Færslur: fólksfjöldi

Hlutfall erlendra ríkisborgara að jafnaði 14%
Alls eru 47,3% íbúa Mýrdalshrepps erlendir ríkisborgarar, 361 af 764 íbúum hreppsins. Það er hæsta hlutfall fólks af erlendum uppruna í nokkru sveitarfélagi á landinu. Fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi er 51.367 eða að jafnaði 14% þegar horft er til allra sveitarfélaga landsins.
Fjölgaði hlutfallslega mest í Tjörneshreppi
Síðustu átta mánuði fjölgaði íbúum hlutfallslega mest í Tjörneshreppi eða um 11%. Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra.
14.09.2020 - 15:18
Færeyskir karlmenn nokkuð fleiri en konur
Nú eru karlmenn í Færeyjum um 15 af hundraði fleiri en konur. Þetta kemur fram í frétt og stuttri heimildamynd á vefsíðunni Local.fo. Færeyingar eru nú um 50 þúsund talsins.
04.08.2020 - 02:22