Færslur: flug
MAX-vélarnar í loftið eftir tveggja ára kyrrsetningu
Icelandair ætlar að hefja farþegaflug með tveimur MAX-vélum nú í mars. Fyrsta flugið var í dag með starfsmönnum Icelandair en svo verður vélinni flogið til Kaupmannahafnar á mánudag. Forstjórinn segir vélarnar geta gjörbylt rekstri fyrirtækisins.
06.03.2021 - 18:30
Flug hefst á ný milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja
Flug hefst á ný milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í næstu viku og búast má við að tvær ferðir verði farnar í hverri viku. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að semja við Icelandair um að tryggja lágmarksfjölda ferða á flugleiðinni. Samningurinn gildir til 1. maí á næsta ári.
16.12.2020 - 15:03
Icelandair aflýsir 73% ferða – erlendu félögin sárafáum
Icelandair hefur fellt niður þrjár af hverjum fjórum ferðum á áætlun sinni í september. Á sama tíma hafa erlend flugfélög fellt niður fjögur prósent Íslandsferða sinna og flogið þrefalt meira til og frá Íslandi en Icelandair. Forstjóri Icelandair segir félagið ekki hafa efni á að fljúga hálftómum vélum og tapa á ferðunum.
07.09.2020 - 18:17
Skoða notkun sætisbeltis sem stýrisláss í flugslysi
Rannsókn á flugslysi þar sem einn lést við Haukadalsmela í fyrra beinist meðal annars að notkun sætisbeltis sem stýrisláss. Slíkt getur komið í veg fyrir skemmdir af völdum veðurs á jörðu niðri en hindrar að hægt sé að stýra flugvélinni ef lásinn er ekki fjarlægður fyrir flugtak.
17.08.2020 - 10:51
Farþegar í júlí 87 prósentum færri en í fyrra
Farþegar sem flugu með Icelandair í júlí voru næstum fjórum sinnum fleiri en í júní. Þó voru þeir 87 prósentum færri en í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.
06.08.2020 - 16:24
Töpuðu 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem félagið skilaði til Kauphallarinnar í gær, ef miðað er við gengi dagsins í dag.
28.07.2020 - 07:48
Sautján farþegavélar lenda í Keflavík í dag
Sautján farþegaflugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Tíu þeirra koma frá löndum sem eru á lista yfir þau lönd sem ekki eru flokkuð sem áhættusvæði vegna COVID-19.
16.07.2020 - 06:48
Telur að skimunargeta verði ekki flöskuháls
Icelandair þarf ekki að fella niður flug í vikunni, þar eð löndum á lista yfir örugg ríki verður fjölgað. Forstjórinn segist hafa átt í reglulegum samskiptum við yfirvöld um allt ferlið. Hann telur ekki að ferðamönnum fjölgi umfram skimunargetu í fyrirsjáanlegri framtíð.
15.07.2020 - 19:22
Flugfélagið Virgin Australia að þrotum komið
Stjórn flugfélagsins Virgin Australia, næst-stærsta flugfélags Ástralíu á eftir Quantas, tilkynnti í dag að hún hefði farið fram á greiðslustöðvun og hygðist leita nauðasamninga við lánardrottna sinna. Er þetta stærsta flugfélagið sem hefur kiknað undan COVID-19 faraldrinum og hruninu sem hann veldur í ferðaþjónustu heimsins.
21.04.2020 - 01:44
Þungt högg fyrir Ísland gangi svörtustu spár eftir
Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, áætla að tekjutap flugfélaga í heiminum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar verði á bilinu 63 til 113 milljarðar bandaríkjadala. Það jafngildir átta til fimmtán þúsund milljörðum íslenskra króna.
06.03.2020 - 10:12
Kranar og loftpúðar notaðir til að koma vélinni í burtu
Notast þurfti við tvo krana, loftpúða og tjakk þannig að hægt væri að flytja Herðubreið, flugvél Icelandair, af flugbrautinni í Keflavík. Verið er að koma henni fyrir flugskýli þar sem hún verður rannsökuð frekar. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði við lendingu í gær og það verður „talsverður tími,“ þar til vélin verður tekin í notkun á ný.
08.02.2020 - 17:18
Flugritar vélarinnar sendir til greiningar á næstunni
Boeing flugvél Icelandair, þar sem hjólabúnaður brotnaði í lendingu í gær, er mikið skemmd og hefur verið tekin úr umferð. Vélin var framleidd um aldamót. Flugritar vélarinnar verða sendir til greiningar á næstu dögum.
08.02.2020 - 12:16
Allt lokað á Vestfjörðum fram eftir degi
Nær allar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar eða lokaðar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi til þrjú í dag og enginn mokstur kemur til greina fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan tvö.
15.01.2020 - 11:25
Snjóflóð og ófærð fyrir vestan: „Fólk hjálpast bara að"
Á Vestfjörðum hefur verið viðvarandi óveður og ófærð í viku. Snjóflóð hafa fallið og úrval ferskvöru er hverfandi. Íbúi segir þó ekki væsa um fólk, að undanskildum majónesskorti.
