Færslur: Flugsamgöngur

Morgunútvarpið
Atburðarás sem enn er verið að vinda ofan af
Forstjóri flugfélagsins Play segir að villumelding um borð í vél félagsins sem lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrradag hafi komið af stað atburðarás sem enn sé verið að vinda ofan af. Lítið megi út af bregða.
15.06.2022 - 09:43
Svíar ætla ekki að veita SAS meira fjármagn
Skandinavíska flugfélagið SAS er enn rekið með miklu tapi og stjórnendur róa lífróður. Sænsk yfirvöld vilja draga úr eignarhaldi ríkisins í flugfélaginu.
07.06.2022 - 09:58
„Verð á innanlandsflugi hefur hækkað óverulega“
Fjöldi íbúa á landsbyggðinni hefur lýst óánægju sinni með innanlandsflug eftir að Icelandair tók yfir starfsemina af dótturfélagi flugfélagsins fyrir um ári síðan, miðaverð hafi hækkað og þjónusta verið skert. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að heilt yfir hafi sameiningin gengið vel, flugfargjöld hafi ekki hækkað en eftirspurn hafi stóraukist.  
01.06.2022 - 17:57
Tuttugu og tvö lík fundin eftir flugslys í Nepal
Björgunarsveitir í Nepal hafa fundið lík allra sem voru um borð í flugvél sem hrapaði í Himalajafjöllum í fyrradag. Tuttugu og tveir voru í vélinni.
31.05.2022 - 04:25
SAS aflýsir fjögur þúsund flugferðum í sumar
Skandinavíska flugfélagið SAS hefur aflýst fjögur þúsund flugferðum á tímabilinu maí til ágúst.
10.05.2022 - 18:58
Hjóla í flugfélag sem ítrekað aflýsti heimferð
Hópur kvenna í hjólaferð á Spáni hefur ekki komist heim þrátt fyrir að brottför hafi verið áætluð á mánudag með spænska flugfélaginu Vueling. Þórdís Rósa Sigurðardóttir, ein kvennanna, segist ósátt með biðina og skýringar flugfélagsins.
17.03.2022 - 19:14
Icelandair tapaði 5 milljörðum á síðasta ársfjórðungi
Tap Icelandair eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var fimm milljarðar króna. Forstjóri félagsins segir afkomu félagsins þó sýna mikinn rekstrarbata milli ára. Heildartekjur á fjórðungnum voru þrefalt hærri en á sama tímabili árið 2020.
Play flýgur til New York
Flugfélagið Play hefur farþegaflug til New York í Bandaríkjunum í júní.  Flogið verður til New York Stewart International flugvallar og verður Play eina flugfélagið með millilandaflug til og frá vellinum sem er í um 75 mínútna fjarlægð frá Times Square á Manhattan.  
01.02.2022 - 13:03
Bandarísk flugfélög vilja fresta uppsetningu 5G senda
Ekkert bendir til þess að 5G sendar hafi áhrif á hæðarmæla flugvéla í Evrópu samkvæmt prófunum sem voru gerðar í Noregi og Frakklandi. Síðustu daga hafa fréttastofur vestanhafs greint frá því að stærstu flugfélög Bandaríkjanna fari fram á frestun innleiðingar 5G í landinu vegna truflana á flughæðarmæla flugvéla.
03.01.2022 - 16:31
Fjölga þarf sjúkraflugvöllum um landið
Gera þarf úrbætur á nokkrum flugvöllum til þess að bæta öryggishlutverk þeirra og koma upp sjúkraflugvelli í Skaftafelli eða Fagurhólsmýri. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um öryggi lendingarstaða, sem birt er á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í dag.
Fréttaskýring
Vandræði SAS, valdarán og vondar ríkisstjórnir
Kórónuveirufaraldurinn lék flugfélög heimsins grátt vegna mikils samdráttar í farþegaflugi. Skandínavíska flugfélagið SAS er eitt þeirra og segja sumir sérfræðingar að félagið fari í þrot takist ekki að endurskipuleggja reksturinn. Það sem eru mestu vandræði SAS er að þeim sem fljúga í viðskiptaerindum hefur fækkað mjög. Það fólk greiðir jafnan miklu hærra verð fyrir farmiðann en þeir sem eru að fara í frí og ferðast á eigin vegum
Norræn flugfélög afnema grímuskyldu
Mörg flugfélög á Norðurlöndunum fella niður grímuskyldu í innanlandsflugi og flugi milli Norðurlandanna frá og með deginum í dag. Þar á meðal eru stærstu flugfélögin tvö, SAS og Norwegian. Þrátt fyrir þetta verða flugfarþegar enn að setja upp grímurnar í flughöfnum Norðurlandanna, því þær lúta samræmdum reglum Flugöryggisstofnunar Evrópu, sem enn hefur ekki aflétt grímuskyldu á flugstöðvum undir hennar lögsögu.
