Færslur: Flugmálafélag Íslands

Borgarstjóri krefur ráðherra um nýjan flugvöll án tafar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra bréf þar sem hann krefst án tafar að fundinn verði nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í stað Reykjavíkurflugvallar. Borgarstjóri segir að framkvæmdirnar kæmu sér vel vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Forseti Flugmálafélags Íslands segir borgina vinna á móti flugstarfsemi.
Allt sem getur flogið er á flugi yfir Hellu
Allt sem flýgur er flughátíð sem Flugmálafélag Íslands heldur nú á Hellu. Þar er ýmislegt í boði fyrir flugáhugafólk; tugir flugvéla eru á svæðinu og von er á fleirum, meðal annars danskri björgunarþyrlu og bandarískri kafbátaleitarvél. Fjöldi fólks er á svæðinu og dróni fylgist með að allt fari vel fram og að sóttvarnarreglur séu virtar.
11.07.2020 - 13:30