Færslur: Flugrekstur

Stóraukin umferð einkaþotna af stærri gerðinni
Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum. 
Flugfélagið Play byrjað að selja farmiða
Flugfélagið Play hóf sölu farmiða snemma í morgun og hefur salan farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Fyrsta áætlun félagsins gildir út apríl 2022 en þegar hefur verið skipulagt flug til sjö áfangastaða.
Play ekkert að vanbúnaði að hefja sig til flugs
„Þetta er risaáfangi og starfsfólk Play hefur unnið í mjög langan tíma að þessu markmiði,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play. Samgöngustofa hefur afgreitt flugrekstrarleyfi flugfélagsins Play og félagið hefur fengið fyrstu flugvélina afhenta í Houston í Bandaríkjunum. Henni verður svo flogið til landsins þegar búið að er að mála hana í einkennislitum Play.
16.05.2021 - 12:38
Bjartsýni ríkir þrátt fyrir samdrátt á fyrsta fjórðungi
Bjartsýni ríkir í herbúðum Icelandair Group þrátt fyrir að heildartekjur félagsins hafi lækkað um 73% á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt fyrsta ársfjórðungsuppgjöri árs. Tekjurnar námu 7,3 milljörðum króna eða 57,4 milljónum bandaríkjadala. Tap var því 3,9 milljarðar króna en var 30,8 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. 
Sögu hótelreksturs Icelandair í þann mund að ljúka
Icelandair Group hefur samið við malasíska félagið Berjaya um kaup á fjórðungseign sinni í hótelfélaginu Icelandair Hotels. Berjaya, sem er í eigu kaupsýslumannsins Vincent Tan, eignaðist 75% hlut í félaginu í júlí árið 2019.
Myndskeið
Heilsugæslan gerði allt til að fólk kæmist úr landi
Heilsugæslan setti hreinlega í fluggírinn um helgina þegar það verkefni að taka sýni úr um 600 Danmerkurförum rataði inn á borð til hennar. Nýjar sóttvarnareglur hafa nú tekið gildi í Danmörku sem kveða á um að þangað komi enginn nema með vottorð um að vera ekki með Covid-19. Flugsamgöngur við umheiminn eru í lágmarki. 
Sextíu prósenta tekjusamdráttur í flugrekstri
Tekjur af flugrekstri í heiminum dragast saman um sextíu af hundraði á þessu ári vegna COVID-19 farsóttarinnar, að því er IATA, Alþjóðasamband flugfélaga, greindi frá í dag. Þar segir að heimsfaraldurinn framtíð atvinnugreinarinnar. Árið 2020 eigi að öllum líkindum eftir að verða hið versta frá því að flugsamgöngur hófust.
24.11.2020 - 14:27
Áformum um stuðning við KLM skotið á frest
Hollensk stjórnvöld hafa skotið á frest ráðagerðum sínum að hlaupa undir bagga með flugfélaginu KLM með milljarða evra innspýtingu.
31.10.2020 - 19:41
Spegillinn
Norwegian nálægt gjaldþroti
Norska flugfélagið Norwegian er enn á ný nær gjaldþrota og peningar sem ríkið lagði til í vor á þrotum. Því er unnið að björgun félagsins fyrir veturinn. Helst eru bundnar vonir við að norska ríkið kaupi hlut í félaginu.
23.09.2020 - 17:00
„Félagið þarf að sýna að það geti breytt sér“
Næsta ár verður prófsteinn á getu Icelandair. Þetta segir sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. Félagið hafi haft orð á sér fyrir að vera svolítið svifaseint en af nýjum afkomutölum sé ljóst að nú þurfi að hlaupa hratt. 
31.07.2018 - 22:31