleifagrefti í Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Meðal gripa sem hafa fundist eru prjónapeysa, gólffjalir, selshreifar og barnaleikfang.
10.07.2022 - 15:16
Bændasamfélagið einkenndist af meira jafnrétti
Umfangsmiklar fornleifarannsóknir hafa staðið yfir í sumar og fyrrasumar í Hörgárdal og Svarfaðardal. Niðurstöður styðja þá kenningu að bændasamfélagið hafi verið jafningjasamfélag þar til höfðingjastétt varð til á tólftu öld.
05.07.2022 - 15:14
Sjónvarpsfrétt
Forn skáli á Stöð rannsakaður eins og glæpavettvangur
Vísbendingar eru um að fólk sem dvaldi á Stöðvarfirði fyrir eiginlegt landnám hafi einkum komið til að vinna lýsi á Austurlandi. Í sumar hafa fornleifar í firðinum verið rannsakaðar eins og glæpavettvangur og fjöldinn allur af DNA-sýnum verið tekinn úr jarðvegi. 
26.06.2022 - 08:35
Sjónvarpsfrétt
900 ára gömul hesta- og hundabein grafin upp í Odda
Átta hundruð ára gömul bein af hesti, hundum og kindum sem fundist hafa í hrundum manngerðum hellum geta varpað ljósi á dýralíf hér á landi fyrir níu hundruð árum. Dýrabein sem fundust við uppgröft að Odda á Rangárvöllum eru óvenjuvel varðveitt.
Nýja kirkjan færð vegna fornleifafundar í Grímsey
Við undirbúning kirkjubyggingar í Grímsey fundu fornleifafræðingar gamlar minjar sem gefa vísbendingu um búsetu fljótlega eftir landnám. Vegna uppgötvunarinnar mun nýja kirkjan verða byggð annars staðar en áætlað hafði verið.
17.05.2022 - 12:04
Víðsjá
Mikil og sorgleg saga stolinnar listar
Fólk grét í salnum þegar grísk-íslenska heimildarmyndin Stolin list var sýnd á kvikmyndahátíð í Grikklandi. „Fólk var grátandi, það var rosalega reitt og það voru miklar tilfinningar í salnum.“
11.01.2022 - 14:03
Fundu tvöþúsund ára gamla gröf í höfuðborg Perú
Starfsmenn við lagningu gasleiðslu í Líma höfuðborg Suður-Ameríkuríkisins Perú fundu óvænt fornan grafreit neðanjarðar. Slíkar uppgötvanir eru ekki óvenjulegar í landinu og mörg stórfyrirtæki hafa því fornleifafræðinga í starfsliði sínu.
05.11.2021 - 00:34
Minjar frá tímum Maya finnast við nýja járnbrautarleið
Mörg hundruð minjar frá valdatíð Maya fundust þegar undirbúningur hófst við að leggja nýja járnbrautarteina á Yucatan-skaga í Mexíkó. Alls hafa fundist nærri 2.500 mannvirki, 80 grafreitir og þúsundir brota af öðrum minjum samhliða Maya-járnbrautinni, hefur CNN eftir fréttatilkynningu mann- og sagnfræðistofnunar Mexíkó sem send var út á fimmtudag. 
Trjáhringir renna stoðum undir Íslendingasögur
Nýjar rannsóknir á fornminjum á Nýfundnalandi í Kanada benda til þess að norrænir menn hafi sest að vestanhafs fyrir þúsund árum. Aldursgreining á trjáhringjum leiðir þetta í ljós að sögn fréttastofu CNN.
Smá skref reynast stór fyrir sögu Norður-Ameríku
Steingerð fótspor sem talin eru frá um 23 þúsund árum eru elstu merki sem til eru um ferðir manna í Norður-Ameríku. Fótsporin fundust í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, og benda til þess að menn hafi gengið um álfuna löngu fyrir lok síðustu ísaldar.
Norska lögreglan gerir hundruð fornmuna upptæk
Efnahagsbrotalögregla í Noregi gerði húsleit í síðustu viku hjá kaupsýslumanninum Martin Schøyen sem er ákafur safnari fornra muna. Ástæða húsleitarinnar er að hann var talinn hafa í fórum sínum hluti sem ættu betur heima annars staðar.
