Færslur: flugeldar

Góð flugeldasala en færri vilja rótarskot
Björgunarsveitirnar seldu álíka mikið af flugeldum fyrir áramót og þau síðustu. Gera má ráð fyrir að björgunarsveitirnar hafi selt fyrir um 800 milljónir króna. Rótarskot seldust hins vegar verr en áður.
03.01.2022 - 12:07
Sjónvarpsfrétt
Hundruð sinuelda af völdum skotelda
Þótt brennur væru bannaðar þessi áramót þá hefur sjaldan brunnið eins mikið á Suður- og Vesturlandi. Neistar úr skoteldum og óleyfisbrennum kveiktu þar hundruð sinuelda sem slökkvilið börðust við í alla nótt. 
Sjö slösuðust eftir að hafa skotið flugeld úr hendi sér
Alls leituðu sjö fullorðnir karlmenn á bráðamóttöku Landspítalans með áverka eftir að hafa skotið flugeld úr hendinni á sér. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að álagið á deildina í nótt hafi verið svipað og undanfarin ár.
01.01.2022 - 12:44
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Árnessýsla: 21 útkall vegna sinubruna í kvöld
Töluvert hefur verið um sinuelda í Árnessýslu bæði vegna flugelda og af völdum leyfislausra brenna á svæðinu. Mjög þurrt hefur verið þar um slóðir og höfðu Brunavarnir Árnessýslu varað við eldhættu vegna þess.
31.12.2021 - 22:45
Sjónvarpsfrétt
Yfir þúsund sprengjur í flugeldasýningunni á Akureyri
Það tekur marga mánuði að undirbúa stórar flugeldasýningar fyrir áramótin og mikil tæknivinna liggur þar að baki. Á annað þúsund sprengjur þeytast í loft upp í flugeldasýningunni á Akureyri klukkan níu annað kvöld.
30.12.2021 - 20:24
Búa sig undir leit að týndum dýrum á nýársnótt
Sjálfboðaliðar samtakanna Dýrfinnu, búa sig undir langar nætur næstu daga á meðan landsmenn sprengja flugelda til þess að fagna nýju ári. Samtökin leita að týndum gæludýrum og segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, einn sjálfboðaliðanna, þau sjaldan hafa eins mikið að gera og um hátíðarnar. Þau leita oftast að týndum hundum, en einnig komi fyrir þau leiti að köttum sem talið sé að gætu verið í hættu.
30.12.2021 - 09:12
Glóð úr flugeldum talin hafa kveikt sinueld
Sinubruni varð við sumarbústaðabyggð á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. Brunavarnir Árnessýslu sendu tvo tankbíla og þrjá dælubíla á vettvang. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að fleiri eldar gætu kviknað á gamlárskvöld, þar sem gróður á svæðinu sé mjög þurr.
Viðtal
Fallegu áramótaveðri spáð
Spáð er fallegu áramótaveðri með nægri gjólu víðast hvar til að blása burtu svifryki frá flugeldum, ef frá er talinn Eyjafjörður. Veðurblíðan hverfur hins vegar skyndilega á nýársnótt og Veðurstofan ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta. Viðbúið er að sett verði gul eða appelsínugul viðvörun fyrir veðrið á nýársdag, segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. 
29.12.2021 - 12:18
Sjónvarpsfrétt
Margir kaupa flugelda á netinu
Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna voru opnaðir í dag en líkt og í fyrra er hægt að panta flugelda á netinu. Erfiðlega gekk að koma flugeldum til landsins í faraldrinum en það náðist þó í tæka tíð.
29.12.2021 - 11:42
Flugeldasala hefst í dag
Flugeldasala hófst klukkan 10 í morgun og stendur fram á gamlársdag. Líkt og í fyrra gefst fólki kostur á að versla flugelda á netinu.
28.12.2021 - 10:39
Rakettuverð gæti rokið upp eftir bras við innflutning
Landsbjörg hefur gengið brösuglega að flytja inn flugelda í ár vegna gámaskorts. Formaður flugeldanefndar segir kostnað við innflutning hafa margfaldast sem mun hafa áhrif á útsöluverð.
07.12.2021 - 11:30
Nýja Delí á Indlandi umvafin eitruðu mistri
Þykkt mistur eitraðs lofts liggur yfir Nýju Delí höfuðborg Indlands eftir næturlanga flugeldaskothríð í tilefni af Diwali ljósahátíð hindúa. Þó lagði hæstiréttur landsins bann við sölu flugelda í borginni og yfirvöld hvöttu íbúa til að fagna hátíðinni án þeirra.
