Færslur: Flugiðnaður

Bjarni: Skýrir almannahagsmunir í húfi
Hart var tekist á um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tekið var til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Umræðan, sem lauk nú á áttunda tímanum, stóð yfir í rúma fimm klukkustundir.
Myndskeið
Segir ekkert mega út af bera hjá Icelandair
Samningar við kröfuhafa Icelandair lækka skuldbindingar félagsins um 61 milljarð króna. Stór hluti þeirra samninga er hins vegar háður því að takist að afla nýs hlutafjár. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningafyrirtækinu Jakobsson Capital, segir ekkert mega út af bera hjá flugfélaginu.
Gera ráð fyrir nánu samtali við lífeyrissjóðina
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir enn stefnt að því að ljúka 29 milljarða hlutafjárútboð í þessum mánuði með mikilli aðkomu lífeyrissjóða og upplýsingar verði sendar til hluthafa á næstu dögum.
Fjárhagslegri endurskipulagningu ekki lokið
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair er enn í gangi. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
Losun íslenskra flugfélaga minnkaði milli 2018 og 2019
Raunlosun íslenskra flugrekenda dróst saman um 37,6 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Þetta kemur fram í uppgjöri íslenskra þátttakenda í viðskiptakerfi ESB.
29.06.2020 - 16:17
Telur að fresta þurfi framkvæmdum á vellinum
Það er ekki farið í jafn stórar niðurskurðaraðgerðir og uppsagnir og WOW air gerði í dag, nema fólk sjái til lands. Þetta segir ferðamálastjóri. Hann hefur ekki áhyggjur af fækkun ferðamanna en telur líklegt að fresta þurfi framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli.
13.12.2018 - 21:55
Niðurskurðurinn „hænuskref fram á við“
Óvissa ríkir um áhrif tíðinda dagsins á ferðaþjónustuna. Hagfræðingar telja ólíklegt að ferðamönnum fækki mikið og vilja ekki draga upp mjög neikvæðar sviðsmyndir. Það gæti þó orðið samdráttur í ferðaþjónustu.
13.12.2018 - 19:22
Bera fullt traust til forstjórans
Forsvarsmenn stéttarfélaga flugmanna og flugfreyja félagsins treysta forstjóra þess og sjá enga ástæðu til að efast um að félagið verði áfram íslenskt. Flugvirkjar vona það besta.
02.12.2018 - 19:55
Mikilvægast að Wow fljúgi áfram til landsins
Eins og staðan er skiptir mestu máli að WOW verði áfram í öflugum rekstri. Þetta segir samgönguráðherra. Síðar komi í ljós hvort WOW verði áfram með heimahöfn hér eða íslenska áhöfn. Eftirlit með félaginu hafi verið náið. 
02.12.2018 - 13:42
Fullyrðir að félagið verði áfram íslenskt
Líklegt er að breytingar verði á rekstri WOW Air, fjárfesti Indigo Partners í félaginu. Þetta er mat Kristjáns Sigurjónssonar greinanda í ferðaiðnaðinum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow fullyrðir að félagið verði áfram íslenskt. 
01.12.2018 - 18:30
Viðræður við Indigo „eyði óvissunni í bili“
Fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem á í viðræðum við Wow air, hefur fjárfest í lággjaldaflugfélögum víða um heim. Stjórnandi hans hefur verið kallaður faðir lággjaldalíkansins. Hagfræðingur segir ákveðinni óvissu hafi verið eytt í bili, markaðurinn hafi tekið tíðindunum vel. Forstjóri Airport associates vonast til þess að uppsagnir gærdagsins verði dregnar til baka.
30.11.2018 - 18:30