Færslur: Flott

Kastljós
Kynning á björtustu vonum Íslands
Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2021 verða veitt í Hörpu miðvikudagskvöldið 30. mars. Rás 2 hefur tilnefnt fimm flytjendur sem björtustu vonina og almenningur getur kosið á RÚV.is. Hér að neðan má finna slóð á kosninguna.
Útvarpsfrétt
Iceland Airwaves snýr aftur eftir 2ja ára covid-hlé
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur í haust eftir tveggja ára hlé. Í dag var tilkynnt um fjórtán tónlistarmenn og hljómsveitir sem spila á hátíðinni. Viðburðarstjóri segir Iceland Airwaves skipta miklu máli fyrir tónlistarmenn.
23.03.2022 - 17:45
Kosning: Bjartasta vonin 2021
Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2021 verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 30. mars. Rás 2 hefur tilnefnt fimm flytjendur til verðlauna sem bjartasta vonin og þeir eru: Árný Margrét, Rakel, FLOTT, Sucks to be you Nigel og Supersport!
Mér er drull í Árinu
Hljómsveitin Flott tók lag ársins í Árinu, áramótaþætti Gísla Marteins. Gjöriði svo vel.
31.12.2021 - 09:02
Vikan með Gísla Marteini
Stelpurnar í FLOTT hlakka til að verða 36 ára
Hljómsveitin FLOTT hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli síðustu mánuði fjörlega sviðsframkomu, frumlega texta og skemmtilega lagasmíð. Þær tóku lagið í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag og fluttu lagið Þegar ég verð 36. Þá stendur mikið til samkvæmt textanum.
11.09.2021 - 15:50
Tónaflóð
Stelpunum í Flott er drull
Hljómsveitin Flott steig á svið í bílakjallara Hörpu í kvöld á Tónaflóði. Þær tóku tvö glæsileg lög, meðal annars Mér er drull.
21.08.2021 - 22:00