Færslur: Fnjóskadalur

Sjónvarpsfrétt
Miklar framkvæmdir framundan
Eftir miklar vegaskemmdir í vatnavöxtunum á Norðurlandi um mánaðamótin er töluvert viðgerðarstarf enn eftir. Í Fnjóskadal eru viðgerðir langt komnar en við Þverá í Eyjafirði urðu skemmdir það miklar að nokkra mánuði mun taka að gera við veginn.
16.07.2021 - 11:31
Viðgerðir á flóðaskemmdum ganga vel
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri segir að vel gangi að gera við skemmdir sem urðu í vatnavöxtum í síðustu viku. Tekist hafi að tryggja að umferð gangi áfallalaust fyrir sig á þeim stöðum sem skemmdir urðu.
Rafmagnslaust í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal
RARIK tilkynnti um rafmagnsbilun í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal. Bilunin varð klukkan 11:20 þegar rofnaði. Unnið er að því að finna orsök bilunarinnar og er fólk beðið um að hafa samband við svæðisvakt RARIK á Norðurlandi í síma 528-9690 ef það hefur einhverjar upplýsingar eða hefur orðið vart við eitthvað sem kynni að skýra bilunina.
02.07.2021 - 12:45
Viðtal
Segir Háskólann á Akureyri svívirða gjöf ömmu sinnar
Ættingi fokreiddist í gær þegar hann sá hvernig komið var fyrir svæði sem föðurfjölskylda hans gaf Háskólanum á Akureyri fyrir aldarfjórðungi. Skólinn hafi svívirt minningu ömmu hans og systkina hennar. Rektor skólans segir gagnrýnina ómaklega.
09.07.2020 - 18:45
Myndskeið
Haglið eins og byssukúlur í Fnjóskadal
Það er örlítið flökt á rafmagni í Fnjóskadal og það gæti þurft að koma rafstöð af stað til þess að knýja mjaltabúnað í fjósinu í Dæli í Fnjóskadal, ef rafmagnið fer alveg af.
10.12.2019 - 15:20