Færslur: Flugfélög

Verkfall hefur áhrif á 134 þúsund farþega Lufthansa
Verkfall er hafið hjá 20 þúsund starfsmönnum þýska flugfélagsins Lufthansa sem standa á í ríflega sólarhring. Verkfallið hefur áhrif á ferðalög 134 þúsund flugfarþega en yfir þúsund flugferðum hefur verið aflýst.
Halda viðræðum áfram á morgun
Samningar náðust ekki í kjaraviðræðum flugmanna SAS sem hófust á ný eftir nokkurra daga hlé í Stokkhólmi í morgun. Viðræðum verður haldið áfram á morgun.
13.07.2022 - 20:50
Flugmenn SAS leggja niður störf
Um níu hundruð danskir, sænskir og norskir flugmenn hjá flugfélaginu SAS leggja niður störf í dag eftir að samningaviðræður þeirra við flugfélagið fóru út um þúfur.
04.07.2022 - 11:21
Yfirvofandi verkföll gætu raskað flugi í Evrópu í sumar
Mikið hefur verið um tafir á alþjóðaflugvöllum undanfarið og þúsundir orðið strandaglópar vegna aflýstra flugferða. Starfsfólk fimm stórra flugfélaga í Evrópu hyggst leggja niður störf í sumar, ef því tekst ekki að semja við félögin um kjör sín.
01.07.2022 - 02:59
Lufthansa aflýsir þúsundum flugferða
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst yfir 3.000 fyrirhuguðum flugferðum það sem eftir lifir sumars. Jafnframt er talið að lággjaldaflugfélagið Eurowings, dótturfélag Lufthansa, þurfi að grípa til svipaðra aðgerða. Fleiri alþjóðleg flugfélög hafa þurft að aflýsa þúsundum flugferða í sumar, einkum vegna manneklu.
26.06.2022 - 01:28
Vél Niceair fyllir í skarðið hjá Play
Flugvél merkt Niceair á Akureyri leysti af flugvél Play í flugi til Gautaborgar í gærkvöldi. Vélin fyllir aftur í skarðið hjá Play í dag. 
14.06.2022 - 13:32
Eingöngu konur við stjórnvöl sádíarabískrar farþegaþotu
Fyrsta flugferð sádíarabísks flugfélags þar sem eingöngu konur eru við stjórnvölinn er að baki. Yfirvöld greindu frá þessu í dag og sögðu ferðina merkan áfanga til valdeflingar kvenna í konungdæminu sem þekkt er fyrir íhaldssemi.
22.05.2022 - 01:10
5,7 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll á árinu
Í nýrri farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir.
11.05.2022 - 12:10
Bjartsýnistónn í voldugum evrópskum flugrekendum
Heldur rofaði til í rekstri fransk-hollenska flugfélagsins AirFrance-KLM á fyrsta fjórðungi ársins. Enn er tap af rekstrinum en aðeins þriðjungur af því sem var fyrir ári. Sama er uppi á teningnum hjá hinu þýska Lufthansa.
Hyggjast hefja beint flug frá Sydney til London 2025
Ástralska flugfélagið Qantas gerir ráð fyrir að unnt verði að fljúga beint frá Sydney til London og New York eigi síðar en undir árslok 2025. Það yrði í fyrsta sinn í sögunni að félagið flygi slíkar vegalengdir án millilendingar.
160 manns ráðnir til Play frá áramótum
Flugfélagið Play bætir tveimur flugvélum í flugflota sinn á næstu mánuðum og verða þær þá sex talsins. Samhliða fjölgun véla hefur félagið ráðið 160 starfsmenn frá áramótum. Þetta segir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play.
07.04.2022 - 10:26
Flugfélög staðfesta ferðabann afganskra kvenna
Talibanastjórnin í Afganistan hefur bannað þarlendum konum að ferðast með flugvélum nema í fylgd með karlkyns ættingja. Það staðfesta bréf til helstu flugfélaga landsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar fyrirskipunar um lokun stúlknaskóla í landinu.
