Færslur: Flóð

Gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða
Íbúum í Bewdley í Worchester-skíri á Englandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða. Sökum úrhellisrigningar síðustu daga flæddi áin Severn yfir bakka sína í gærkvöld.
26.02.2020 - 12:18
Erlent · Bretland · England · Flóð
Úrhelli og flóð á Jótlandi
Miklar rigningar síðustu daga hafa valdið flóðum víða í Danmörku, einkum við vesturströnd Jótlands og Limafjörð. Æfingavöllur knattspyrnufélagsins í Ribe, skammt frá Esbjerg, er á kafi í 120 sentimetra djúpu vatni og víða flæðir yfir götur og torg. Jens Mølgaard, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á Suður-Jótlandi, segir sína menn og tæki vart hafa undan að dæla óvelkomnu vatni í annan og betri farveg, enda slíkur farvegur vandfundinn í þessu mikla vatnsveðri.
22.02.2020 - 23:03
Erlent · Evrópa · Veður · Danmörk · Flóð
Myndband
Minnst tuttugu hafa látist í fellibylnum Phanfone
Minnst tuttugu hafa látist á Filippseyjum af völdum fellibylsins Phanfone sem gekk yfir landið í gær. Fjöldi fólks þarf á neyðaraðstoð að halda og mörg heimili á Filippseyjum verða líklega án vatns og rafmagns vikum saman.
26.12.2019 - 20:53
Þrír fórust í þyrluslysi á frönsku Rívíerunni
Þrír björgunarsveitarmenn fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í nágrenni hafnarborgarinnar Marseille í Suður-Frakklandi í gærkvöld. Þremenningarnir voru í könnunar- og björgunarleiðangri á flóðasvæðum í Var-héraði á frönsku Rívíerunni, þar sem tveir menn drukknuðu í gær. Flak þyrlunnar og lík þremenninganna fundust svo um hálftvö aðfaranótt mánudags að staðartíma, nærri smábænum Le Rove. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.
02.12.2019 - 04:29
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Frakkland · Flóð
Flóð valda usla á Englandi
Mikil flóð valda fjölda fólks búsifjum og miklum vandræðum í suðurhluta Jórvíkurskíris á Englandi. Um 1.900 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og útlit fyrir að margir geti ekki snúið aftur heim svo vikum skiptir. Um 200 hermenn eru við björgunar- og flóðavarnastörf á flóðasvæðunum.
14.11.2019 - 02:33
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · England · Bretland · Flóð
Myndskeið
Svæði á stærð við Reykjanesið undir vatni
Óttast er að minnst 750 séu látin eftir mannskæð flóð í suðausturhluta Afríku. Löndin sem verst urðu úti eru meðal fátækustu ríkja heims.
25.03.2019 - 20:55
Erlent · Afríka · Flóð
Myndband
Brú fer á kaf á fimm dögum
Yfirvöld í Queensland í Ástralíu hyggjast láta rannsaka hvort rétt hafi verið brugðist við miklum flóðum á svæðinu, í kjölfar mikilla rigninga. Á meðfylgjandi myndskeiði, sem tekið var yfir fimm daga tímabil, má glögglega sjá umfang flóðanna í bænum Townsville, sem hefur orðið einna verst úti.
08.02.2019 - 18:32
Tólf unglingar fastir í helli í Taílandi
Úrhellisrigning í Taílandi torveldar björgunaraðgerðir þar sem tólf unglingar og fótboltaþjálfari þeirra sitja fastir í helli í norðurhluta landsins. Unglingarnir hafa verið fastir í hellinum í fjóra daga. Ekki er hægt að komast inn um helsta munna hellisins vegna flóðs þar sem vatnsyfirborðið hækkar hraðar en hægt er að dæla vatninu burt. Ekki hefur náðst samband við fólkið síðan á laugardag.
28.06.2018 - 02:56
  •