05.11.2021 - 07:06
Myndskeið
Seldu flugelda fyrir um 800 milljónir króna
Tekjur björgunarsveitanna um áramótin nema um 800 milljónum króna, sem er tíu til fimmtán prósenta aukning frá í fyrra. Formaður Landsbjargar segir að það væri óábyrgt af stjórnvöldum að skerða þessa fjáröflun, án þess að bæta þá skerðingu með öðrum hætti.
07.01.2021 - 22:19
Myndskeið
Skelfileg umgengni um áramótin
Umgengni á höfuðborgarsvæðinu var víða skelfileg um áramótin og flugeldarusl á víð og dreif. Skrifstofustjóri hjá borginni segir að það sé á ábyrgð íbúa að taka til. Á Akureyri vann fjöldi starfsmanna við að hreinsa bæinn í dag.
04.01.2021 - 19:28
Flugeldar skila sveitunum mörg hundruð milljónum á ári
„Fólk var líklega ekki tilbúið að kveðja þetta ár með einnar mínútu þögn,” segir formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um flugeldasöluna fyrir nýafstaðin áramót, sem gekk mun betur en síðustu tvö ár. Hann segist ekki loka augum fyrir því að flugeldar mengi, en bendir á flugeldasalan sé aðal-tekjulind björgunarsveitanna 93ggja um land allt. Sveitirnar fá á bilinu 700 til 800 milljónir á ári fyrir sölu á flugeldum.
04.01.2021 - 14:54
Myndskeið
Mengun og brot á sóttvarnareglum á nýársnótt
Margir virtust gleyma samkomutakmörkunum á nýársnótt. Við Hallgrímskirkju var fjölmenni og margir grímulausir. Svifryksmengun fór í hæstu hæðir á höfuðborgarsvæðinu. Marga sveið í háls og augu, til dæmis loftgæðasérfræðing Umhverfisstofnunar. 
Kerti í stað flugelda á Seyðisfirði
Til að kveðja árið 2020 og fagna 2021 röðuðu Seyðfirðingar kertum á vegghleðslu umhverfis Lónið við ósa Fjarðarár, handan regnbogagötunnar í miðjum bænum.
01.01.2021 - 01:47
Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu
Mikil svifryksmengun er í lofti á höfuðborgarsvæðinu sem tengja má flugeldaskothríð um áramótin. Þokumóða er einnig í lofti en Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að verulega hafi bætt í þokuna eftir að flugeldum fjölgaði á lofti.
Svifryksmengunin eykur líkurnar á veirusmiti
Fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum mikillar svifryksmengunar sem útlit er fyrir um áramótin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, lungnasérfræðingur á Landspítala. Hann segir að mengunin auki líkur á að fá veirusýkingar, tími sé til kominn að fagna áramótum með öðrum hætti en skjóta upp flugeldum.
31.12.2020 - 12:41
Viðtal
Áramótin geta reynst dýrum erfið
Heyrn dýra er næmari en mannfólks og gerir þau viðkvæm fyrir flugeldum. Vel þarf að gæta að þeim yfir áramótin, segir Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun. Lögregla fékk í gær nokkur símtöl vegna þeirra sem byrjaðir eru að fagna áramótunum með flugeldum.
30.12.2020 - 20:39
Myndskeið
Flugeldasala með breyttu sniði í faraldrinum
Það stefnir í svipaða flugeldasölu og síðustu ár og margir ætla að sprengja þetta ár sem allra lengst í burtu. Breyta þurfti skipulagi sölunnar í faraldrinum og nú er í fyrsta sinn hægt að kaupa flugelda á netinu.
30.12.2020 - 19:45
Auðskilið mál
Svifryk á höfuðborgarsvæðinu um áramótin
Mikil mengun gæti orðið á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Spáð er logni og frosti. Þá fýkur svifryk frá flugeldum ekki í burtu heldur safnast fyrir í andrúmsloftinu.
30.12.2020 - 17:30
Gætum slegið heimsmet í svifryksmengun um áramótin
Allt stefnir í að svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu verði yfir heilsuverndarmörkum frá gamlárskvöldi og langt fram á nýársdag. Gangi spár eftir verður mengunin jafn mikil eða meiri en hún var um áramótin fyrir tveimur árum, þegar hún mældist hvergi meiri í heiminum en hér á landi.
30.12.2020 - 12:00
Ónæði af flugeldum um allt höfuðborgarsvæðið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði af völdum sprengiglaðra í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöld og nótt.