Færslur: Flugsamgöngur

Play skoðar að hefja flug í sumar
Forstjóri Play segir að félagið geti hafði áætlunarflug með nokkrurra daga eða vikna fyrirvara. Félagið hafi tryggt sér nokkrar Airbus-vélar. Til skoðunar sé að hefja áætlunarflug í sumar eða haust.
24.05.2020 - 12:29
Pólska ríkið bætir við einni flugferð frá Íslandi
Yfir tvö hundruð manns hafa skráð sig á lista fyrir flugferð á vegum pólska ríkisins frá Íslandi til Varsjár 26. maí. Flugferðin er farin til að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
23.05.2020 - 08:46
Segir viðræður við Boeing ganga ágætlega
Viðræður Icelandair við Boeing um bætur vegna kyrrsettra flugvéla ganga ágætlega, að söng Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. „Eins og ég sagði í kynningunni áðan, áður en við förum í sölu hlutafjár þá verður sú mynd skýr hvað varðar pöntunina á þessum tíu vélum sem við höfum ekki tekið við enn þá,“ sagði Bogi eftir hluthafafund flugfélagsins í dag.
22.05.2020 - 21:21
Myndskeið
Úrslitastund hjá Icelandair á föstudag
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, segir að engir góðir valkostir séu varðandi stöðu flugfélagsins og gjaldþrot sé eitthvað sem menn verði að horfast í augu við að geti raunverulega gerst. Hann segir hluthafafundinn á föstudag vera úrslitastund. „Ég held að þetta sé krítískur tími.“
19.05.2020 - 20:43
Framlengja samning um lágmarks flugsamgöngur
Íslensk stjórnvöld hafa hafa framlengt samningi við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til Evrópu og Bandaríkjanna til 27. júní. Samningurinn var gerður vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt honum verða 36 flugferðir á vegum Icelandair á tímabilinu; til Boston, Lundúna og Stokkhólms.
Myndskeið
Flugfreyjur mynda hjarta til stuðnings samninganefndar
Hópur flugfreyja hefur safnast saman fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara til að styðja við samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands sem nú situr á fundi með Icelandair hjá Ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst að nýju klukkan ellefu en honum var frestað klukkan hálf tvö í nótt eftir að hafa staðið yfir í rúmar fimm klukkustundir. Flugfreyjurnar tóku á móti Guðlaugu Líney Jóhannsdóttur, starfandi formanni flugfreyjufélagsins, með dynjandi lófataki þegar hún mætti til fundarins.
13.05.2020 - 11:09
Hlé gert á fundi Icelandair og flugfreyja
Hlé var gert á fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hjá ríkissáttasemjara laust fyrir klukkan hálf tvö í nótt. Fundurinn hafði staðið síðan klukkan átta í gærkvöld, í um fimm og hálfan tíma.
Viðtal
Segir að kjararýrnun samkvæmt tilboði sé ekki 40%
Kjararýrnunin hjá flugfreyjum er ekki 40 prósent samkvæmt tilboði Icelandair, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Boga Nils Bogasonar. Hann segir að verið sé að óska eftir breytingum á samningunum þannig að vinnuframlag verði meira og að launin verði líkari því sem gerist hjá flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við og þá eigi hann ekki við lággjaldaflugfélög.
12.05.2020 - 19:55
Viðtal
Bjóða ferðamenn velkomna með vissum takmörkunum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að aflétting ferðatakmarkana, sé mikilvægt skref, sérstaklega þar sem íslenska ríkið geri þetta á eigin forsendum.
Fyrsti hluti samningsins kostaði tæpar 60 milljónir
Fyrsti hluti samningsins sem íslenska ríkið gerði við Icelandair um flug til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum kostaði ríkið tæpar 60 milljónir króna. Ekki liggur enn fyrir hvað annar hluti samningsins kostaði, en hann rann út í gær. Sá þriðji er nú í gildi.
Endurnýjuðu samninginn og fljúga áfram til útlanda
Íslensk stjórnvöld hafa endurnýjað samning við Icelandair, sem gengur út á að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir. Síðasti samningur rann út í gær, 5. maí, en Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann hafi verið endurnýjaður og gildi nú til 16. maí. Áfram verður því flogið frá Keflavík til Stokkhólms, Lundúna og Boston.
Viðtal
Segir mikilvægt að Icelandair fái fé frá ríkinu
Staðan í ferðaþjónustunni er mjög óraunveruleg og óvissan meiri en nokkru sinni áður, segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og núverandi stjórnarformaður Heimsferða. Hann segir mikilvægt að ríkið og lífeyrissjóðir komi Icelandair til bjargar.
Millilandaflug í óvissu en innanlandsflugið aukið
Alls óvíst er hvað tekur við í millilandaflugi Icelandair eftir 5. maí, þegar samningur félagsins við íslenska ríkið rennur út. Hins vegar er stefnt að því að fjölga flugferðum innanlands eftir 5. maí.
