Færslur: flóttinn yfir miðjarðarhaf

Tugum flóttamanna bjargað á Miðjarðarhafi
Þýska björgunarskipið Alan Kurdi kom 44 flóttamönnum til bjargar við strönd Líbíu. Að sögn skipverja strandaði bátur flóttamannanna. Deutsche Welle hefur eftir þýsku hjálparsamtökunum Sea-Eye, sem gera út björgunarskipið, að maltneski herinn hafi mætt björgunarskipinu, tekið við flóttamönnunum og flutt þá í land.
09.07.2019 - 06:16
Kom flóttafólki í örugga höfn og var handtekin
Carola Rackete, skipstjóri þýska björgunarskipsins Sea Watch 3, var handtekin skömmu eftir að hún sigldi skipi sínu til hafnar á eyjunni Lampedusa í gærkvöld með 40 flóttamenn innanborðs, í trássi við bann ítalskra stjórnvalda. Bátar ítölsku strandgæslunnar hafa hindrað björgunarskipið í að taka höfn á Lampedusa um tveggja vikna skeið en í gær var Rackete nóg boðið og tók strikið í land, enda andlegri og líkamlegri heilsu flóttafólksins farið að hraka mjög að sögn talsmanna Sea Watch-samtakanna.
Þrýst á Ítali að hleypa flóttafólki í land
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þrýsta nú mjög á ítölsk stjórnvöld um að hleypa flóttafólki um borð í þýska björgunarskipinu Sea Watch 3 í land.
Skipstjóri SeaWatch hundsar tilskipun Salvinis
Skipstjóri þýska björgunarskipsins Sea Watch 3 hundsaði í gær tilskipun ítalska innanríkisráðherrans og varaforsætisráðherrans Matteos Salvinis, sem kveður á um að ekki megi sigla inn í ítalska lögsögu með flóttafólk sem bjargað hefur verið af Miðjarðarhafi að viðlögðum háum sektum.
Segja þýskt björgunarskip ógna öryggi Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld hafna því algjörlega að taka á móti þeim 64 flóttamönnum sem áhöfn þýska björgunarskipsins Alan Kurdi bjargaði af yfirfullum gúmbát á Miðjarðarhafinu á miðvikudag. Þá vara ítölsk yfirvöld yfirmenn skipsins við því að sigla inn í ítalska lögsögu. Utanríkisráðherra Ítalíu, Enzo Moavero Milanesi, ritaði þýska sendiherranum í Róm bréf þar sem hann segir það ógna þjóðaröryggi Ítalíu, fari skipsstjórnendur gegn þessum fyrirmælum.
64 bjargað af vélarvana bát á Miðjarðarhafi
Áhöfn björgunarskipsins Alan Kurdi bjargaði í gær 64 manneskjum af gúmbjörgunarbáti á Miðjarðarhafinu. Um eða yfir 50 manns er saknað. Alan Kurdi er gert út af þýsku hjálparsamtökunum Sea Eye. Samkvæmt tilkynningu frá Sea Eye barst áhöfn skipsins hjálparbeiðni frá sjálfboðaliðasamtökum sem reka neyðarlínu fyrir fólk í hafnauð, þar sem ekkert samband náðist við yfirvöld í landi eða fulltrúa þeirra á sjó.
Orban varar við „hryðjuverkaveirunni“
Forsætisráðherra Ungverjalands hvetur landa sína til að verja kristnar þjóðir gegn straumi innflytjenda, sem hann segir orsök þess sem hann kallar „hryðjuverkaveiruna."
Björgunarskip nefnt Alan Kurdi
Björgunarskip þýsku mannúðarsamtakanna Sea Eye fékk í gær nýtt nafn. Skipið, sem áður var rannsóknaskip og hét Prófessor Albrecht Penck, heitir nú Alan Kurdi, eftir þriggja ára gömlum sýrlenskum dreng af kúrdískum uppruna sem drukknaði í Miðjarðarhafinu og skolaði á land á tyrkneskri strönd haustið 2015. Faðir hans, Abdullah Kurdi, gaf skipinu nafn við hátíðlega athöfn í höfninni í Palma de Mallorca.
11.02.2019 - 05:54
49 flóttamenn fengu loksins að fara í land
49 flóttamenn sem verið hafa á hrakningi í tveimur skipum á Miðjarðarhafinu undanfarið fengu loks að fara í land á Möltu í dag, eftir að maltversk yfirvöld fengu fyrirheit um að fólkið fengi í framhaldinu hæli í öðrum Evrópuríkjum. 32 í þessum hópi var bjargað um borð í þýska björgunarskipið Sea Watch 2 hinn 22. desember, en áhöfn björgunarskipsins Sea Eye, sem einnig er rekið af þýskum björgunarsamtökum, bjargaði hinum 17 hinn 29. desember.
