Færslur: Flugsamgöngur

Ráðherra minnir borgarstjóra á skuldbindingar sínar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ótímabært og andstætt samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar að fjárfesta í flutningi fyrir kennslu- og einkaflug frá Reykjavíkurflugvelli og yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hann minnir borgina jafnframt á sínar skuldbindingar fyrir flugvöllinn í Vatnsmýri.
Icelandair með eina brottför á dag
Ein brottför var á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli í dag. Ein brottför er einnig áætluð á vegum félagsins á morgun og sömuleiðis á þriðjudaginn. Alls eru ferðir á vegum níu flugfélaga til og frá landinu þessa dagana.
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Selja þrjár Boeing 757 flugvélar
Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins. Söluvirði flugvélanna þriggja er um 2,9 milljarðar íslenskra króna en stefnt er að því að ganga endanlega frá samningum á næstu vikum.
07.10.2020 - 22:39
97% fækkun farþega hjá Icelandair
Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair var tæplega 12 þúsund í september og dróst saman um 97% á milli ára. Heildarframboð flugs hjá félaginu minnkaði um 96% á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega 13 þúsund í september og fækkaði um 52% á milli ára. Flutningastarfsemi félagsins dróst saman um 18% á milli ára.
„Kemur ekki á óvart en er mjög sérstakt“
Bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum kemur saman til fundar nú í hádeginu, til þess að ræða uppsagnir á flugvellinum í Eyjum. Bæjarstjórinn gagnrýnir framferði Isavia í málinu og segir að félagið grípi hvert tækifæri sem gefist til þess að skerða þjónustu flugvalla úti á landi.
Öllum starfsmönnum flugvallarins í Eyjum sagt upp
Isavia hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þrjá starfsmenn og var þeim tilkynnt þetta í morgun.
28.09.2020 - 21:47
Myndband
Hundar þefa uppi COVID smitaða farþega
Nýstárlegri aðferð er beitt í Finnlandi við greiningu kórónuveirunnar meðal ferðamanna. Fjórir hundar hófu störf á alþjóðaflugvellinum í Helsinki í gær og hafa það hlutverk að þefa uppi veiruna í farþegum.
24.09.2020 - 19:25
Hátt í 800 flugleggir þegar verið bókaðir með Loftbrú
Hátt í átta hundruð flugleggir hafa verið bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar síðan verkefnið fór af stað fyrir viku. Ríkið hefur því niðurgreitt fargjöld fyrir tæpar fimm milljónir króna á einni viku.
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð fyrir Icelandair
Alþingi samþykkti í kvöld þrjú frumvörp sem öll sneru að því að veita Icelandair ríkisábyrgð. Fjáraukalög voru samþykkt um að ríkið gæti veitt ábyrgðina. Lög um ríkisábyrgð til að veitu undanþáguna voru samþykkt og sömuleiðis lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða til að tryggja að þeir geti tekið fullan þátt í hlutabréfaútboði Icelandair.
04.09.2020 - 20:56
Viðtal
Tekist á um ríkisábyrgð - Telur tapið ríkisvætt
Þingfundur stendur yfir á Alþingi þar sem frumvarp fjármálaráðherra um 15 milljarða ríkistryggða lánalínu til Icelandair er til umfjöllunar. Búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram á kvöldið. Málið er umdeilt. Vonir standa til þess að hægt verði að afgreiða það síðar í kvöld og ljúka þessu síð-sumarsþingi.
04.09.2020 - 19:55
Icelandair aflýsir 18 flugferðum í dag
18 flugferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag, 9 komuferðum og 9 brottförum. Einni vél félagsins var flogið frá Keflavík til London í morgun og einni frá Boston til Keflavíkur. Allar ferðir annarra flugfélaga til og frá landinu eru á áætlun, til dæmis á vegum EasyJet, SAS, Wizz Air og Transavia.
04.09.2020 - 08:34
72% samdráttur í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið
Mikill samdráttur hefur orðið í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið að undanförnu, hvort sem litið er til flugs til og frá landinu eða flugvéla sem fljúga um svæðið án þess að lenda á Íslandi. Sem dæmi má nefna að 5.248 flug voru skráð á svæðinu í júlí í sumar, en 18.774 í júlí í fyrra. Það er fækkun um 72%. 