Viðtal
„Óhjákvæmilegt að það verði mikið um uppsagnir“
Forstjóri Icelandair segir að félagið þurfi að grípa til sársaukafullra aðgerða um næstu mánaðamót til að bregðast við tekjuhruni vegna kórónuveirufaraldursins. Niðurskurðinn sé sá umfangsmesti sem félagið hafi þurft að ráðast í. Hann vonast til að geta ráðið sem flesta að nýju þegar markaðurinn tekur við sér, en gerir þó ekki ráð fyrir miklu áætlunarflugi í sumar.
60 Íslendingar hafa ekki fundið far heim
Um sextíu Íslendingar víða um heim eiga í erfiðleikum með að komast heim til Íslands, vegna ferðatakmarkana sem gripið hefur verið til vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að búið sé að leysa úr fjölda mála. Þau flóknustu séu eftir.
18.04.2020 - 12:29
Kanna áhuga Íslendinga á flugferðum frá Spáni
Ferðaskrifstofan Air Atlanctic kannar hvort Íslendingar á Spáni hafi hug á því að kaupa flugmiða frá Mallorca, Tenerife, Gran Canaria og Malaga á Spáni til Stokkhólms í Svíþjóð 22. til 26. apríl. Í tilkynningu á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins segir að flugferðirnar séu háðar því að það verði nógu margir farþegar.
18.04.2020 - 08:22
Icelandair Group skipuleggur hlutafjárútboð
Icelandair Group áætlar að hefja hlutafjárútboð á næstunni til að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu og samkeppnishæfni til lengri tíma litið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Útboðið er háð því að viðræður við stéttarfélög skili árangri og að það verði samþykkt á hluthafafundi. Viðræður standa yfir við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja.
17.04.2020 - 09:20
„Við erum ekki einu sinni með 25% vinnu“
„Það er náttúrulega bara allt stopp,“ segir Breki Logason, framkvæmdastjóri og einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Your Day Tours. Búið er að taka alla bíla fyrirtækisins af númerum og ekki er gert ráð fyrir neinum viðskiptum að ráði fyrr en eftir ár. Breki segir að þótt fyrirtækið sé komið í eins konar híði, sé starfsfólk samt sem áður í 25% starfshlutfalli.
„Við sjáum ekki fyrir endann á ferðatakmörkunum“
Íslendingar munu búa við einhverjar ferðatakmarkanir til og frá landinu fram eftir þessu ári. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að ekki sé enn hægt að meta hver áhrifin af kórónuveirufaraldrinum verði á efnahagslífið hér á landi. Mikilvægt sé að aflétta ekki samkomuhöftum of hratt.
Fækkun flugferða tefur sýnaflutning
Dæmi eru um að fólk út á landi hafi þurft að bíða á þriðja dag eftir niðurstöðum úr sýnatökum. Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi eystra hefur þurft að leggja mikla vinnu í að tryggja að sýni komist suður til rannsókna eftir að flugferðum var fækkað.
14.04.2020 - 12:29
Flogið frá Íslandi til Póllands á vegum pólska ríkisins
Flogið var með farþega á milli Íslands og Varsjár í Póllandi í dag og í gær á vegum pólska ríkisins. Það var pólska flugfélagið LOT sem sá um farþegaflutningana. Samkvæmt upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu voru flugferðirnar farnar til að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur nær allt áætlunarflug verið fellt niður og er ekkert áætlunarflug til Póllands.
02.04.2020 - 17:59
Viðtal
Fagnar því að ráðherra hafi hlustað á óskir Akureyringa
Viðbygging við flugstöðina á Akureyrarflugvelli og stækkun á flughlaði er meðal framkvæmda sem ríkisstjórnin leggur til að farið verði í strax. Bæjarstjórinn á Akureyri fagnar því að ráðherra hafi hlustað á óskir sveitarfélagsins.
25.03.2020 - 23:22
Ráðast í viðamiklar framkvæmdir á flugvöllum
Stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri, flughlað á Akureyrarflugvelli og akbraut á Egilsstaðaflugvelli eru á meðal samgönguframkvæmda í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar um helgina.  Af 20 milljarða króna fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar nema fjárfestingar í samgönguframkvæmdum sex milljörðum króna.
Fljúga til fjögurra áfangastaða - gengi bréfa hækkar
Icelandair flýgur til fjögurra áfangastaða í dag; til Lundúna, Boston, Amsterdam og Toronto. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að þetta sé 15% af upprunalegri flugáætlun félagsins. Ekki fæst gefið upp hver sætanýtingin er í þessum flugferðum. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 5,5% í Kauphöllinni í dag.
„Við ætlum okkur að koma okkur í gegnum þetta“
Uppsagnir sem tilkynnt var um hjá Icelandair í morgun eru sársaukafullar en nauðsynlegar aðgerðir. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins. Hann segir að með þessum aðgerðum sé launakostnaður lækkaður verulega, sem skipti gríðarlegu máli fyrir rekstur félagsins. Félagið ætlar að nýta sér einhverjar þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti um helgina, segir Bogi. Flugferðir núna eru um 14% af því sem áætlað var.