Færslur: flugeldar

Flugeldar geymdir í sömu skemmu og sprengiefnið
Flugeldar voru geymdir í sömu vöruskemmu og ammóníum-nítrat sprengiefnið, sem kostaði á annað hundrað manns lífið síðast liðinn þriðjudag og olli því um 300.000 íbúa Beirút eru nú heimilislausar.
07.08.2020 - 20:35
Vonar að flugeldahópur skili í janúar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að það fjölgi í hópi þeirra sem telji að grípa þurfi til aðgerða vegna mikillar mengunar af völdum flugelda.
Gamlársveðrið gott fyrir lungun en verra fyrir flugelda
Veðurspá dagsins lofar ekki góðu fyrir sprengiglaða Íslendinga, en fólk með viðkvæm öndunarfæri getur andað léttar. Stífar en mildar sunnanáttir verða ráðandi fram eftir degi og jafnvel fram á kvöld, og þessu fylgir rigning víða um land, en þurrviðri verður á Norðausturlandi.
31.12.2019 - 06:38
Myndskeið
Skjálfa og æla af hræðslu við flugeldasprengingar
Dýralæknir segir mikilvægt að eigendur gæludýra séu rólegir um áramótin þegar flugeldasprengingar kveða við, því það geti róað dýrin. Þau geti skolfið, ælt og verið of hrædd til þess að vilja fara út að pissa.
29.12.2019 - 18:36
Innlent · gæludýr · flugeldar · Hundar · kettir
Segir mengun vegna flugelda á áramótunum óásættanlega
Formaður starfshóps umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um flugeldamál segir óviðunandi að svifryksmengun fari reglulega yfir heilsuverndarmörk um áramótin. Tillögur um takmörkun á notkun flugelda liggja fyrir í byrjun næsta árs.
27.12.2019 - 12:21
Loftið nær að hreinsa sig á nýársnótt
Rigning í flestum landshlutum á gamlárskvöld og vindasamt, þó þurrt að mestu á Norðausturlandi. Svifryk og mökkur ætti því ekki að vera til vandræða. Loftið nær að hreinsa sig á nýársnótt.
26.12.2019 - 20:31
Myndskeið
Varar við takmörkun á notkun flugelda
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að takmörkun á notkun flugelda hefði neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna og þau verðmæti sem hún skapar. Starfshópur umhverfisráðherra um flugeldamál hefur enn ekki skilað skýrslu sem átti að skila fyrir tíu mánuðum.
26.12.2019 - 19:55
Svifryk vegna flugelda varasamt og heilsuspillandi
Afar mikið svifryk mældist í loftinu um síðustu áramót og svifryksmengun jókst verulega þá. Ljóst er að aukningin er af völdum flugelda. „Mengun frá flugeldum er raunverulegt vandamál hér á landi. Flugeldar eru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. Björgunarsveitirnar selja nú svokölluð rótarskot auk flugelda.
23.12.2019 - 12:10
Seldu svipað af flugeldum og undanfarin ár
Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar merkir ekki breytingu í sölu flugelda í tengslum við umhverfisumræðuna. Björgunarsveitirnar seldu álíka mikið af flugeldum fyrir áramótin og undanfarin ár.
02.01.2019 - 11:40
Of mikið blý í kúlublysinu „15 Ball Eagles“
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu á kúlublysi sem reyndist innihalda of mikið blý, eða um fimmtán hundruð sinnum meira blý en í öðrum flugeldum sem Umhverfisstofa rannsakaði. Blysið nefnist „15 Ball Eagles“ og voru um átta prósent af púðrinu blý, sem er óleyfilegt. Magn blýsins er svo mikið að Umhverfisstofnun telur að útilokað að um mistök í framleiðslu sé að ræða.
19.12.2018 - 22:16
Myndskeið
Mengun vegna flugelda meiri en í Kína
Minnka þarf flugeldanotkun strax. Hún er óhófleg og grafalvarlegt vandamál, að mati fræðimanna við Háskóla Íslands. Meiri mengun er af sprengjugleði Íslendinga en í milljónasamfélögum í Kína og á Indlandi. Umhverfisráðherra segir málið flókið.
21.09.2018 - 22:20
„Það verður manngerð þoka, full af eiturefnum“
Sævar Helgi Bragason lýsti því yfir á Twitter í fyrradag að banna ætti almenna notkun flugelda á Íslandi vegna reyk- og rykmengunar, sóðaskaps og hávaðamengunar. Upp hófust heitar umræður og óhætt er að segja að fólk hafi ekki verið á einu máli um þessa uppástungu Sævars.
28.12.2017 - 15:52