Færslur: flug

Myndskeið
Telur að skimunargeta verði ekki flöskuháls
Icelandair þarf ekki að fella niður flug í vikunni, þar eð löndum á lista yfir örugg ríki verður fjölgað. Forstjórinn segist hafa átt í reglulegum samskiptum við yfirvöld um allt ferlið. Hann telur ekki að ferðamönnum fjölgi umfram skimunargetu í fyrirsjáanlegri framtíð.
15.07.2020 - 19:22
Flugfélagið Virgin Australia að þrotum komið
Stjórn flugfélagsins Virgin Australia, næst-stærsta flugfélags Ástralíu á eftir Quantas, tilkynnti í dag að hún hefði farið fram á greiðslustöðvun og hygðist leita nauðasamninga við lánardrottna sinna. Er þetta stærsta flugfélagið sem hefur kiknað undan COVID-19 faraldrinum og hruninu sem hann veldur í ferðaþjónustu heimsins.
21.04.2020 - 01:44
Þungt högg fyrir Ísland gangi svörtustu spár eftir
Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, áætla að tekjutap flugfélaga í heiminum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar verði á bilinu 63 til 113 milljarðar bandaríkjadala. Það jafngildir átta til fimmtán þúsund milljörðum íslenskra króna.
06.03.2020 - 10:12
Kranar og loftpúðar notaðir til að koma vélinni í burtu
Notast þurfti við tvo krana, loftpúða og tjakk þannig að hægt væri að flytja Herðubreið, flugvél Icelandair, af flugbrautinni í Keflavík. Verið er að koma henni fyrir flugskýli þar sem hún verður rannsökuð frekar. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði við lendingu í gær og það verður „talsverður tími,“ þar til vélin verður tekin í notkun á ný.
08.02.2020 - 17:18
Flugritar vélarinnar sendir til greiningar á næstunni
Boeing flugvél Icelandair, þar sem hjólabúnaður brotnaði í lendingu í gær, er mikið skemmd og hefur verið tekin úr umferð. Vélin var framleidd um aldamót. Flugritar vélarinnar verða sendir til greiningar á næstu dögum.
08.02.2020 - 12:16
Allt lokað á Vestfjörðum fram eftir degi
Nær allar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar eða lokaðar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi til þrjú í dag og enginn mokstur kemur til greina fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan tvö.
Myndskeið
Snjóflóð og ófærð fyrir vestan: „Fólk hjálpast bara að"
Á Vestfjörðum hefur verið viðvarandi óveður og ófærð í viku. Snjóflóð hafa fallið og úrval ferskvöru er hverfandi. Íbúi segir þó ekki væsa um fólk, að undanskildum majónesskorti.
14.01.2020 - 20:56
Myndskeið
Á sjötta hundrað í fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ
Rauði krossinn opnaði í gærkvöld átjándu fjöldahjálparstöðina á mánaðar tímabili, þegar ófært varð milli Suðurnesja og Reykjavíkur. Jón Guðmundsson stjórnar aðgerðum Rauða krossins í Reykjanesbæ þar sem rúmlega 180 manns gistu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í nótt, en mun fleiri fóru þar í gegn.
13.01.2020 - 07:09
Fjöldi fólks í fjöldahjálparstöð, enn fleiri á hótelum
Fólk streymir nú frá flugstöðinni í Keflavík eftir að vegurinn þaðan var opnaður um klukkan eitt og er unnið að því að koma fólki, sem átti bókaða flugferð með Icelandair í kvöld eða nótt, í húsaskjól. Um fjögur þúsund voru innlyksa í Leifsstöð þegar mest var, ýmist fólk sem kom þangað í dag og hugðist fljúga þaðan síðdegis eða í kvöld, eða fólk sem kom til landsins seinnipartinn og í kvöld og komst hvergi.
13.01.2020 - 02:32
Boeing 737 Max „hönnuð af trúðum“
„Flugvélin er hönnuð af trúðum og trúðunum er stjórnað af öpum,“ sagði einn starfsmaður flugvélaframleiðandans Boeing um 737 Max flugvélina í skilaboðum til samstarfsmanns fyrir fjórum árum. Boeing hefur birt hundruð skilaboða milli starfsmanna fyrirtækisins þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum vegna Max-vélanna. Þær voru teknar út notkun eftir tvö flugslys sem rekja mátti til galla í vélinni en alls létu 346 lífið í slysunum.
10.01.2020 - 10:08
Erlent · flug
Fjöldi landsmanna kýs að eyða jólunum í sólinni
Fjöldi Íslendinga eyðir jólum og áramótum utan landsteinanna. Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segir fjöldann sambærilegan við fyrri ár. Fólk hafi þó bókað ferðirnar tímanlegar í ár. Tæplega fjórtán þúsund Íslendingar fóru af landi brott dagana 17. til 22. desember í fyrra, samkvæmt mælingum Isavia. „Mjög stór hópur verður á Tenerife og Kanarí á okkar vegum þessi jólin.“
23.12.2019 - 16:08
Innlent · Jólin · flug · Ferðalög · Kanarí · Tenerife
Hafa tekið væntanlega söluskrifstofu á leigu
Félagið WOW air 2.0 hefur tekið á leigu húsnæði í miðborg Washingtonborgar í Bandaríkjunum. Þar stendur til að hýsa söluskrifstofu og vera með aðstöðu fyrir viðskiptavini þar sem hægt verði að fá sér kaffibolla og kanna framboð félagsins. Þetta segir Gunn­ar Steinn Páls­son, almannatengill nýja flugfélagsins. „Það verður að minnsta kosti heitt á könn­unni þarna all­an dag­inn.“
23.12.2019 - 14:57
Play: Stefna á að miðasala hefjist í janúar
Undirbúningur við stofnun flugfélagsins Play er á lokametrunum, segir María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi félagsubs. Stefnt er á að miðasala hefjist í janúar að fjármögnun lokinni.
