Færslur: FLugvirkjar

„Það er sannarlega svartur föstudagur í dag“
Svartur föstudagur, öryggi landsmanna og verkfallsrétturinn var meðal þess sem kom fram í máli þingmanna þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum vegna frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um lög þar sem bann er lagt við vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni.
Flugvirkjar furða sig á samráðsleysi stjórnvalda
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni furða sig á því að stjórnvöld hafi ekki haft samband við þá áður en þau samþykktu að setja lög á yfirstandandi verkfall. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi ekki á nokkru stigi málsins haft samband við félagið.
Ríkissáttasemjari eygir enga lausn í augnablikinu
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins, setið var á fundi í tíu tíma í gær og náðist ekki sátt. Verkfall flugvirkjanna hófst 5. nóvember og nú er ekkert flugfar gæslunnar lofthæft. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram svokallaða innanhússtillögu í gær sem flugvirkjar samþykktu ekki.
„Við höfum ekkert lofthæft flugfar í augnablikinu“
„Staðan er afar slæm. Við höfum ekkert lofthæft flugfar í augnablikinu, þessi eina þyrla sem við höfum verið að nota er stopp og nú ríður á að fá menn til vinnu til að ljúka skoðun á henni sem tekur tvo sólarhringa,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Samningafundur í flugvirkjadeilunni stendur enn
Samninganefndir flugvirkja og ríkisins sitja á fundi hjá ríkissáttasemjara. Frá miðnætti hafa ekki komið upp nein tilvik þar sem þörf hefði verið á aðstoð þyrlu, en engin björgunarþyrla hefur verið til taks frá þeim tíma.
Myndskeið
Verða að treysta á björgunarsveitir og lögreglu
Einu björgunartæki Landhelgisgæslunnar næstu tvo sólarhringa eru skip þar sem engin þyrla verður tiltæk vegna verkfalls flugvirkja. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að treysta verði á björgunarsveitir og lögreglu lendi fólk í neyð utan alfaraleiðar. 
25.11.2020 - 19:55