14.01.2020 - 20:56
Á sjötta hundrað í fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ
Rauði krossinn opnaði í gærkvöld átjándu fjöldahjálparstöðina á mánaðar tímabili, þegar ófært varð milli Suðurnesja og Reykjavíkur. Jón Guðmundsson stjórnar aðgerðum Rauða krossins í Reykjanesbæ þar sem rúmlega 180 manns gistu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í nótt, en mun fleiri fóru þar í gegn.
13.01.2020 - 07:09
Fjöldi fólks í fjöldahjálparstöð, enn fleiri á hótelum
Fólk streymir nú frá flugstöðinni í Keflavík eftir að vegurinn þaðan var opnaður um klukkan eitt og er unnið að því að koma fólki, sem átti bókaða flugferð með Icelandair í kvöld eða nótt, í húsaskjól. Um fjögur þúsund voru innlyksa í Leifsstöð þegar mest var, ýmist fólk sem kom þangað í dag og hugðist fljúga þaðan síðdegis eða í kvöld, eða fólk sem kom til landsins seinnipartinn og í kvöld og komst hvergi.
13.01.2020 - 02:32
Boeing 737 Max „hönnuð af trúðum“
„Flugvélin er hönnuð af trúðum og trúðunum er stjórnað af öpum,“ sagði einn starfsmaður flugvélaframleiðandans Boeing um 737 Max flugvélina í skilaboðum til samstarfsmanns fyrir fjórum árum. Boeing hefur birt hundruð skilaboða milli starfsmanna fyrirtækisins þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum vegna Max-vélanna. Þær voru teknar út notkun eftir tvö flugslys sem rekja mátti til galla í vélinni en alls létu 346 lífið í slysunum.
10.01.2020 - 10:08
Fjöldi landsmanna kýs að eyða jólunum í sólinni
Fjöldi Íslendinga eyðir jólum og áramótum utan landsteinanna. Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segir fjöldann sambærilegan við fyrri ár. Fólk hafi þó bókað ferðirnar tímanlegar í ár. Tæplega fjórtán þúsund Íslendingar fóru af landi brott dagana 17. til 22. desember í fyrra, samkvæmt mælingum Isavia. „Mjög stór hópur verður á Tenerife og Kanarí á okkar vegum þessi jólin.“
23.12.2019 - 16:08
Hafa tekið væntanlega söluskrifstofu á leigu
Félagið WOW air 2.0 hefur tekið á leigu húsnæði í miðborg Washingtonborgar í Bandaríkjunum. Þar stendur til að hýsa söluskrifstofu og vera með aðstöðu fyrir viðskiptavini þar sem hægt verði að fá sér kaffibolla og kanna framboð félagsins. Þetta segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill nýja flugfélagsins. „Það verður að minnsta kosti heitt á könnunni þarna allan daginn.“
23.12.2019 - 14:57
Play: Stefna á að miðasala hefjist í janúar
Undirbúningur við stofnun flugfélagsins Play er á lokametrunum, segir María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi félagsubs. Stefnt er á að miðasala hefjist í janúar að fjármögnun lokinni.
23.12.2019 - 14:22
Flugvirkjar létu undan þrýstingi að koma vél í loftið
Rannsóknarnefnd samgönguslysa metur það sem svo að vinna flugvirkja hafi verið ábótavant þegar flugvél Air Iceland Connect missti afl á öðrum hreyfli í ágúst 2018. Vélinni var snúið við skömmu eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli þar sem hún lenti heilu og höldnu með 44 farþega innanborðs.
19.12.2019 - 20:58
Styttist í að nýja WOW taki á loft
Biðin í jómfrúarflug nýs WOW air er talin í vikum frekar en mánuðum, segir Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður Michele Ballarin hér á landi. Ballarin, sem er stjórnarformaður bandaríska félagsins US Aerospace Associates, stendur að endurreisn flugfélagsins. Upphaflega átti fyrsta vél félagsins að taka á loft frá Keflavíkurflugvelli í október en ferlið við endurreisnina gengur hægar en vonast var til.
19.12.2019 - 12:15
Reikna með ríflega níu milljörðum flugfarþega árið 2040
Fjöldi flugfarþega í heiminum mun að líkindum meira en tvöfaldast á næstu tuttugu árum og flugfélög heimsins flytja yfir níu milljarða manna milli staða á árið 2040.
17.12.2019 - 05:23
Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak
Farþegaflugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Boston, var snúið við um hálftíma eftir flugtak. Tæknibilun kom upp í jafnþrýstibúnaði vélarinnar.
14.12.2019 - 21:41
Efast um að flugfreyjur fái allt bætt
Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Flugfreyjufélags Íslands, segist efast um að flugfreyjur fái launakröfur sínar í þrotabú WOW air greiddar að öllu leyti. Rúmlega fjögur hundruð flugfreyjur eiga forgangskröfur í þrotabúið.
06.12.2019 - 14:34