23.12.2019 - 14:22
 · Innlent · play · flug · Flugfélög · Flugsamgöngur · Atvinnulíf
Flugvirkjar létu undan þrýstingi að koma vél í loftið
Rannsóknarnefnd samgönguslysa metur það sem svo að vinna flugvirkja hafi verið ábótavant þegar flugvél Air Iceland Connect missti afl á öðrum hreyfli í ágúst 2018. Vélinni var snúið við skömmu eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli þar sem hún lenti heilu og höldnu með 44 farþega innanborðs.
19.12.2019 - 20:58
Styttist í að nýja WOW taki á loft
Biðin í jómfrúarflug nýs WOW air er talin í vikum frekar en mánuðum, segir Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður Michele Ballarin hér á landi. Ballarin, sem er stjórnarformaður bandaríska félagsins US Aerospace Associates, stendur að endurreisn flugfélagsins. Upphaflega átti fyrsta vél félagsins að taka á loft frá Keflavíkurflugvelli í október en ferlið við endurreisnina gengur hægar en vonast var til.
19.12.2019 - 12:15
Innlent · Wow air · flug
Reikna með ríflega níu milljörðum flugfarþega árið 2040
Fjöldi flugfarþega í heiminum mun að líkindum meira en tvöfaldast á næstu tuttugu árum og flugfélög heimsins flytja yfir níu milljarða manna milli staða á árið 2040.
17.12.2019 - 05:23
Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak
Farþegaflugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Boston, var snúið við um hálftíma eftir flugtak. Tæknibilun kom upp í jafnþrýstibúnaði vélarinnar.
14.12.2019 - 21:41
Efast um að flugfreyjur fái allt bætt
Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Flugfreyjufélags Íslands, segist efast um að flugfreyjur fái launakröfur sínar í þrotabú WOW air greiddar að öllu leyti. Rúmlega fjögur hundruð flugfreyjur eiga forgangskröfur í þrotabúið.
06.12.2019 - 14:34
Óljóst hvort flugfreyjur WOW fái allt sitt greitt
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri WOW air, segir að það liggi ekki fyrir að svo stöddu hvort það verði til nóg í þrotabúi WOW til að greiða allar forgangskröfur. Búið sé að samþykkja launatengdar forgangskröfur upp á 3,8 milljarða króna. Eignir og fjármagn þrotabúsins breytist frá viku til viku, enn er unnið að því að selja eignir félagsins, segir hann. Skiptastjórar funduðu með Flugfreyjufélagi Íslands í dag.
06.12.2019 - 07:00
Vilja tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um framkvæmd á verkefnum og hefja nauðsynlegar rannsóknir í samræmi við tillögur stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
Viðtal
Lenti í 2 flugslysum sama daginn á Mosfellsheiði
Það er kraftaverk að ég hafi lifað þetta af, segir kona sem minnist þess nú að fjörutíu ár eru liðin frá því hún lenti í tveimur flugslysum á Mosfellsheiði sama daginn. Hún segist vera afar þakklát þeim sem komu að björgun hennar.
07.11.2019 - 19:34
Óttast ekki að verða undir í samkeppninni
Forstjóri hins nýja flugfélags Play telur að það geti vel þrifist í samkeppni við Icelandair. Markaðssérfræðingur segir margar gildrur í flugrekstri og mikilvægt sé að læra af mistökum WOW air.
05.11.2019 - 19:58
Viðskipti · Innlent · Samgöngumál · Wow air · wab · play · flug · Flugfélög · Icelandair
Hafa varann á með Max-vélarnar
Icelandair gerir ráð fyrir að Boeing 737 Max flugvélar félagsins verði teknar í gagnið á ný í lok febrúar, þrátt fyrir vísbendingar um að flugmálayfirvöld verði búin að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að þetta hafi verið ákveðið með það fyrir augum að koma í veg fyrir að röskun verði á flugáætlunum eða ferðum farþega, gangi þetta ekki eftir.
24.10.2019 - 21:40
Færri fóru utan í ár
Síðustu ár hefur þeim sem ferðast til útlanda yfir sumartímann fjölgað jafnt og þétt. Ólíkt þróun síðustu ára fóru færri Íslendingar til útlanda í sumar, eða tæplega 57 prósent fullorðinna, samanborið við 62 prósent í fyrra.
12.10.2019 - 09:11
Vél, áður í eigu FÍ, lenti í flugslysi í Kenía
Tveir slösuðust þegar Fokker 50 farþegaflugvél keníska flugfélagsins Silverstone Air fór af flugbraut við flugtak á Wilson-flugvelli í Nairobi, höfuðborg Kenía, í morgun. Alvarlegt flugatvik varð árið 2007 þegar nauðlenda þurfti vélinni, sem þá var í eigu Flugfélags Íslands, á Egilsstaðaflugvelli vegna bilunar í hreyfli.
11.10.2019 - 16:13
Erlent · Innlent · Samgöngumál · flugslys · Kenía · Afríka · flug