Færslur: Flugmál

Tafir og ringulreið á flugvöllum
Miklar tafir og ringulreið eru á mörgum flugvöllum í Evrópu, einna mestar á Bretlandseyjum. Meira en 150 áætlaðar flugferðir frá breskum flugvöllum voru felldar niður í gær. Svo virðist sem flugfélög og flugvellir hafi á engan hátt verið nægilega vel búin undir fjölgun farþega. Margir farþegar hafa lent í miklum hremmingum og margar hryllingssögur hafa verið sagðar í fjölmiðlum af vandræðum ferðafólks sem kemst hvorki lönd né strönd,
Lent heilu og höldnu eftir að hafa misst afl á hreyfli
Þyrlur og björgunarskip voru kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna einkaflugvélar sem missti afl á öðrum hreyfli vélarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um var að ræða tvær þyrlur gæslunnar auk áhafna björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Grindavík og Sandgerði.
13.05.2022 - 15:48
Viðtal
Styttist í að nýtt flugfélag taki á loft
Framkvæmdarstjóri Niceair á Akureyri reiknar með að leitað verði til fjárfesta um aukið fjármagn inn í reksturinn á næstunni. Viðræður við stéttarfélög um kjör starfsmanna eru í gangi en vélar nýja flugfélagsins taka á loft 2. júní.
20.04.2022 - 11:20
Fjölda flugferða hefur verið aflýst
Þremur flugferðum frá Keflavíkurflugvelli og fjórum ferðum til vallarins hefur verið aflýst í kvöld.
21.02.2022 - 17:14
Icelandair flýgur frá Bandaríkjunum til Kúbu
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt beiðni Icelandair um 170 ferðir á milli kúbversku höfuðborgarinnar Havana og bandarísku borganna Miamo, Orlando og Houston. Bandarískir miðlar greindu frá þessu í dag.
18.01.2022 - 17:36
Atlanta tekur sjö nýjar flutningavélar í notkun
Eftirspurn eftir fraktflugi hefur aukist mjög samhliða samdrætti í farþegaflugi. Flugfélagið Atlanta bætir á næstu mánuðum sjö nýjum Boeing og Airbus flutningaþotum í flota sinn en þegar hefur það á níu þotum að skipa.
„Viljum fá að vera með í þessari heildaruppbyggingu"
Verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir að breytingar sem gerðar hafa verið á markaðssetningu Akureyrarflugvallar séu úr takti við yfirlýsingar stjórnvalda um að efla millilandaflug á landsbyggðinni. Hann óttast að tækifærum eigi eftir að fækka.
17.05.2021 - 16:10
Boeing greiðir 2,5 milljarða dala í sektir og bætur
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fallist á að greiða ríflega 2,5 milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur 316 milljörðum íslenskra króna, í bætur og sektir fyrir að hafa leynt upplýsingum um ástand 737 MAX flugvélanna eftir tvö mannskæð flugslys.
08.01.2021 - 06:22
Bogi segir óraunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð. Það hafi verið reynt tvisvar áður en slíkur rekstur sjáist aðeins á stórum alþjóðaflugvöllum.
Mikill samdráttur í farþegaflugi til Færeyja
Samdráttur í ferðum um alþjóðaflugvöllinn í Vogum í Færeyjum er ríflega 57 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2020. Ferðamannaiðnaður í eyjunum hefur orðið fyrir þungu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins.
05.12.2020 - 01:48
Styttist í fyrsta farþegaflug með Boeing 737 MAX
Boeing 737 MAX þoturnar færast nær því að verða teknar í almenna notkun. Blaðamönnum var fyrr í dag boðið í fimmtíu mínútna tilraunaflug með slíkri frá Dallas í Texas til Tulsa í Oklahóma. Þotan var frá American Airlines og lenti í ókyrrð í fluginu að sögn fréttamanns AFP fréttastofunnar.
03.12.2020 - 00:38
Boeing 737 MAX fær ekki flugleyfi í Kína
Kínversk flugmálayfirvöld eru ekki tilbúin að heimila farþegaflug með Boeing 737 MAX þotum. Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna heimilaði notkun flugvélanna að nýju fyrr í vikunni, tuttugu mánuðum eftir að þær voru kyrrsettar eftir tvö flugslys.
20.11.2020 - 06:08
Erlent · Kína · Bandaríkin · Boeing · 737 Max · Flugmál · flugslys · Flugöryggi
Hafa áhyggjur af flugi til og frá Húsavík
Sveitarstjórinn í Norðurþingi telur að framtíðarskipan flugs til og frá Húsavík sé í óvissu. Flugfélagið Ernir hefur flogið til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals, Gjögurs og Húsavíkur en í sumar voru allar flugleiðirnar boðnar út nema leiðin til Húsavíkur.
09.10.2020 - 12:49
Borgarstjóri krefur ráðherra um nýjan flugvöll án tafar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra bréf þar sem hann krefst án tafar að fundinn verði nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í stað Reykjavíkurflugvallar. Borgarstjóri segir að framkvæmdirnar kæmu sér vel vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Forseti Flugmálafélags Íslands segir borgina vinna á móti flugstarfsemi.
Fjárhagsleg endurskipulagning háð hlutafjárútboði
Allir angar fjárhagslegrar endurskipulagningar Icelandair eru háðir því að hlutafjárútboð sem stefnt er að í ágúst gangi vel.
04.08.2020 - 06:19
Ekki afturkallaðar fyrr en eftir atkvæðagreiðslu
Enn liggur ekki fyrir hvort uppsagnir þeirra flugfreyja Icelandair, sem eiga að taka gildi um næstu mánaðamót, verða afturkallaðar. Rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands fyrir hönd flugfreyja hjá Icelandair lýkur á hádegi á morgun. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður félagsins segist fullviss um að Icelandair muni ekki taka ákvörðun um uppsagnirnar fyrr en niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir.
Óvíst um endurráðningar flugfreyja
Uppsagnarfrestur um 90% þeirra 900 flugfreyja Icelandair sem sagt var upp í lok apríl rennur út núna um mánaðamótin. Ekki liggur fyrir hvort eða hversu margar uppsagnir verða dregnar til baka. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að það liggi í augum uppi að draga þurfi hluta uppsagnanna til baka.
Myndskeið
Samningur mikilvægur til að halda Icelandair gangandi
Áríðandi er að vera með samning við flugfreyjur Icelandair. Þetta segir Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningur við Flugfreyjufélag Íslands var undirritaður í nótt.
19.07.2020 - 03:51
Myndskeið
Keflavíkurflugvöllur er að vakna til lífsins
Keflavíkurflugvöllur er smám saman að vakna til lífsins eftir því sem fleiri lönd slaka á ferðatakmörkunum. Komur í dag voru 17 og brottfarir 18 en til samanburðar voru komur og brottfarir átta um miðjan júní. Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Associates segist vonast til að einhver þeirra félaga sem hætt eru að fljúga til landsins hefji flug hingað aftur. Hann segir að gerður hafi verið samningur við Play-Air og vonir standi til að félagið hefji flug sem fyrst.
Allt sem getur flogið er á flugi yfir Hellu
Allt sem flýgur er flughátíð sem Flugmálafélag Íslands heldur nú á Hellu. Þar er ýmislegt í boði fyrir flugáhugafólk; tugir flugvéla eru á svæðinu og von er á fleirum, meðal annars danskri björgunarþyrlu og bandarískri kafbátaleitarvél. Fjöldi fólks er á svæðinu og dróni fylgist með að allt fari vel fram og að sóttvarnarreglur séu virtar.
11.07.2020 - 13:30

Mest lesið