Færslur: flóðbylgja

Tonga einangrað frá umheiminum í mánuð til viðbótar
Eyríkið Tonga, sem er meira og minna þakið eldfjallaösku og eðju eftir ógnarmikið sprengigos og flóðbylgju um helgina, verður að líkindum nokkurnveginn einangrað frá umheiminum í minnst mánuð til viðbótar. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir utanríkisráðuneyti Nýja Sjálands.
19.01.2022 - 06:20
Tilkynning um eldsumbrot við Tonga dregin til baka
Svo virðist sem tilkynning sem greint var frá fyrr í kvöld að hefði borist frá eldfjallarannsóknarstöð í Ástralíu um eldsumbrot við Tonga í Kyrrahafi hafi verið á misskilningi byggð. Ekkert hefur verið staðfest um að Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-fjallið hafi látið á sér kræla að nýju.
Flóðbylgjuviðvaranir í gildi við Kyrrahaf
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan vara almenning við Kyrrahafsstrendur ríkjanna við því að flóðbylgja kunni að skella á. Í morgun skall nærri metrahá flóðbylgja á ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi eftir að neðansjávareldgos hófst í fjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai.
16.01.2022 - 00:44
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Norður Ameríka · Hamfarir · Náttúra · Kyrrahaf · eldgos · flóðbylgja · Bandaríkin · Japan · Tonga · Tasmanía · Auckland · Nýja Sjáland · Fiji · Vanuatu
Þrýstibylgja frá eldfjalli við Tonga mældist á Íslandi
Þrýstibylgja mældist um allan heim af völdum gríðarlegrar sprengingar í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai undan ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. Flóðbylgja skall á Tonga í morgun, í kjölfar neðansjávareldgossins.
Flóðbylgjuviðvörun vegna neðansjávareldgoss í Kyrrahafi
Yfirvöld eyríkisins Tonga í Kyrrahafi hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að eldgos hófst í neðansjávareldfjalli. Nýsjálendingar hafa gert hið sama.
15.01.2022 - 07:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Nýja Sjáland · Tonga · eldgos · Kyrrahaf · flóðbylgja
Stór jarðskjálfti undan ströndum Japans í kvöld
Jarðskjálfti, sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna mælir af stærðinni 5,7, varð undan ströndum Ogasawara-eyja í Japan í kvöld. Japanska veðurstofan segir að skjálftinn hafi verið af stærðinni 6,3.
04.01.2022 - 00:10
Mikill jarðskjálfti undan ströndum Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 reið yfir undan austurströnd Indónesíu í nótt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Jarðeðlisfræðistofnun Bandaríkjanna hefur hvorki verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið né borist tilkynningar um tjón af völdum skjálftans.
02.08.2021 - 06:41
Bjargaði tugum frá flóðbylgjunni 2004
Annan í jólum 2004 gekk stærðarinnar flóðbylgja yfir nokkur ríki sem liggja að Indlandshafi og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. 10 ára bresk stúlka sem stödd var á eyjunni Phuket náði að vara fólk við og bjarga tugum frá flóðbylgjunni.
16.04.2021 - 09:16
Öflugur jarðskjálfti í Papúa Nýju Gíneu
Jarðskjálfti sem mældist 6,9 stig reið yfir austurhluta Papúa Nýju Gíneu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
17.07.2020 - 03:41