Færslur: Fordómar

Fordómarnir komu ekkert á óvart
„Það er staðreynd að fordómar eru alls staðar. Alveg sama hvernig fordómar þetta eru. Hvort þetta séu kynþáttafordómar eða fordómar gegn hinsegin fólki. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki og þess vegna skiptir fræðslan svona ótrúlega miklu máli.“
Orð Sigurðar Inga gætu reynst honum dýr
Orð Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi sem hann sjálfur segir óviðurkvæmileg gætu haft pólitísk eftirmál fyrir hann sjálfan og flokkinn, að mati almannatengils. Ólíklegt sé þó að ráðherra stígi til hliðar.
Sjónvarpsfrétt
Sjö af hverjum tíu Pólverjum á Íslandi upplifa mismunun
Nærri sjö af hverjum tíu Pólverjum hafa upplifað mismunun vegna þjóðernis, samkvæmt nýrri rannsókn sem um þúsund Pólverja hér á landi tóku þátt í. Meira en helmingur hefur orðið fyrir hatursorðræðu.
03.12.2021 - 12:07
„Stríðið gegn offitu hefur mislukkast hrapallega“
Samtök um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum af sjúkdómsvæðingu holdafars og aðgerðaleysi vegna fitufordóma og mismununar. Það eigi sér meðal annars stað innan íslenska heilbrigðiskerfisins og í stefnumótun Landlæknisembættisins.
Viðtal
„Velti stundum fyrir mér hvaða augum aðrir sjá mig“
Sveinn Snorri Sveinsson kynntist filippseyskri eiginkonu sinni á stefnumótasíðu á internetinu. Þau hittust fyrst í Dubai og með þeim tókust miklar ástir. Þau búa á Egilsstöðum og Sveinn segist aldrei hafa grunað að það væri hægt að vera svo ástfanginn. En hjónin finna fyrir fordómum fólks fyrir samböndum íslenskra manna og filippseyskra kvenna.
Viðtal
„Ég taldi mig vera umburðarlyndan og víðsýnan“
„Það er mikilvægt fyrir þeim að skilja að að allir lifi lífi sínu eins og þau eru, hvort sem það er hann, hún eða hán,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem hefur lært mikið af börnum sínum fjórum. Þau hafa meðal annars kennt honum að fordómaleysi og umburðarlyndi er ekki það sama; að endurnýta og laga í stað þess að kaupa nýtt; að gefa nýrri tónlist, tækni og list séns og að hætta að borða kjöt fyrir umhverfið.
Evrópuþingmaður krafinn skýringa á fordómafullum orðum
Viktor Uspaskich litháenskur þingmaður á Evrópuþinginu þarf að útskýra ástæður þess að hann kaus að kalla samkynhneigt og transfólk „öfugugga“ í myndbandi sem hann birti á Facebook síðu sinni. Honum er gefið svigrúm til fimmtudags til útskýringa og að biðjast afsökunar á orðum sínum.
12.01.2021 - 02:19
„Hvað talarðu eiginlega um við taívanska kærastann?“
Alda Elísa og Guðbjörg Ríkey, sem stýra nýjum útvarpsþætti á Rás 1 um kínversk stjórnmál og menningu, segja hugmyndir samlanda sinna um Kína oft litaðar af fordómum. Íslenskur kærasti Guðbjargar sem lærði í Kína var til dæmis spurður hvort það væru til reiknivélar þar ytra og fólk furðar sig á því hvað Alda geti átt sameiginlegt með kærasta frá Taívan.
08.08.2020 - 12:45
Myndir af þingmönnum fjarlægðar á Bandaríkjaþingi
Myndir af fjórum þingmönnum Bandaríkjaþings á 19. öld voru teknar niður af veggjum þinghússins í gær. Mennirnir gegndu allir herþjónustu í Suðurríkjasambandinu á sínum tíma. Þeir höfðu allir verið forsetar fulltrúadeildar þingsins, en það var núverandi þingforseti, Nancy Pelosi, sem skipaði svo um að myndirnar yrðu teknar niður.
19.06.2020 - 06:42
Neymar kærður fyrir hatursorðræðu
Agripino Magalhaes, brasilískur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra, hefur lagt fram kæru á hendur knattspyrnumanninum Neymar da Silva Santos. Nokkrir vinir hans eru einnig kærðir.
10.06.2020 - 03:43
Morgunútvarpið
Segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við fordóma
Chanel Björk Sturludóttir segir að kynþáttafordómar séu til á Íslandi og Íslendingar þurfi að horfast í augu við það. Hún lýsti upplifun sinni af fordómum í Morgunútvarpinu á Rás 2.
04.06.2020 - 11:08
Notkun niðrandi orða um fólk getur verið refsiverð
Að nota niðrandi orð um fólk sökum húðlitar á opinberum stað getur verið refsivert athæfi, að sögn framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur að það þurfi að vera til skýrar reglur um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum þar sem fólk verður fyrir aðkasti og fordómum.
03.06.2020 - 22:19
Viðtal
Kínverjar hlutgerðir og kenndir við Dalvík
Þeir skíta í vegköntum. Þeir koma illa fram við afgreiðslufólk. Þeir rústa hótelherbergjum og skilja baðherbergi eftir á floti Þeir setja upp kettlingsandlit til að kría út afslætti og tala enga ensku. Þeir kunna ekki að keyra og þú finnur það sko á lyktinni ef það voru Kínverjar með bílinn á leigu. Það er algengt að heyra eða rekast á miður skemmtilegar fullyrðingar um kínverska ferðamenn.