Færslur: Flugfreyjufélag Íslands

Flugfreyjur funda með sáttasemjara í dag
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, gerir ráð fyrir að samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair muni nýta þær tvær klukkustundir sem ætlaðar eru fyrir fyrsta samningafund dagsins.
Misjöfn túlkun á felldum kjarasamningi flugfreyja
Forstjóri Icelandair segir félagið ekki geta komið frekar til móts við kröfur Flugfreyjufélags Íslands, eftir að félagsmenn felldu nýjan kjarasamning. Formaður félagsins segir að þeirra kröfur hafi fyrir löngu verið komnar út af samningaborðinu.
Allir möguleikar skoðaðir
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir þá stöðu sem komin er upp eftir að félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands felldu kjarasamning félagsins ekki góða. Nú þurfi að skoða alla möguleika, félagið hafi teygt sig eins langt og hægt sé og vilji starfsfólkið ekki vinna á þeim kjörum sem það getur boðið þurfi að skoða stöðuna upp á nýtt.
Niðurstaða hjá flugfreyjum liggur fyrir í dag
Atkvæðagreiðsla félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands um nýjan kjarasamning við Icelandair lauk nú klukkan tólf og búist er við að niðurstöður liggi fyrir á milli klukkan eitt og tvö í dag.
Vinnuframlag flugfreyja eykst með nýjum kjarasamningi
Vinnuframlag flugfreyja eykst samkvæmt í nýjum kjarasamningi flugfreyja og Icelandair sem skrifað var undir í nótt,segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Tekist hafi að samræma markmið beggja aðila. Í yfirlýsingu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að komið sé á móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasi við fyrirtækinu.
25.06.2020 - 09:05
Samningur flugfreyja og Icelandair í höfn
Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafa skrifað undir nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025.
25.06.2020 - 04:08
Viðtal
Ágreiningsefnum hefur fækkað í deilu FFÍ og Icelandair
Samninganefndir flugfreyja og Icelandair sátu við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti í nótt og héldu áfram núna í hádeginu. Á mánudaginn hefst hlutafjárútboð í Icelandair og fyrir þann tíma höfðu stjórnendur félagsins einsett sér að ljúka samningum við stjórnvöld og stéttarfélög. Ríkissáttasemjari segir að leyst hafi verið úr mörgum ágreiningsefnum á löngum fundi í gær.
Samningafundi flugfreyja og Icelandair lokið
Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair slitu samningafundi sínum rétt fyrir klukkan tvö. Samninganefndirnar höfðu þá rætt saman frá því klukkan hálftíu í gærmorgun.
24.06.2020 - 02:42
Dagleg fundahöld hjá flugfreyjum og Icelandair
Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk klukkan fimm síðdegis og hafði þá staðið frá klukkan hálf níu í morgun. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan hálf níu í fyrramálið. Í millitíðinni ætla samninganefndirnar að vinna að ákveðnum atriðum hvor í sínu lagi. Samninganefndirnar ræddu einnig saman allan föstudaginn.
22.06.2020 - 17:25
Flugfreyjur funda aftur á mánudag
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funduðu í dag hjá ríkissáttasemjara til klukkan 19:30. Fundarhöld skiluðu ekki niðurstöðu og verður næsti fundur haldinn á mánudaginn.
19.06.2020 - 20:47
Icelandair sagt íhuga að ráða flugfreyjur utan FFÍ
Samningafundur flugfreyja og Icelandair hófst klukkan hálf níu hjá ríkissáttasemjara, en fundi sem áætlað var að halda í gær var frestað. Icelandair íhugar að ráða flugfreyjur sem standa fyrir utan Flugfreyjufélag Íslands, ef ekki nást samningar við stéttarfélagið.
Fundi frestað í kjaradeilu flugfreyja
Enginn fundur var hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem boðaður var klukkan 17 í dag. Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu.
19.05.2020 - 17:22
Fundi Icelandair og flugfreyja lokið
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk núna um eitt leytið. Nýr fundur hefst klukkan fimm á morgun, að sögn Aðalsteins Leifssonar Ríkissáttasemjara. Fundur stóð í um ellefu tíma, frá því klukkan tvö í dag. 
19.05.2020 - 01:26
Ákveða um framhald kjaraviðræðna í dag
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk að verða eitt í gærkvöld eftir fjórtán tíma fundadag. Samkvæmt Aðalsteini Leifssyni, ríkissáttasemjara, verður staðan metin í dag og ákvörðun tekin þá um framhaldið.
18.05.2020 - 06:42
Vinnufundum flugfreyja og Icelandair lokið
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú rétt fyrir eitt. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Aðalsteinn Leifsson, Ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að staðan verði metin á morgun og framhaldið þá ákveðið.
18.05.2020 - 01:12
Viðtal
Segir framgöngu Boga lítilsvirðingu við samninganefnd
Alþýðusambandið kom athugasemdum á framfæri við ríkissáttasemjara og Samtök atvinnulífsins í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, setti sig milliliðalaust í samband við félaga í Flugfreyjufélagi Íslands eftir að samninganefnd hafnaði tilboði Icelandair. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir þetta lítilsvirðingu við samninganefnd, stjórn félagsmenn og félagsmenn.
14.05.2020 - 15:48
Hlé gert á fundi Icelandair og flugfreyja
Hlé var gert á fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hjá ríkissáttasemjara laust fyrir klukkan hálf tvö í nótt. Fundurinn hafði staðið síðan klukkan átta í gærkvöld, í um fimm og hálfan tíma.
Flugfreyjur telja tilboð fela í sér 40% kjaraskerðingu
Stjórnendur Icelandair hafa gert Flugfreyjufélagi Íslands tilboð sem felur í sér allt að 40 prósenta kjaraskerðingu, að mati Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins.
11.05.2020 - 19:59
Fréttaskýring
„Vanir því að fá vandamál í andlitið á 80% hljóðhraða“
Flugmenn hjá Icelandair bjóðast til að taka á sig tuttugu og fimm prósenta skerðingu á launum og réttindum til þess að hjálpa félaginu í gegnum efnahagsþrengingar. Forstjórinn segir í bréfi til starfsfólks að það sé helsta hindrunin fyrir því að bjarga Icelandair. Flugfreyjur reiddust við bréfið og ætla ekki að taka á sig launalækkun. Flugvirkjar sömdu í dag.
Viðtal
Brugðið við bréf forstjóra Icelandair
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að flugfreyjum sé brugðið við orðsendingu forstjóra Icelandair þar sem kemur fram að sjálft starfsfólkið sé helsta hindrunin í veginum þegar kemur að því að bjarga félaginu. Formaður félags flugfreyja segir að tilboð um launalækkun og varanlega skerðingum á réttindum sé óviðunandi. Aðspurð segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, að það sé grafalvarleg að leggja ábyrgðina á herðar starfsfólkinu.
  •