180 bjargað af Miðjarðarhafi
Maltnesk stjórnvöld heimiluðu í dag landgöngu 180 manns sem bjargað var af tveimur bátum í hafnauð suður af landinu. 49 manna hópur flótta- og farandfólks sem hjálparsamtök björguðu á dögunum eru hins vegar enn um borð í björgunarfleyjunum, í algjörri óvissu um framhaldið og versnandi veðri. Það var eftirlitsskip maltneska flotans sem sinnti neyðarkalli tveggja báta og bjargaði 28 úr gúmmítuðru um 130 kílómetra frá Möltuströndum og 152 til viðbótar af laslegu tréskipi suður af landinu.
01.01.2019 - 02:22
69 bjargað af bátskrifli suður af Möltu
69 manns var í dag bjargað af bátskrifli á Miðjarðarhafi, um 120 mílur suðvestur af Möltu. 49 til viðbótar var bjargað annars staðar á Miðjarðarhafi um helgina og bíða þess að fá landgönguleyfi einhvers staðar í Evrópu. Enn fleiri er leitað. Neyðarkall barst frá 69-menningunum, sem voru um borð í lélegum og úr sér gengnum trébát, og svaraði skip frá maltneska flotanum kallinu.
30.12.2018 - 23:01
Yfir 300 manns bjargað af Miðjarðarhafi
Yfir 300 manns sem bjargað var af bátkoppum og gúmmítuðrum undan Líbíuströnd fyrir viku fara í land á Spáni í dag, föstudag, eftir að spænska ríkisstjórnin ákvað að veita þeim landgönguleyfi. Áður höfðu hvort tveggja ítölsk og maltnesk yfirvöld þvertekið fyrir að hleypa farandsfólkinu í land. Fólkinu var bjargað um borð í skipið Open Arms, sem rekið er af spænsku góðgerðarsamtökunum Proactiva Open Arms, hinn 21. desember.
28.12.2018 - 05:30
Fiskimenn fá ekki að setja förufólk í land
Spænskt fiskiskip hefur hvorki komist lönd né strönd á Miðjarðarhafinu tæpa viku þar sem ekkert ríki hefur samþykkt að taka á móti tólf manns sem áhöfnin bjargaði af gúmmítuðru í síðustu viku. „Við höfum bara verið látnir sigla okkar sjó, við getum ekkert farið," sagði Pascual Dura, skipstjóri fleytunnar Nuestra Madre Loreto, í símtali við fréttamann AFP.
28.11.2018 - 05:30
Tugir förufólks neita að fara í land í Líbíu
Tugir flótta- og förufólks sem bjargað var um borð í flutningaskip á Miðjarðarhafi í síðustu viku neita að fara frá borði þar sem skipið liggur í líbískri höfn. Í frétt BBC segir að nokkur úr hópnum hafi tjáð fréttamönnum að þau vilji frekar deyja en stíga aftur fæti á líbíska grund, þar sem þeim hafi verið haldið föngnum og beitt harðræði og pyntingum af smyglurum áður en farið var með þau á haf út.
19.11.2018 - 06:12
Yfir 20 drukknuðu á leið til Spánar
Yfir 20 manns er saknað eftir að bátur með flótta- og farandfólki fór á hliðina skammt undan Marokkóströnd í dag. Þremur Marokkómönnum tókst að synda í land og létu þeir yfirvöld á staðnum vita, samkvæmt marokkósku ríkisfréttastöðinni MAP. Báturinn var að sögn á leið til Kanaríeyja þegar honum hvolfdi nálægt strönd suðurhéraðsins Tiznit. Þremenningarnir sem náðu landi segja minnst 22 hafa verið um borð auk þeirra.
19.11.2018 - 01:39
13 dóu á Miðjarðarhafi á leið til Spánar
Þrettán dóu en áttatíu var bjargað þegar þau freistuðu þess að komast frá Norður-Afríku til Spánarstranda á tveimur bátum. Spænsk yfirvöld greina frá þessu. Í tilkynningu stjórnvalda segir að skip spænsku strandgæslunnar hafi siglt fram á tvo báta sem stefndu til Spánar, með samtals 93 manneskjur um borð. Níu karlmenn voru látnir þegar að var komið og fjórir til viðbótar, sem voru við dauðans dyr þegar strandgæslan kom að, létust skömmu síðar.
