Færslur: Flugfélagið Play

Vél Niceair fyllir í skarðið hjá Play
Flugvél merkt Niceair á Akureyri leysti af flugvél Play í flugi til Gautaborgar í gærkvöldi. Vélin fyllir aftur í skarðið hjá Play í dag. 
14.06.2022 - 13:32
Hundrað þúsund flugu með Play
Rétt rúmlega hundrað þúsund farðegar flugu með flugfélaginu Play á fyrsta hálfa ári félagsins í rekstri. Þetta segir í tilkynningu frá Play en alls voru farþegarnir 101.053 talsins og flugferðirnar rúmlega þúsund.
07.01.2022 - 15:19
Lögðust gegn inngöngu Íslenska flugstéttafélagsins
Íslenska flugstéttafélaginu hefur verið neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið vegna galla á kjarasamningi félagsins við starfsmenn flugfélagsins Play. Fulltrúar þriggja íslenskra stéttarfélaga í fluggeiranum lögðust gegn inngöngunni.
ASÍ hafi sent tölvupóst eftir ákall frá starfsfólki
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ásakanir Birgis Jónssonar, forstjóra Play um að ASÍ standi í „skotgrafahernaði“ og óski eftir hryllingssögum starfsmanna vera alvarlegar og ósannar. „Inntakið í bréfinu sem við sendum flugliðum Play var að við buðum fram aðstoð okkar vegna þess að við höfðum fengið nafnlausar ábendingar. Við vildum koma því á framfæri að það væri hægt að tala við okkur í trúnaði og að við værum til þjónustu reiðubúin,“ segir Drífa.
Segir ASÍ hafa beðið starfsfólk Play um hryllingssögur
Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, vísar allri gagnrýni Alþýðusambands Íslands um kjör starfsfólks félagsins á bug. Hann segir ASÍ hafi að fyrra bragði sent starfsmönnum Play tölvupósta þar sem óskað var eftir „hryllingssögum“. ASÍ hefur gagnrýnt launakjör starfsfólks auk þess að Play hafi ekki samið við Flugfreyjufélag Íslands, heldur séu allir starfsmenn í Íslenska flugstéttarfélaginu sem sambandið skilgreini sem „gult stéttarfélag“.
Engir afarkostir fyrir starfsfólk Play
Ekki er verið að setja starfsfólki flugfélagsins Play neina afarkosti segir Birgir Jónsson forstjóri félagsins.
24.08.2021 - 09:17
Verða að framvísa neikvæðu covid-prófi við innritun
Flugfélagið PLAY hefur tilkynnt að farþegar sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt covid-próf við innritun fá ekki að fljúga með flugfélaginu til landsins frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé til þess að tryggja öryggi bæði farþega og áhafnar.
28.07.2021 - 13:52
Áttföld umframeftirspurn í hlutafjárútboði Play
Áttföld umframeftirspurn var eftir bréfum í Play í hlutafjárútboði sem lauk nú síðdegis. Forstjóri Play segir niðurstöðuna umfram væntingar.
25.06.2021 - 17:30
Gagnrýndi Play í ávarpi á formannafundi ASÍ
Drífa Snædal, forseti ASÍ, gagnrýndi hið íslenska flugstéttarfélag, ÍFF, og flugfélagið Play í ávarpi forseta á formannafundi Alþýðusambands Íslands sem hófst klukkan 11 í dag. Drífa sagði aldrei hafa verið mikilvægara að vera með sterka verkalýðshreyfingu, sterk stéttarfélög og sterk heildarsamtök nú þegar harðnað hefur á dalnum.
15.06.2021 - 14:59
Stjórn ÍFF stígur fram með semingi
Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins (ÍFF) hefur upplýst ríkissáttasemjara um hverjir það voru sem skrifuðu undir kjarasamninga félagsins við Play. Stjórnarmenn harma að nöfn þeirra hafi verið dregin inn í umræðuna.
Spegillinn
Lægstu laun á íslenskum vinnumarkaði
Íslenska flugstéttarfélagið sendi í dag sáttasemjara ríkisins kjarasamninga sem það hefur gert fyrir flugmenn og flugliða flugfélagsins Play. Sáttasemjari hafði ítrekað leitað eftir að fá samningana því skylda er að skila öllum kjarasamningum til embættisins. Forseti ASÍ segir að sér hafi brugðið þegar hún sá samning flugfreyja. Hann kveði á um lægstu laun sem sést hafi á íslenskum vinnumarkaði núna.
17.05.2021 - 17:20
Viðtal
„Allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verða virtar“
Flugfélagið Play stefnir að því að fyrsta flugferðin verði til London Standsted 24. júní. Forstjóri félagsins segir að samið verði við Íslenska flugstéttarfélagið og að „allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verði virtar“: „Þetta verða íslenskir kjarasamningar og íslensk laun.“ Forseti ASÍ hefur óskað eftir fundi með félaginu. 
16.05.2021 - 17:21
Play ekkert að vanbúnaði að hefja sig til flugs
„Þetta er risaáfangi og starfsfólk Play hefur unnið í mjög langan tíma að þessu markmiði,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play. Samgöngustofa hefur afgreitt flugrekstrarleyfi flugfélagsins Play og félagið hefur fengið fyrstu flugvélina afhenta í Houston í Bandaríkjunum. Henni verður svo flogið til landsins þegar búið að er að mála hana í einkennislitum Play.
16.05.2021 - 12:38