18.10.2021 - 06:37
Telur óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja en reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair sem séð hefur um þjónustuna síðan í vor hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 15:47
Skoða hvort erlend ríki geti sótt smitaða hér á landi
Um þrjátíu manna hópur Ísraela er smitaður af kórónuveirunni. Stjórnvöld skoða nú hvort önnur ríki geti staðið fyrir flutningi covid-smitaðra til heimalanda þeirra.
16.08.2021 - 16:25
Farþegar í júlí jafnmargir og fyrstu sex mánuði ársins
Farþegar í flugi Icelandair í voru um 131.000 fleiri í júlí 2021 heldur en í sama mánuði í fyrra. Forstjóri Icelandair group segir að fjöldi farþega í júlí hafi verið jafn mikill og samanlagður fjöldi í fyrstu sex mánuðum ársins.
06.08.2021 - 11:13
England
Mesta mannmergð á flugvöllum síðan faraldurinn hófst
Miklar annir hafa verið á flugvöllum á Englandi um helgina, svo miklar að annað eins hefur ekki sést síðan COVID-faraldurinn braust út. Á Heathrow-flugvelli er búist við að um 60.000 farþegar fari af landi brott með flugvél hvern dag um helgina. Milljónir Breta eru nú komnir í sumarfrí frá vinnu og skóla.
24.07.2021 - 18:30
Morgunútvarpið
Áríðandi að mæta snemma og þekkja reglur á áfangastað
Aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli hvetur farþega til að mæta snemma og kynna sér vel COVID-reglur á áfangastað. Áríðandi sé að afla tilskilinna gagna áður en lagt er í ferðalag.
Flestir sýna biðinni skilning
Margir kvarta undan því að þurfa að bíða í drjúga stund á Keflavíkurflugvelli þegar þeir koma til landsins. Vandamálið er ekki aðeins bundið við Ísland.
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta vél Play komin
Fyrsta vél flugfélagsins Play lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis og var tekið á móti henni með viðhöfn. Fyrsta áætlunarflugið verður í næstu viku.
15.06.2021 - 19:58
Stefna á hljóðfrátt farþegaflug fyrir 2030
Eftir þungar búsifjar undanfarna 18 mánuði vegna kórónuveirunnar eru batamerki á flugbransanum, alltént ef marka má stórhuga áform bandaríska flugfélagsins United Airlines. Þar á bæ hafa menn pantað 15 stykki af hljóðfráum farþegaþotum frá sprotafyrirtækinu Boom Supersonic í Denver og hyggjast bjóða upp á hljóðfrátt áætlunarflug áður en áratugurinn er úti. 
Minnsta losun frá flugi síðan 2013
Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum flugrekendum innan ETS, viðskiptakerfis Evrópusambandsins, á árinu 2020 hefur ekki verið minni frá því mælingar hófust árið 2013. Losun dróst saman um 69 prósent milli áranna 2019 og 2020.
171 land er nú hááhættusvæði
171 land er á nýjum lista heilbrigðisráðuneytisins yfir svæði og lönd sem talin eru hááhættusvæði vegna COVID-19. Löndunum á listanum hefur fjölgað um 33 frá síðasta lista. Allir sem koma frá þessum svæðum þurfa að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Þó er hægt að sækja um undanþágu frá því. 
„Viljum fá að vera með í þessari heildaruppbyggingu"
Verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir að breytingar sem gerðar hafa verið á markaðssetningu Akureyrarflugvallar séu úr takti við yfirlýsingar stjórnvalda um að efla millilandaflug á landsbyggðinni. Hann óttast að tækifærum eigi eftir að fækka.
17.05.2021 - 16:10
Vilja banna stutt innanlandsflug
Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt bann við stuttu innanlandsflugi. Með banninu er ætlunin að minnka kolefnislosun. Verði það að lögum nær það til flugferða á milli staða þar sem hægt er að fara sömu leið með lest, að því gefnu að lestarferðin taki innan við tvær og hálfa klukkustund.
12.04.2021 - 15:01
Fleiri ferðaþjónustufyrirtæki muni heltast úr lestinni
Gistinóttum útlendinga á hótelum hér á landi fækkaði um 98% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og fimm þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll miðað við 167 þúsund í sama mánuði í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við því að fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hætti starfsemi á næstunni.