Birgir bjartsýnn þrátt fyrir hátt í 3 milljarða tap
Það eru strembnir tímar fram undan í flugrekstri. Faraldurinn hefur sett sitt mark á ferðalög fólks og nú hefur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu víðtæk áhrif og kostnaður eykst með hækkandi olíuverði. Play tapaði tæpum þremur milljörðum króna í fyrra og afkoma félagsins var helmingi verri en lagt var upp með í kynningu á hlutafjárútboði í júní í fyrra. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segist þó bjartsýnn því bókanir hrannist nú inn og farþegahópurinn stækkar.
17.03.2022 - 13:22
Vilja draga úr hömlum í flugi og á flugvöllum
Flugfélög og rekstraraðilar flugvalla í Evrópu fara fram á að látið verði af öllum sóttvarnartakmörkunum í innanlandsflugi. Flest lönd álfunnar hafa slakað á kröfum um að fólk sýni fram á bólusetningu eða beri grímur.
Úkraínudeilan
Úkraínuforseti: „Óttinn er versti óvinurinn“
Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu hvetur landsmenn til að halda ró sinni. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að engum ætti að koma á óvart þótt Rússar sviðsettu atburðarás til þess að réttlæta innrás í Úkraínu. Blinken ræddi við rússneskan kollega sinn Sergei Lavrov í gær, laugardag.
Gyllingin hverfur af þotum Icelandair
Gyllti liturinn sem verið hefur ráðandi í öllu markaðsefni Icelandair frá árinu 2006 ásamt bláum og hvítum hverfur í byrjun næsta árs. Þess í stað verður lögð áhersla á fjölbreytt litaval sem sótt er í íslenska náttúru.
United heimilt að senda óbólusetta í ólaunað leyfi
Dómari í Texasríki í Bandaríkjunum telur réttlætlanlegt að flugfélagið United Airlines skyldi það starfsfólk í ólaunað leyfi sem ekki þiggur bólusetningu af trúarlegum eða heilsufarsástæðum.
Takmarkanir á landamærum líkt því að veiða ekki kvótann
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það efnahagslega skynsamlegt að takmarkanir fyrir bólusetta ferðamenn séu ekki harðari hér á landi en í samkeppnislöndunum.
Ekki lengur grímuskylda í þotum færeyska flugfélagsins
Farþegum færeyska flugfélagsins Atlantic Airways verður ekki gert skylt að bera grímur um borð í þotum félagsins frá 1. nóvember næstkomandi. Ekki er lengur skylt að bera grímu á alþjóðaflugvellinum í Færeyjum.
Landamærareglur hertar á Nýja Sjálandi
Hertar landamærareglur voru tilkynntar á Nýja Sjálandi í morgun. Allir ferðalangar, 17 ára og eldri, búsettir utan Nýja Sjálands skulu vera fullbólusettir ætli þeir sér að heimsækja landið.
Forstjóri segir réttlætanlegt að segja óbólusettum upp
Scott Kirby forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines segir fullkomlega réttlætanlegt að segja því starfsfólki upp störfum sem hafnar bólusetningum við COVID-19. Á sjö vikum er nánast allt starfsfólk fyrirtækisins bólusett.
Play sækir um heimild til Bandaríkjaflugs
Flugfélagið Play skilaði fyrir helgi umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til að hefja farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir umsóknina flókið verkefni en stefnt sé að því að hefja sölu á miðum á þessu ári.
23.08.2021 - 14:54
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Ringulreið í Kabúl en þúsundir leita leiða til að flýja
Erlend ríki keppast nú við að koma borgurum sínum brott frá Afganistan. Ringulreið ríkir á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins halda neyðarfund um stöðuna í Afganistan í dag.
Myndskeið
Skoða handahófskennda athugun á vottorðum í Leifsstöð
Til skoðunar er að taka upp handahófskennda athugun á bólusetningarvottorðum erlendra ferðamanna í Leifsstöð. Ferðamálaráðherra og forstjóri Icelandair segja ástandið í komusal Leifsstöðvar óboðlegt.