Færslur: Fornleifar

Fornleifafundur varpar ljósi á tíma Nýja ríkisins
Fornleifa- og ferðamálaráðuneyti Egyptalands tilkynnti í dag um merkan fornleifafund í greftrunarsvæði við Saqqara suður af Kaíró. Auk verðmætra muna fundust meira en fimmtíu skreyttar trékistur á tíu til tólf metra dýpi.
16.01.2021 - 20:06
Fótspor forsögulegrar eðlu á Ítalíu
Forvitnileg fótspor fundust í ítölsku Ölpunum á dögunum sem steingervingafræðingar telja vera eftir forsögulega eðlu. Vísindamenn segja fótsporin sýna að einhverjar dýrategundir hafi lifað af nánast algjöra gereyðingu á jörðinni fyrir um 252 milljónum ára. 
16.01.2021 - 06:33
Friðlýsing fornbýla í Þjórsárdal verndar sögu dalsins
Lilja Alfreðsdóttir staðfesti í dag sem eina heild friðlýsingu minja 22 fornbýla í Þjórsárdal.
Skilar fornminjum af ótta við álög
Kanadísk kona á fertugsaldri sendi leirbrot sem hún hafði tekið með sér frá rústum Pompeii fyrir nokkrum árum aftur til Ítalíu á dögunum. Hún telur álög hafa fylgt fornleifunum.
12.10.2020 - 06:29
Mjög stór miðaldaskáli finnst á Hrafnseyri
Drónamyndatökur og notkun hitamyndavélar í dróna leiddu í ljós mikið af minjum sem ekki var vitað um í Arnarfirði á Vestfjörðum. Sömuleiðis hafa fundist minjar sem getið var í heimildum en staðsetning hafði verið nokkuð á huldu.
Álframleiðandi þarf að biðja frumbyggja afsökunar
Framkvæmdastjóri Rio Tinto, eins stærsta álframleiðanda heims, Jean-Sebastien Jacques verður af 3,5 milljóna Bandaríkjadala bónusgreiðslu. Svipað á við um aðra háttsetta starfsmenn fyrirtækisins.
24.08.2020 - 03:48
Uppgötvuðu áður óþekkta risaeðlutegund
Steingervingafræðingar í Bretlandi hafa fundið bein sem tilheyra áður óþekktri risaeðlutegund. Beinin, sem eru fjögur talsins, tilheyra tegund af sama ættbálki og grameðla. Beinin fundust á eyjunni Isle of Wight, undan suðurströnd Englands. Talið er að tegundin hafi verið uppi á krítartímabilinu fyrir um 115 milljónum ára.
12.08.2020 - 12:59
Ráðgátan um upprunastað jötunsteinanna leyst
Breskir vísindamenn telja sig hafa komist að því hvaðan jötunsteinar Stonehenge voru upphaflega sóttir. Stonehenge er ævafornt mannvirki í suðvesturhluta Englands. Talið er að bygging þess hafi hafist fyrir um 5000 árum.
30.07.2020 - 00:05
Fundu rómverska fornmuni í fiskbúð á Spáni
Spænskir lögreglufulltrúar sem voru við hefðbundið eftirlit í verslunum sem selja frosnar sjávarafurðir fundu rómverskar krukkur og 18. aldrar akkeri í einni búðinni.
23.07.2020 - 09:51
Forn stytta breytir sýn á forsögulega list
Lítil stytta af fugli sem nýverið fannst í Lingjing í Henan héraði í Kína og talin er vera frá fornsteinöld gæti verið „týndi hlekkurinn” í skilningi manna á forsögulegri list þar um slóðir.
11.06.2020 - 01:33
Steinaldabústaðir við vesturströnd Noregs
Fornleifafræðingar í Noregi fundu fjölda minja frá steinöld við Øygarden í Hörðalandi, vestur af Björgvin. Til stendur að reisa byggð á svæðinu, en það yrði ekki fyrsta byggðin þar að sögn fornleifafræðinganna.
08.06.2020 - 03:34
Tvö þúsund ára gólf sveitaseturs fannst nærri Veróna
Nánast óaðfinnanlegt mósaík-lagt gólf frá tímum Rómaveldis fannst undir vinviðarakri nærri Veróna á Ítalíu á dögunum. Uppgötvunin varð þar sem fornleifafræðingar fundu leifar sveitaseturs árið 1922. Setrið er talið er vera frá þriðju öld okkar tímatals. 
28.05.2020 - 02:11
Flugvallarframkvæmdum frestað vegna loðfíla
Leifar rúmlega sextíu loðfíla uppgötvuðust þegar grafið var fyrirr grunni nýrrar flugstöðvar í Mexíkóborg. Mann- og sagnfræðistofnun Mexíkó, INAH, segir beinin vera um 15 þúsund ára gömul. Deutsche Welle segir þau hafa fundist nærri þeim stað sem flugturn nýju flugstöðvarinnar verður reistur. Fornleifafræðingar hafa unnið að uppgreftri á svæðinu síðan í apríl í fyrra. 
