Færslur: Flugfélag

Lufthansa frestar 800 flugferðum í dag vegna verkfalls
Þýska flugfélagið Lufthansa þarf að aflýsa um 800 ferðum í dag vegna verkfalls flugmanna. Þetta hefur áhrif á ferðalag um eitt hundrað þúsund flugfarþega.
02.09.2022 - 08:34
Fluttu yfir hálfa milljón farþega í júlí
Í júlímánuði á þessu ári flutti Icelandair 529 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi. Í sama mánuði fyrir ári voru það 219 þúsund og í júní fyrr á þessu ári voru 431 þúsund manns flutt með félaginu.
08.08.2022 - 11:36
Samningar náðust við flugmenn SAS
Fjölmiðlar á Norðurlöndunum skýra frá því að samkomulag hafi náðst í kvöld í deilu flugmanna og flugfélagsins SAS eftir tveggja vikna verkfall. Flugmenn félagsins hafa verið í verkfalli í 15 daga og er verkfall flugmannanna talið hafa kostað félagið um yfir 100 milljónir sænskra króna á dag.
18.07.2022 - 19:47
Þýskt flugfélag hefur áætlunarflug norður og austur
Þýska flugfélagið Condor ætlar að hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða sumarið 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið flýgur til Íslands.
Verkfalli flugmanna SAS frestað fram á mánudag
Frestur fyrir fyrirhugað verkfall 900 flugmannna skandinavíska flugfélagsins SAS hefur verið framlengdur fram á mánudag. Samningaviðræður milli stjórnenda og stéttarfélaga hafa staðið yfir í nótt en náist ekki samkomulag munu hátt í 900 flugmenn félagsins leggja niður störf.
Flugmenn SAS fresta boðuðu verkfalli um þrjá daga
Flugmenn skandinavíska flugfélagsins SAS hafa frestað boðuðu verkfalli sem átti að hefjast á miðnætti.
29.06.2022 - 02:18
Play verður að semja, segir forseti ASÍ
Forseti ASÍ telur það ekki spurningu hvort heldur hvenær nýja flugfélagið Play verði að ganga til samninga við Flugfreyjufélag Íslands.
25.06.2021 - 12:36
Hlutafjárútboð Play hefst á fimmtudag
Hlutafjárútboð í nýja íslenska flugfélaginu Play hefst á fimmtudag og stefnir félagið að því að ná allt að 4,3 milljörðum króna í nýtt hlutafé. Áætlanir Play gera ráð fyrir að tekjur þess gætu numið 25 milljón dollurum eða tæpum 3,1 milljarði króna á þessu ári, en að þær gætu margfaldast á næstu árum.  
21.06.2021 - 21:49
Viðtal
„Allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verða virtar“
Flugfélagið Play stefnir að því að fyrsta flugferðin verði til London Standsted 24. júní. Forstjóri félagsins segir að samið verði við Íslenska flugstéttarfélagið og að „allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verði virtar“: „Þetta verða íslenskir kjarasamningar og íslensk laun.“ Forseti ASÍ hefur óskað eftir fundi með félaginu. 
16.05.2021 - 17:21
Ítalir hóta að banna Ryanair að fljúga til landsins
Samgönguyfirvöld á Ítalíu hótuðu í dag að banna írska flugfélaginu Ryanair að fljúga til landsins á þeim grundvelli að flugfélagið fylgi ekki sóttvarnarreglum.
05.08.2020 - 19:21
Myndskeið
Sameiginleg ástríða landaði samningnum
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist hafi skynjað sameiginlega ástríðu forystumanna Icelandair og flugfreyja fyrir fyrirtækinu og það hafi landað samningnum sem undirritaður var í nótt.
75 ár frá fyrsta millilandafluginu frá Íslandi
Í dag eru 75 ár liðin frá fyrstu formlegu millilandaflugferðinni frá Íslandi með farþega. Flugbáturinn Catalina fór sex klukkutíma flugferð frá Reykjavík til Largs Bay í Skotlandi þann 11. júlí árið 1945.
11.07.2020 - 18:39