04.09.2021 - 02:55
Vel varðveitt hræ útdauðs ljónahvolps fannst í Síberíu
Furðu vel varðveitt hræ hellaljónahvolps sem fannst í freðmýri Síberíu fyrir þremur árum reyndist um 28 þúsund ára gamalt. Frá þessu er greint í nýjasta hefti vísindaritsins Quaternary. 
15.08.2021 - 08:12
Leifar forns múrs undir fjölfarinni götu í Newcastle
Verktakar í borginni Newcastle í Englandi þurftu að finna nýjar leiðir fyrir vatnslagnir borgarinnar eftir merka uppgötvun við viðhaldsvinnu. Þegar verkamennirnir grófu sig niður að vatnsleiðslum borgarinnar fundu þeir leifar Hadríanusarmúrsins.
13.08.2021 - 06:10
Sjónvarpsfrétt
Kistur biskupa opnaðar - beinin varpa ljósi á margt
Meira en 250 ára gömul bein, hár og aðrar jarðneskar leifar lágvaxinnar biskupsfrúar voru tekin upp úr lítilli kistu í Þjóðminjasafninu í dag. Kistur fimm biskupa, biskupsfrúa og nokkurra afkomenda bíða þess nú að vera greind með aðferðum mannabeinafræði þannig að hægt sé að varpa ljósi á heilsu og þjóðfélagsbreytingar þeirra tíma.
Bein finnast í Ísrael af áður óþekktum frummanni
Ísraelskir vísindamenn sögðust í gær hafa fundið bein sem tilheyrðu „nýrri tegund af frummanni“ sem ekki hefði áður verið vitað af og varpaði nýju ljósi á þróun mannkyns.
Fornminjar lenda óhjákvæmilega víða undir nýframkvæmdum
Óhjákvæmilegt þykir að sumar fornminjar lendi undir nýframkvæmdum. Mikilvægt er talið að skrá þær og mynda áður en minjarnar hverfa og rannsaka fyrirhuguð framkvæmdasvæði áður en jarðýturnar mæta á svæðið. Fornleifarannsóknir verða á um 50 stöðum víða um land í sumar.
15.06.2021 - 09:26
Landinn
Krakkar feta sig áfram í fornleifauppgreftri
Fornleifaskóli unga fólksins hefur verið starfræktur frá 2018 eða frá því að uppgröftur þar hófst í Odda. Hann er ætlaður krökkum í 7. bekk í grunnskólunum í Rangárþingi, bæði til að kynna þeim aðferðir fornleifafræðinnar og sögu sveitarinnar og þá sérstaklega Odda.
Bein neanderdalsmanna fundust í ítölskum helli
Leifar níu neanderdalsmanna fundust í ítölskum helli, um hundrað kílómetrum suðaustur af Róm. Fornleifafræðingar telja hýenur hafa orðið mönnunum að bana fyrir allt að 100 þúsund árum síðan.
09.05.2021 - 07:58
Brýnt að bjarga minjum á Siglunesi undan ágangi sjávar
Vernda þarf órannsakaðar mannvistarleifar á Siglunesi fyrir ágangi sjávar. Það verði gert með því að byggja sjóvarnargarð á nesinu, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar.
Athuga hvort fornleifar leynist í Teigsskógi
Vegagerðin heggur nú leið í gegnum birkið í Teigsskógi í Gufudalssveit, þar sem nýr Vestfjarðavegur á að liggja. Það er gert til þess að leita af sér allan grun um að þar leynist fornleifar.
Var að grafa eftir ormum en fann steingerving
Sex ára piltur í leit að ormum og brotum úr leirmunum og múrsteinum í garðinum sínum heima í Walsall í Englandi gróf upp allt að 500 milljón ára steingerving.
28.03.2021 - 04:11
Forn biblíuhandrit fundust í Ísrael
Tilkynnt var í Ísrael í morgun að bútar úr bókrollu hefðu fundist við forneifarannsóknir. Rollurnar eru sagðar innihalda tvö þúsund ára gamla Biblíutexta á grísku úr skrifum minni spámannanna tólf.
16.03.2021 - 08:09
Heillegur ævaforn hestvagn fannst nærri Pompeii
Fornleifafræðingar grófu upp nokkuð heillegan hestvagn nærri fornu borginni Pompeii. Vagninn fannst nærri hesthúsi þar sem þrír hestar fundust árið 2018 að sögn fréttastofu BBC.
28.02.2021 - 07:42