Færslur: flug

Óljóst hvort flugfreyjur WOW fái allt sitt greitt
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri WOW air, segir að það liggi ekki fyrir að svo stöddu hvort það verði til nóg í þrotabúi WOW til að greiða allar forgangskröfur. Búið sé að samþykkja launatengdar forgangskröfur upp á 3,8 milljarða króna. Eignir og fjármagn þrotabúsins breytist frá viku til viku, enn er unnið að því að selja eignir félagsins, segir hann. Skiptastjórar funduðu með Flugfreyjufélagi Íslands í dag.
06.12.2019 - 07:00
Vilja tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um framkvæmd á verkefnum og hefja nauðsynlegar rannsóknir í samræmi við tillögur stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
Viðtal
Lenti í 2 flugslysum sama daginn á Mosfellsheiði
Það er kraftaverk að ég hafi lifað þetta af, segir kona sem minnist þess nú að fjörutíu ár eru liðin frá því hún lenti í tveimur flugslysum á Mosfellsheiði sama daginn. Hún segist vera afar þakklát þeim sem komu að björgun hennar.
07.11.2019 - 19:34
Óttast ekki að verða undir í samkeppninni
Forstjóri hins nýja flugfélags Play telur að það geti vel þrifist í samkeppni við Icelandair. Markaðssérfræðingur segir margar gildrur í flugrekstri og mikilvægt sé að læra af mistökum WOW air.
05.11.2019 - 19:58
Viðskipti · Innlent · Samgöngumál · Wow air · wab · play · flug · Flugfélög · Icelandair
Hafa varann á með Max-vélarnar
Icelandair gerir ráð fyrir að Boeing 737 Max flugvélar félagsins verði teknar í gagnið á ný í lok febrúar, þrátt fyrir vísbendingar um að flugmálayfirvöld verði búin að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að þetta hafi verið ákveðið með það fyrir augum að koma í veg fyrir að röskun verði á flugáætlunum eða ferðum farþega, gangi þetta ekki eftir.
24.10.2019 - 21:40
Færri fóru utan í ár
Síðustu ár hefur þeim sem ferðast til útlanda yfir sumartímann fjölgað jafnt og þétt. Ólíkt þróun síðustu ára fóru færri Íslendingar til útlanda í sumar, eða tæplega 57 prósent fullorðinna, samanborið við 62 prósent í fyrra.
12.10.2019 - 09:11
Vél, áður í eigu FÍ, lenti í flugslysi í Kenía
Tveir slösuðust þegar Fokker 50 farþegaflugvél keníska flugfélagsins Silverstone Air fór af flugbraut við flugtak á Wilson-flugvelli í Nairobi, höfuðborg Kenía, í morgun. Alvarlegt flugatvik varð árið 2007 þegar nauðlenda þurfti vélinni, sem þá var í eigu Flugfélags Íslands, á Egilsstaðaflugvelli vegna bilunar í hreyfli.
11.10.2019 - 16:13
Erlent · Innlent · Samgöngumál · flugslys · Kenía · Afríka · flug
Ballarin bar víurnar í Erni
Michele Ballarin, stofnandi hins nýja WOW Air, átti fund með forráðamönnum flugfélaginu Ernir með möguleg kaup á félaginu í huga. Forstjóri Ernis telur að Ballarin hafi haft augastað á flugrekstrarleyfi félagsins.
30.09.2019 - 11:35
Helmingur breskra strandaglópa kominn heim
Búið er að koma um helmingi þeirra 150.000 breskra ferðamanna, sem urðu strandaglópar í kjölfar gjaldþrots bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook, aftur heim til Bretlands. Í dag var tæplega sautján þúsund farþegum flogið heim í 76 flugferðum.
28.09.2019 - 22:00
Von á tillögum um breytta verkferla Boeing
Nefnd á vegum bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing kynnir tillögur að breyttum verkferlum fyrir stjórn félagsins í næstu viku. Nefndin var sett á fót í kjölfar þess að tvær Boeing 737 Max-flugvélar fórust í Indónesíu og Eþíópíu í haust og vor og 346 létust.
21.09.2019 - 22:07
Erlent · Innlent · Samgöngumál · flug · Boeing
Biðja farþega um að mæta snemma í morgunflug
Biðlað er til farþega, sem eiga flug frá Keflavíkurflugvelli á milli klukkan sjö og níu að morgni til að mæta tímanlega, eða að minnsta kosti tveimur og hálfum tíma fyrir brottför. Búist er við álagi á þessum tíma morguns fram til loka októbermánaðar.
20.09.2019 - 22:50
Aðflugsbúnaður tilbúinn í nóvember
Stefnt er að því að svokallaður ILS-búnaður sem auðveldar aðflug verði tilbúinn til notkunar við Akureyrarflugvöll í nóvember.
10.09.2019 - 07:27
Vinna við nýja flugstefnu veldur vonbrigðum
Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir vonbrigðum yfir skorti á vilja til að opna fleiri fluggáttir inn í landið í nýrri flugstefnu. Þá tekur sveitarstjórnin undir gagnrýni bæjarráðs Akureyrar um skipan starfshóps um mótun flugstefnu.
