Færslur: Flóð í Ástralíu

Varað við flóðum er gróðureldar slokkna
Á austurströnd Ástralíu rignir nú eins og hellt sé úr fötu og flóð ógna mönnum og mannvirkjum víða, þar á meðal í stórborginni Sydney. Rigningin hefur slökkt risagróðureld sem gekk undir nafninu Currowan og sveið 5.000 ferkílómetra lands á 74 dögum, og enginn gróðureldur í Nýja Suður Wales er svo stór lengur, að hann kalli á hæsta viðbúnaðarstig. Vatnsveðrið er hins vegar svo mikið að gefnar hafa verið út viðvaranir vegna flóðahættu í staðinn.
Hellirigning veldur flóðum, kæfir elda og kætir Ástrala
Eftir margra mánaða mannskæðar hamfarir vegna þurrka og gróðurelda vofa nú úrhelli og flóð yfir ástralska ríkinu Nýja Suður-Wales og íbúum þess. Gærdagurinn var sá úrkomusamasti í Sydney til rúmlega árs. Fjöldi gatna varð þar ófær vegna flóða. Svipaða sögu er að segja af fleiri bæjum við austurströndina og Veðurstofa Ástralíu spáir áframhaldandi vatnsveðri.
Vara við krókódílum og snákum í kjölfar flóða
Yfirvöld í Queensland í Ástralíu hafa varað íbúa svæðisins við því að krókódílar og snákar geti auðveldlega borist með vatnsflaumi í kjölfar mikilla rigninga á svæðinu. Þar geysa nú mestu flóð í áratugi.
04.02.2019 - 11:58