Færslur: flutningaskip

Segir rússneskan almenning telja ósigur yfirvofandi
Úkraínuforseti segir þá tilfinningu að rússneski herinn láti í minni pokann vaxa stöðugt meðal almennings í Rússlandi. Þýskalandsforseti er kominn í óvænta heimsókn til Kyiv og Rússar eru enn sakaðir um að tefja siglingar kornflutningaskipa til og frá Úkraínu.
Zelensky segir Rússa vísvitandi tefja kornútflutning
Úkraínuforseti sakar Rússa um að tefja vísvitandi kornútflutning frá landinu til ríkja í Afríku og Asíu. Forsetinn segir á annað hundrað kornflutningaskipa bíða eftir að leggja á haf út.
Fyrsta kornflutningaskipið hélt frá Úkraínu í morgun
Flutningaskip hlaðið korni sigldi úr höfn í Odessa, það fyrsta síðan í febrúar. Einn auðugasti kaupsýslumaður Úkraínu fórst í sprengjuárás á borgina Mykolaiv, sunnanvert í landinu. Skrifstofa forseta Úkraínu segir atlögu Rússa hafa beinst sérstaklega að honum.
Einn auðugasti maður Úkraínu féll í sprengjuárás
Einn auðugasti kaupsýslumaður Úkraínu fórst í sprengjuárás á borgina Mykolaiv, sunnanvert í landinu. Úkraínuforseti segir árásir Rússa á borgina nú einhverjar þær allra grimmilegustu frá upphafi innrásar og þeirra verði ekki látið óhefnt. Kornflutningaskip hélt úr höfn við Svartahaf í morgun.
Rússnesk fiskiskip undanþegin norsku hafnbanni
Rússneskum skipum stærri en fimm hundruð brúttótonn, öðrum en fiskiskipum, er ekki lengur heimilt að leggjast að bryggju í Noregi. Hafnbann sem viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu tók gildi í Noregi um helgina.
Vindmyllur sem geta framleitt 5-30% af orkuþörf skipa
Fyrirtækið Sidewind hefur undanfarin þrjú ár unnið að þróun vindtúrbína sem koma á fyrir í opnum gámum á flutningaskipum til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í flutningum og minnka útblástur frá skipum. Eftir ár af vinnu við hönnum og smíði er frumgerðin nú tilbúin. Hún verður prófuð hjá Samskipum á næstu mánuðum.
24.03.2022 - 13:10
Enn er glímt við eld í stóru skipi utan við Gautaborg
Sænska strandgæslan býst ekki við eldur um borð í flutningaskipinu Almirante Storni úti fyrir Gautaborg í Svíþjóð verði endanlega slökktur fyrr en með morgninum.
05.12.2021 - 01:56
Eiturgufur berast frá logandi gámaskipi við Kanada
Sextán úr áhöfn gámaflutningaskipsins Zim Kingston var bjargað í land eftir að eldur kviknaði í tíu gámum um borð. Eiturgufur berast frá skipinu sem flytur kemísk efni og liggur undan strönd Kanada. Fimm úr áhöfninni eru enn í skipinu.
24.10.2021 - 13:02
Myndskeið
Flutningaskip strandaði við Japan og brotnaði í tvennt
Mannbjörg varð þegar timburflutningaskipið Crimson Polaris sem siglir undir fána Panama strandaði í dag nærri hafnarborginni Aomori norðanvert í Japan. Við strandið brotnaði skipið í tvennt, skuturinn lyftist upp og olía streymdi í hafið.
12.08.2021 - 14:18
Flutningaskip Eimskips strand í Noregi
Flutningaskip Eimskips með níu manna áhöfn er strand við Lerstad í Álasundi í Noregi. Stefnið nær minnst þrjá metra inn í fjöruna en skipið er um 88 metra langt. Lögregla og slökkvilið eru á svæðinu og dráttarbátur er á leiðinni til að freista þess að koma skipinu aftur á flot. Engan hefur sakað og ekki er að sjá neinn leka frá skipinu.
17.06.2021 - 13:36
Ever Given þverar enn Súes-skurðinn
Aðgerðir við að koma flutningaskipinu Ever Given aftur á flot í Súes-skurðinum hafa enn engan árangur borið. Um tuttugu þúsund tonnum af sandi var í gær mokað frá skipinu sem hefur þverað fjölfarinn skurðinn síðan á þriðjudag.
28.03.2021 - 12:02

Mest lesið