23.08.2019 - 14:56
WAB air reist á rústum WOW air
Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna ásamt hópi fjárfesta að því að stofna nýtt lággjaldaflugfélag á grundvelli hins gjaldþrota félags. Til stendur að flugfélagið, sem ber heitið WAB air, hefji rekstur í haust og verði fyrsta árið með sex vélar sem fljúga til fjórtán áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum.
10.07.2019 - 07:19
Innlent · flug · Wow air
Viðtal
Flugborg í þróun í Keflavík
Stefnt er að mikilli uppbyggingu á stóru landsvæði umhverfis flugverndarsvæði Keflavíkur. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Kadeco, þróunarfélag Keflavíkur, heldur utan um verkefnið.
27.06.2019 - 09:54
Viðtal
Þrjú þúsund farþegar biðu um borð
Um 3.000 farþegar komust ekki frá borði á Keflavíkurflugvelli í dag vegna hvassviðris. Landgangarnir voru teknir úr notkun upp úr hádegi og því tafðist að hleypa farþegum úr 21 vél frá borði. Þeir sem biðu lengst biðu í um fjóra tíma. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Isavia, Þröstur Söring, segir að flestir hafi beðið í einn og hálfan til tvo tíma.
16.04.2019 - 19:36
Myndskeið
Einn látinn eftir slys á flugsýningu
Einn lést þegar tvær flugvélar rákust saman á listflugsæfingu í Indlandi í gær. Það var flugmaður annarar vélarinnar sem lést við brotlendinguna, en tveir flugmenn hinnar flugvélarinnar náðu að skjóta sér úr vélinni áður en hún brotlenti.
20.02.2019 - 12:12
Erlent · Indland · flug
Sakbitnir sænskir flugfarþegar
Orðið „flugskömm" verður æ algengara í umræðunni í Svíþjóð og vísar til samviskubits sem flugfarþegar fá þegar þeir hugsa til þess hvaða áhrif flugferðir hafa á umhverfið. Fjöldi Svía er í hópi á Facebook þar sem fólk deilir upplifun sinni af því að ferðast á milli landa á annan hátt en með flugvél.
15.02.2019 - 10:17
Aldrei fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll
Aldrei hafa fleiri farþegar farið um Keflavíkurflugvöll en á árinu sem nú er að líða. Tuttugu og sex flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar ef fram fer sem horfir, en erlendum flugfélögum sem fljúga hingað til lands hefur fjölgað undanfarin ár. Árið í ár var þegar orðið metár í nóvember þegar níu milljónasti farþegi ársins fór um völlinn.
29.12.2018 - 19:25
Fyrsta áætlunarflug Ernis á nýrri 32 sæta vél
Flugfélagið Ernir fór í dag í sitt fyrsta áætlunarflug á TF-ORI, nýrri 32 sæta Dornier 328 flugvél, sem félagið keypti fyrr á árinu. Vélin lenti á Húsavíkurflugvelli skömmu fyrir fimm í dag. Flugfreyjur verða nú í fyrsta sinn um borð í flugvélum Ernis.
05.12.2018 - 21:55
Bíða frekari upplýsinga um flugslysið
Þrjár vélar af sams konar gerð og hrapaði í Indónesíu í gær, voru teknar í notkun hjá Icelandair á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu hafa engin vandamál komið upp í rekstri þeirra og beðið er eftir upplýsingum um ástæður slyssins í Indónesíu áður en frekari viðbrögð verða ákveðin.
29.10.2018 - 23:07
Aflífuðu meri sem dularfull flugvél fældi
Hestabændur í Grímsnesinu þurtu að elta uppi hóp hrossa í gærkvöld og aflífa þurfti eitt þeirra eftir að það hljóp á girðingu og slasaðist mikið. Nína Haraldsdóttir hestabóndi á Minni-Bæ í Grímsnesi segir að um klukkan átta í gærkvöld hafi miklar drunur heyrst og hún sá blikkandi ljós flugvélar fyrir ofan. Við það hafi hrossin hræðst og hlaupið langa leið, í gegnum tvær girðingar, út á veg. Meri úr hópnum var illa slösuð og kalla þurfti til dýralækni til að aflífa hana. 
06.10.2018 - 16:53
71 Varsjárfari í dómsmál við Wow
Hópur farþega sem flaug með Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016 hefur höfðað dómsmál á hendur flugfélaginu. Wow neitar að greiða þeim 400 evrur hverjum fyrir 19 klukkustunda seinkun á fluginu, þrátt fyrir að Samgöngustofa og samgönguráðuneytið hafi komist að því að farþegarnir eigi heimtingu á bótunum.
03.10.2018 - 15:57
Farþegar gætu þurft að gera kröfu í bú Primera
Flugfarþegar njóta lítilla réttinda þegar flugfélag fer í gjaldþrot, nema þeir hafi bókað gegnum ferðaskrifstofu. Þeir sem eiga pantað flug hjá Primera Air gætu þurft að gera kröfu í þrotabúið. Kreditkortafyrirtækin geta líka í sumum tilvikum komið til bjargar.
01.10.2018 - 21:59
19 fórust þegar flugvél hrapaði í stöðuvatn
Nítján fórust í flugslysi í Suður-Súdan í morgun þegar lítil farþegaflugvél brotlenti í stöðuvatni við bæinn Yirol í miðju landsins. Tuttugu og þrír voru í vélinni og fjórir lifðu af, að sögn talsmanns stjórnvalda á svæðinu.
09.09.2018 - 13:55