Aflýsa fjölda flugferða til og frá landinu
Stórum hluta flugferða sem fyrirhugaðar voru til og frá landinu í dag og á morgun hefur verið aflýst. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að nú vinni félagið að því að laga framboð að eftirspurn.
02.09.2020 - 08:28
Bankarnir kaupa í Icelandair fyrir allt að 6 milljarða
Icelandair Group hefur náð samkomulagi við Íslandsbanka og Landsbankann um sölutryggingu væntanlegs hlutafjárútboðs félagsins. Samkvæmt samkomulaginu munu bankarnir kaupa nýtt hlutafé að upphæð allt að sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis.
01.09.2020 - 17:51
Myndskeið
Tugir vissu ekki af hertum reglum
Tugir ferðamanna sem komu hingað til lands í dag vissu ekki af kröfunni um fimm daga sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Átta flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli var aflýst.
19.08.2020 - 19:33
Íslendingar með vottorð mega fljúga til Grænlands
Íslendingum sem ferðast til Grænlands dugir að sýna vottorð þess efnis að þeir séu ekki með Covid-19. Vottorðið má ekki vera eldra en fimm daga gamalt.
Morgunvaktin
Segir Icelandair hafa fækkað ferðum umtalsvert
Samkvæmt flugáætlun Icelandair verða umsvif félagsins í september um fjórðungur þess sem  þau voru í sama mánuði í fyrra. Þetta sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hann sagði þar að áhugavert væri að sjá hvernig félagið hygðist standa við núverandi skuldbindingar sínar miðað við miklu lægri tekjur.
14.08.2020 - 09:16
Myndskeið
Smit í 0,04 prósent tilfella á landamærunum
Ferðamannasumarið í ár er danskt og þýskt, fleiri Danir heimsóttu Ísland nú í júlí en á sama tíma í fyrra. Af 86 þúsund sýnum sem hafa verið tekin úr ferðamönnum bið komuna hafa 39 greinst með COVID-veiruna.
11.08.2020 - 19:21
Farþegar í júlí 87 prósentum færri en í fyrra
Farþegar sem flugu með Icelandair í júlí voru næstum fjórum sinnum fleiri en í júní. Þó voru þeir 87 prósentum færri en í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.
06.08.2020 - 16:24
Icelandair hefur endurgreitt um 95.000 bókanir
Icelandair hefur endurgreitt um 95.000 bókanir frá öllum markaðssvæðum sínum frá því að COVID-19 faraldurinn breiddist út. Um talsvert fleiri farmiða er þó að ræða, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair, þar sem að baki hverrar bókunar getur verið fjöldi farþega. Hún segir að heildarandvirði þessara bókana sé ekki gefið upp.
06.08.2020 - 13:56
Vél á leið til Egilsstaða snúið við á miðri leið
Farþegavél Air Iceland Connect á leið frá Reykjavík til Egilsstaða var snúið við á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafði mælir í flugstjórnarklefa gefið til kynna að olíuþrýstingur hefði lækkað.
14.07.2020 - 17:34
Hefja samstarf við airBaltic um sammerkt flug
Icelandair hefur undirritað samning við lettneska flugfélagið airBaltic um sammerkt flug félaganna.
Sólarlandaferðir seljast grimmt
Eftirspurn eftir sólarlandaferðum hefur aukist mikið á síðustu dögum. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar VITA, segir að það sé uppselt í sumar fyrstu ferðirnar sem farnar verða um helgina. VITA fer í sólina að nýju fjórum mánuðum eftir að flugferðum var hætt í mars vegna kórónuveirufaraldursins. 
09.07.2020 - 18:10
Icelandair flytur strandaglópa til og frá Bandaríkjunum
Icelandair mun á næstunni flytja á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara á milli Los Angeles í Kaliforníu og Jerevan í Armeníu. Farþegarnir hafa verið strandaglópar vegna COVID-19 faraldursins, en fá nú að snúa til síns heima. Fjöldi ferða liggur ekki fyrir, en um er að ræða á annað þúsund farþega.
09.07.2020 - 12:55