Færslur: Flóra Íslands

Plöntur lifa án okkar en við ekki án þeirra
Stórvirkið Flóra Íslands fékk í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Bókin er sú umfangsmesta sem út hefur komið um íslenskar plöntur og er það von höfunda að bókin glæði áhuga og auki um leið skilning fólks á plönturíkinu.