Færslur: Flugsamgöngur

Vél á leið til Egilsstaða snúið við á miðri leið
Farþegavél Air Iceland Connect á leið frá Reykjavík til Egilsstaða var snúið við á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafði mælir í flugstjórnarklefa gefið til kynna að olíuþrýstingur hefði lækkað.
14.07.2020 - 17:34
Hefja samstarf við airBaltic um sammerkt flug
Icelandair hefur undirritað samning við lettneska flugfélagið airBaltic um sammerkt flug félaganna.
Sólarlandaferðir seljast grimmt
Eftirspurn eftir sólarlandaferðum hefur aukist mikið á síðustu dögum. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar VITA, segir að það sé uppselt í sumar fyrstu ferðirnar sem farnar verða um helgina. VITA fer í sólina að nýju fjórum mánuðum eftir að flugferðum var hætt í mars vegna kórónuveirufaraldursins. 
09.07.2020 - 18:10
Icelandair flytur strandaglópa til og frá Bandaríkjunum
Icelandair mun á næstunni flytja á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara á milli Los Angeles í Kaliforníu og Jerevan í Armeníu. Farþegarnir hafa verið strandaglópar vegna COVID-19 faraldursins, en fá nú að snúa til síns heima. Fjöldi ferða liggur ekki fyrir, en um er að ræða á annað þúsund farþega.
09.07.2020 - 12:55
Allir möguleikar skoðaðir
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir þá stöðu sem komin er upp eftir að félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands felldu kjarasamning félagsins ekki góða. Nú þurfi að skoða alla möguleika, félagið hafi teygt sig eins langt og hægt sé og vilji starfsfólkið ekki vinna á þeim kjörum sem það getur boðið þurfi að skoða stöðuna upp á nýtt.
Icelandair Group stefnir á hlutafjárútboð í ágúst
Samningaviðræður Icelandair Group standa enn við lykilviðsemjendur, meðal annars flugvélaleigusala, vegna endurskipulagningar fyrirtækisins. Félagið hefur fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með því í gegnum ferlið. Hlutafjárútboð hefst í ágúst ef tekst að ljúka samkomulagi í júlí.
Takmarka handfarangur til að koma í veg fyrir raðir
Handfarangur sem ekki kemst undir flugsæti má ekki koma inn í farþegarými í flugvélum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að þessi regla sé fyrst og fremst sett í sóttvarnaskyni.
25.06.2020 - 08:13
Neitaði að bera grímu í flugvélinni
Kalla þurfti til lögreglu við lendingu flugvélar SAS, sem kom frá Kaupmannahöfn í morgun, en farþegi um borð þráaðist við að bera andlitsgrímu eins og farþegum er skylt að gera. Eftir tiltal lögreglu féllst hann á að setja upp grímuna.
Farþegar og áhafnir Icelandair munu bera grímur
Þeir sem munu ferðast með Icelandair frá og með 15. júní þurfa að bera andlitsgrímur. Það sama mun gilda um áhafnir flugvéla félagsins. Enginn matur verið borinn fram í vélum félagsins og þrif í þeim verða aukin.
09.06.2020 - 17:09
Ekki tímabært að ræða plan Ö
„Ég hef sannfærst um að þetta sé skynsamleg ráðstöfun. Ég tel óvissuna vera það mikla að við myndum ekki græða neitt á því að bíða og ég tel að við séum að gera þetta af jafn mikilli varúð og unnt er.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fyrirhugaða opnun landamæranna eftir viku í Kastljósi í kvölds.
08.06.2020 - 20:26
Icelandair flýgur til 11 áfangastaða
Icelandair stefnir á að fljúga til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní þegar ferðatakmörkunum verður aflétt. Áfangastaðirnir verða Kaupmannahöfn, Berlín, München, Amsterdam, Zürich, Frankfurt, París, Lundúnir, Stokkhólmur, Ósló og Boston.
Tilkynna bráðlega hvað sýnataka kostar farþega
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis um breytingu á komum fólks til landsins. Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar verði 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag.
Lágmarksdvöl í Danmörku verður sex nætur
Íslenskir ferðamenn, sem ætla til Danmerkur í sumar, verða að dvelja í landinu í að minnsta kosti sex nætur. Frá og með 15. júní fá Íslendingar, Þjóðverjar og Norðmenn að ferðast til Danmerkur, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
02.06.2020 - 11:57
Play skoðar að hefja flug í sumar
Forstjóri Play segir að félagið geti hafði áætlunarflug með nokkrurra daga eða vikna fyrirvara. Félagið hafi tryggt sér nokkrar Airbus-vélar. Til skoðunar sé að hefja áætlunarflug í sumar eða haust.
