Færslur: fólksflutningar

Spegillinn
Covid, fjarvinna og búferlaflutningar
Íslendingar eru almennt hreyfanlegri en norrænu nágrannaþjóðirnar, hafa flutt sig eftir vinnu, bæði milli landshluta og landa. Nýja breytan í dæminu er fjarvinna, sem hefur farið á flug í veirufaraldrinum, og sem gæti gert fólki auðveldara að flytja, hvort sem er úr landi eða úr þéttbýli í dreifbýli.
05.02.2021 - 17:00
Spegillinn
Brottflutningssaga í pólitík og ballöðum
Það eru áhugaverðar hliðstæður í íslenskri og írskri brottflutningssögu. Írska sagan er mun sárari og bitrari en sú íslenska. Írar eru jafnframt mjög meðvitaðir um þessa sögu sína og þá einnig um írsku díaspóruna um allan heim. Hver áhrifin af Covid verða á brottflutning á eftir að koma í ljós.
02.02.2021 - 17:00
Spegillinn
Ísland fær tíðum hallæri
Ef litið er yfir sögu mannfjölda á Íslandi kemur glöggt í ljós að síðan á tímum Vesturferðanna hefur brottflutningur fólks frá Íslandi verið ráð við hremmingum og atvinnuleysi heima fyrir. Sama á Írlandi og þar er meðvitundin um írsku útflytjendasöguna mjög sterk. En hið nýja er að brottflutningur hefur haldið áfram þrátt fyrir góðæri. Hver áhrif Covid verða á brottflutning á eftir að koma í ljós.
29.01.2021 - 17:00
Engar upplýsingar um menntun brottfluttra
Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hafði og hefur enn afgerandi áhrif á bæði brottflutning Íslendinga og aðflutning útlendinga. Hagstofan vinnur að skrá um menntun aðfluttra og brottafluttra en vísbendingar eru um að útlendingar sem flytja til Íslands séu minna menntaðir en Íslendingar sem flytja brott. Stjórnvöld geta gert ýmislegt til að búa í haginn fyrir aðflutning menntaðra útlendinga.
15.06.2018 - 16:54
Brottflutningur og fábreytt atvinnulíf
Samtals eru Íslendingar um 400 þúsund ef lagður er saman fjöldi einstaklinga erlendis með íslenskt ríkisfang og íbúafjöldi á Íslandi. Þrátt fyrir næga atvinnu á Íslandi flytja alla jafna fleiri Íslendingar frá Íslandi en flytja heim erlendis frá.
14.06.2018 - 17:00
Eiga söfn að vera átakavettvangur?
„Er ekki mikilvægt að hatursorðræðunni sé ekki sópað undir teppið, heldur sé hún sett fram með orðræðu sem einkennist af því að efla samhyggð,“ segir Arndís Bergsdóttir safnafræðingur.
07.02.2018 - 11:58