Færslur: flugumferð

Hátt í fimmfalt fleiri farþegar hjá Icelandair
Næstum fimmfalt fleiri farþegar voru hjá Icelandair í júní en í sama mánuði í fyrra. Nú í júní voru þeir 431 þúsund en voru 94 þúsund í júní í fyrra og 316 þúsund í maí síðastliðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar. Langstærstur hluti farþega Icelandair flaug milli landa eða 407 þúsund.
07.07.2022 - 07:48
Flugumferð liggur niðri yfir Sviss vegna tölvubilunar
Millilandaflug liggur niðri í Sviss og lokað hefur verið fyrir flugumferð um svissneska lofthelgi vegna bilunar í tölvukerfi flugumferðarstjórnar landsins. Tilkynnt var um lokun alþjóðaflugvallarins í Genf vegna þessa í morgun og sagt að öll umferð um hann myndi liggja niðri til klukkan 11 fyrir hádegi hið minnsta, níu að íslenskum tíma.
15.06.2022 - 06:36
SAS segir 300 áhafnarmeðlimum upp
300 af 500 áhafnarmeðlimum skandinavíska flugfélagsins SAS verður sagt upp nú þegar tveggja ára orlofi sem þau féllust á að taka í byrjun faraldursins er lokið. Á meðan hefur félagið ráðið inn nýja áhafnarmeðlimi fyrir dótturfélag sitt.
05.05.2022 - 18:29
Hörðustu aðgerðir gagnvart annarri þjóð í seinni tíð
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir til skoðunar að senda fólk til aðstoðar flóttafólki við landamæri Úkraínu. Ísland ætli að vinna með öðrum þjóðum að því að aðstoða flóttafólk frá Úkraínu. Ísland er í hópi Evrópuþjóða sem lokað hafa lofthelgi sinni fyrir rússneskri flugumferð. Utanríkisráðherra segir þetta og viðskiptaþvinganir hörðustu aðgerðir sem Ísland hafi beitt annað ríki í seinni tíð.
27.02.2022 - 18:14