24.05.2020 - 12:29
Pólska ríkið bætir við einni flugferð frá Íslandi
Yfir tvö hundruð manns hafa skráð sig á lista fyrir flugferð á vegum pólska ríkisins frá Íslandi til Varsjár 26. maí. Flugferðin er farin til að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
23.05.2020 - 08:46
Segir viðræður við Boeing ganga ágætlega
Viðræður Icelandair við Boeing um bætur vegna kyrrsettra flugvéla ganga ágætlega, að söng Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. „Eins og ég sagði í kynningunni áðan, áður en við förum í sölu hlutafjár þá verður sú mynd skýr hvað varðar pöntunina á þessum tíu vélum sem við höfum ekki tekið við enn þá,“ sagði Bogi eftir hluthafafund flugfélagsins í dag.
22.05.2020 - 21:21
Myndskeið
Úrslitastund hjá Icelandair á föstudag
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, segir að engir góðir valkostir séu varðandi stöðu flugfélagsins og gjaldþrot sé eitthvað sem menn verði að horfast í augu við að geti raunverulega gerst. Hann segir hluthafafundinn á föstudag vera úrslitastund. „Ég held að þetta sé krítískur tími.“
19.05.2020 - 20:43
Framlengja samning um lágmarks flugsamgöngur
Íslensk stjórnvöld hafa hafa framlengt samningi við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til Evrópu og Bandaríkjanna til 27. júní. Samningurinn var gerður vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt honum verða 36 flugferðir á vegum Icelandair á tímabilinu; til Boston, Lundúna og Stokkhólms.
Myndskeið
Flugfreyjur mynda hjarta til stuðnings samninganefndar
Hópur flugfreyja hefur safnast saman fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara til að styðja við samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands sem nú situr á fundi með Icelandair hjá Ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst að nýju klukkan ellefu en honum var frestað klukkan hálf tvö í nótt eftir að hafa staðið yfir í rúmar fimm klukkustundir. Flugfreyjurnar tóku á móti Guðlaugu Líney Jóhannsdóttur, starfandi formanni flugfreyjufélagsins, með dynjandi lófataki þegar hún mætti til fundarins.
13.05.2020 - 11:09
Hlé gert á fundi Icelandair og flugfreyja
Hlé var gert á fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hjá ríkissáttasemjara laust fyrir klukkan hálf tvö í nótt. Fundurinn hafði staðið síðan klukkan átta í gærkvöld, í um fimm og hálfan tíma.
Viðtal
Segir að kjararýrnun samkvæmt tilboði sé ekki 40%
Kjararýrnunin hjá flugfreyjum er ekki 40 prósent samkvæmt tilboði Icelandair, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Boga Nils Bogasonar. Hann segir að verið sé að óska eftir breytingum á samningunum þannig að vinnuframlag verði meira og að launin verði líkari því sem gerist hjá flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við og þá eigi hann ekki við lággjaldaflugfélög.
12.05.2020 - 19:55
Viðtal
Bjóða ferðamenn velkomna með vissum takmörkunum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að aflétting ferðatakmarkana, sé mikilvægt skref, sérstaklega þar sem íslenska ríkið geri þetta á eigin forsendum.
Fyrsti hluti samningsins kostaði tæpar 60 milljónir
Fyrsti hluti samningsins sem íslenska ríkið gerði við Icelandair um flug til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum kostaði ríkið tæpar 60 milljónir króna. Ekki liggur enn fyrir hvað annar hluti samningsins kostaði, en hann rann út í gær. Sá þriðji er nú í gildi.
Endurnýjuðu samninginn og fljúga áfram til útlanda
Íslensk stjórnvöld hafa endurnýjað samning við Icelandair, sem gengur út á að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir. Síðasti samningur rann út í gær, 5. maí, en Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann hafi verið endurnýjaður og gildi nú til 16. maí. Áfram verður því flogið frá Keflavík til Stokkhólms, Lundúna og Boston.
Viðtal
Segir mikilvægt að Icelandair fái fé frá ríkinu
Staðan í ferðaþjónustunni er mjög óraunveruleg og óvissan meiri en nokkru sinni áður, segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og núverandi stjórnarformaður Heimsferða. Hann segir mikilvægt að ríkið og lífeyrissjóðir komi Icelandair til bjargar.