22.05.2020 - 03:53
Rómverjar mögulega þeir fyrstu til að endurvinna
Fornminjar sem fundist hafa við ítölsku borgina Pompeii benda til þess að Rómverjar til forna hafi flokkað rusl sitt og endurunnið úrgang.
26.04.2020 - 16:45
Stunga í bakið varð Takabuti að bana
Örlög Takabuti frá Þebu voru ráðin þegar hún var stungin í bakið. Hún var á þrítugsaldri þegar hún lést, fyrir um 2.600 árum. Örlög hennar voru opinberuð í vikunni, þegar 185 ár voru liðin frá því að henni var komið fyrir í fornminjasafninu í Belfast í Norður-Írlandi.
30.01.2020 - 06:12
Bein loðfíla í gildrum fornmanna
Bein að minnsta kosti fjórtán loðfíla hafa fundist í Mexíkó í gryfjum sem menn grófu fyrir um 15 þúsund árum. Tveir fílapyttir sem fundust í Tultepec norður af Mexíkóborg eru fyrstu loðfílagildrurnar sem fundist hafa. Talið er að menn hafi rekið dýrin ofan í gryfjurnar með kyndlum og pískum. Í þeim fundust um 800 mammútabein og rannsóknir á þeim gætu kollvarpað hugmyndum um veiðiaðferðir fornmanna.
07.11.2019 - 16:22
Steingervingar varpa ljósi á ris spendýra
Steingervingar sem fundust í Koloradóríki í Bandaríkjunum gætu varpað ljósi á uppruna dýralífs nútímtans á jörðinni. Fundurinn hjálpar vísindamönnum að finna út hvernig spendýr og plöntur dreifðu úr sér eftir að loftsteinn gerði út af við þrjá fjórðu lífvera á jörðu fyrir 66 milljónum ára.
25.10.2019 - 06:50
Myndskeið
Minjar frá elstu tíð við Stjórnarráðið
Fornleifauppgröftur hófst á einum fjölfarnasta stað landsins, Stjórnarráðsreitnum í Reykjavík, fyrir hálfum mánuði. Þegar hafa komið í ljós leirbrot en þess er vænst að minjar frá elstu tíð komi í ljós. 
08.10.2019 - 19:00
Málmleitartæki vísaði á fornan fjársjóð
Þau Lisa Grace og Adam Staples römbuðu á sannkallaðan fjársjóð í Somerset í Bretlandi á dögunum. Þau voru þar á gangi með málmleitartæki ásamt hópi fólks, þegar þau fundu fjölda mynta sem taldar eru vera nærri þúsund ára gamlar.
29.08.2019 - 06:51
Minjar glatast vegna loftslagsbreytinga
Töluverðar líkur er á því að að minjar á Grænlandi geti horfið á næstu 80 árum vegna hlýnandi loftslags. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í Nature í dag.
12.07.2019 - 06:33
Brjóstmynd konungs seld í óþökk Egypta
Þrátt fyrir ósk Egypta um að fornleifum þaðan sé skilað frá Bretlandi, var brjóstmynd af forn-egypska konungnum Tutankhamun seld á uppboði í Lundúnum í gær. Ónefndur kaupandi reiddi fram jafnvirði nærri 750 milljóna króna fyrir 3.000 ára gamla styttuna.
05.07.2019 - 04:46
Viðtal
Skutull fannst í landnámsskála í Stöðvarfirði
Skutull fannst við fornleifauppgröft við skálann á Stöð í Stöðvarfirði í gær. Þar er eru tveir skálar og verið er að grafa í þeim yngri, sem er frá landnámsöld. Sá eldri sem er undir landnámsskálanum, er mögulega útstöð frá því fyrir eiginlegt landnám.
14.06.2019 - 12:59
Innrauðar myndir sýna fornleifarnar á Stöð
Bandarískir vísindamenn hafa lagt fornleifafræðingum lið við rannsókn á fornum skálum á Stöð í Stöðvarfirði. Innrauðar loftmyndir sýna umsvif fólks sem talið er að hafi komið til landsins fyrir eiginlegt landnám og haldið úti útstöð erlends höfðingja. Vísindamennirnir leita líka að erfðaefni í skála sem mögulega er sá langstærsti sem fundist hefur á Íslandi.
13.06.2019 - 18:57
Viðtal
42 milljónir veittar úr fornminjasjóði
Samtals verða 23 styrkir veitir úr fornminjasjóði í ár. Alls bárust 69 umsóknir. Óvenjumargar góðar umsóknir bárust, segir í tilkynningu, og var 81% þeirra styrkhæf. Fornleifarannsókn í Stöðvarfirði og afhending forngripa úr rannsóknum í Skálholti hlutu hæsta styrki.
27.03.2019 - 15:01
40 múmíur fundust, þar af tíu af börnum
Fjörutíu múmíur, þar af tíu af börnum, fundust nýlega við fornleifauppgröft í Egyptalandi.
02.02.2019 - 21:16