06.11.2018 - 04:12
Ítölsk stjórnvöld grafa undan björgunarstarfi
Framtíð björgunarskipsins Aquariusar, sem hjálparsamtökin Læknar án landamæra og SOS Mediterranee hafa notað til leitar- og björgunarstarfa á Miðjarðarhafi síðustu misseri, er í uppnámi. Skipið er skráð í Panama, en í tilkynningu frá Læknum án landamæra segir að stjórnvöld í Panama hafi synjað umsókn þeirra um að sigla því áfram undir panömsku flaggi vegna þrýstings frá ítölskum stjórnvöldum. „Þessi ákvörðun dæmir hundruð karla, kvenna og barna til dauða," segir í yfirlýsingu samtakanna.
24.09.2018 - 03:37
Ítalíustjórn sökuð um ólögmæta frelsisviptingu
Luigi Di Maio, varaforsætisráðherra Ítalíu endurtók í gærkvöld hótun sína um að Ítalía greiddi ekki framlag sitt til Evrópusambandsins að fullu ef ekki tækist að finna 150 flóttamönnum um borð í ítalska björgunarskipinu Diciotti skjól í öðrum Evrópusambandsríkjum en Ítalíu. Þá ítrekaði hann að flóttafólkinu yrði ekki hleypt í land fyrr en önnur aðildarríki samþykktu að taka við því. Saksóknarar á Sikiley rannsaka mál flóttafólksins sem ólögmæta frelsissviptingu.
Ítalía
Hóta greiðslustöðvun til ESB vegna flóttafólks
Stjórnvöld á Ítalíu hafa lýst því yfir að um 150 manns sem bjargað var um borð í ítalska björgunarskipið Diciotti í síðustu viku fái ekki að fara í land fyrr en stjórnvöld annarra Evrópusambandsríkja lýsa sig viljug til að taka á móti þeim. Skipið er við festar í hafnarborginni Catania á Sikiley, þar sem það lagðist að bryggju á mánudag. Verði Evrópusambandið eða aðildarríki þess ekki við þessari kröfu munu Ítalar hætta að greiða sín gjöld til sambandsins, segir varaforsætisráðherra landsins.
29 börnum hleypt í land á Sikiley
Áhöfn björgunarskipsins Diciotti, sem tilheyrir ítölsku strandgæslunni, bjargaði á fimmtudag í síðustu viku 190 manns úr yfirfullri manndrápsfleytu á Miðjarðarhafi. Þrettán úr hópi flótta- og farandfólksins voru svo illa á sig komin að ítölsk yfirvöld leyfðu að þau yrðu flutt á sjúkrahús á ítölsku eyjunni Lampedusa. Hin 177 fengu hins vegar ekki að stíga fæti á ítalska grund og var haldið áfram um borð í Diciotti, sem hefur verið í höfn í Cataniuborg á Sikiley síðan á mánudag.
23.08.2018 - 04:05
Björguðu 100 manns á Miðjarðarhafi
Strandgæsla Möltu bjargaði í dag 100 flóttamönnum af smábát undan suðurströnd eyjarinnar en tveir létust. Litlu mátti muna að báturinn hefði sökkið en hann var farinn að taka á sig vatn þegar gæsluna bar að garði.
22.08.2018 - 16:07
Flóttamaður lést í átökum við öryggisveitir
Átök brutust út milli flóttamanna og öryggissveita í Túnis í nótt með þeim afleiðingum að einn flóttamaður lést. Fólkið hugðist sigla yfir Miðjarðarhafið til Evrópu.
17.08.2018 - 13:54
Farandfólk í Marokkó flutt nauðugt inn í land
Fjöldi flótta- og farandfólks í strandhéruðum Marokkós hefur verið handtekinn síðustu daga og fluttur nauðungarflutningum langt inn í land. Mannréttindasamtök Marokkós, AMDH, greina frá þessu. Í tilkynningu frá samtökunum segir að lögregla og aðrar öryggissveitir stjórnvalda hafi stóraukið aðgerðir sínar gegn flótta- og farandfólki í norðurhluta landsins um miðja síðustu viku.
13.08.2018 - 06:19
Yfir 1.200 bjargað á Miðjarðarhafi
Stjórnvöld á Spáni tilkynntu í gær að spænska strandgæslan hefði á föstudag og laugardag bjargað rúmlega 1.200 manns sem voru á reki á hafsvæðinu milli Spánar og Marokkó. Innanríkisráðherra Spánar greindi frá þessu um leið og hann kallaði eftir heildaráætlun og markvissum aðgerðum Evrópusambandsins í málefnum flótta- og farandfólks.
29.07.2018 - 06:50
Hundruð komust yfir girðinguna til Ceuta
Hundruð Afríkumanna frá löndum sunnan Sahara komust í morgun yfir girðingu inn í Ceuta, yfirráðasvæði Spánar á norðurströnd Marokkó.
26.07.2018 - 10:08