Færslur: Forkeppni Evrópudeildarinnar

Þrír Íslendingar áfram í Evrópudeildinni
Þrátt fyrir að íslensku liðin þrjú sem léku í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld hafi fallið úr leik komust þrír Íslendingar með sínum liðum í aðra umferð. Þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Aron Jóhannsson og Arnór Ingvi Traustason fara áfram með sínum liðum.
Þrjú íslensk lið í eldlínunni í Evrópu
Karlalið Breiðabliks, FH og Víkings Reykjavíkur mæta til leiks í Evrópudeildinni í fótbolta í dag. FH-ingar spila hér heima en hin liðin erlendis.
„Varla anda að sér íslensku lofti nema á vellinum“
FH mun spila leik sinn við slóvakíska liðið Dunajská Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika að óbreyttum aðstæðum hér á landi. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að félögin þurfi að uppfylla gríðarstrangar kröfur af hálfu Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.
Þrjú smit hjá andstæðingum Víkinga
Slóvensku deildinni í fótbolta hefur verið frestað til 22. ágúst eftir að þrjú smit greindust í röðum liðs Olimpija Lju­blj­ana. Olimpija á að mæta Víkingi R. í forkeppni Evrópudeildarinnar ytra þann 27. ágúst.
Myndskeið
FH-ingar í kapphlaupi við tímann
FH dróst gegn slóvakíska liðinu Dnuajska Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Leikur liðanna á að fara fram í Kaplakrika 27. ágúst en ekki er ljóst hvort af því verður. FH hefur til klukkan 11 í fyrramálið til að tilkynna Evrópska knattspyrnusambandinu hvort liðið geti haldið leikinn.
Komast Stjarnan og Breiðablik áfram?
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í fótbolta í dag. Lítil von er fyrir topplið úrvalsdeildinnar, KR, sem mætir Molde á KR-velli. Útlitið er betra fyrir Stjörnuna og Breiðablik sem spila ytra í dag.
18.07.2019 - 10:00