Færslur: Flóð í Ástralíu

Þingkosningar í Ástralíu boðaðar 21. maí
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til sambandsþingskosninga 21. maí næstkomandi. Hann hefur setið að völdum í þrjú ár sem einkennst hafa af glímunni við kórónuveirufaraldurinn, mannskæð flóð og gróðurelda.
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Fólki bjargað af húsþökum á flóðasvæðum Ástralíu
Tugum þúsunda Ástrala var skipað að yfirgefa heimili sín í gær en úrhellisrigning veldur enn ógnarmiklum flóðum. Fjöldi fólks þurfti að flýja upp á húsþök til að bjarga sér undan vatnsflaumnum.
28.02.2022 - 05:48
Mikil flóð í Ástralíu hafa orðið sex manns að fjörtjóni
Sex hafa farist í stórfelldum flóðum á austurströnd Ástralíu. Úrhellisrigning hefur varað í nokkra daga og ekkert útlit fyrir að henni linni fyrr en síðar í vikunni.
27.02.2022 - 02:28
Úrhellisrigning og mannskaðaflóð í Ástralíu
Einn fórst og tíu er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum í austurhluta Ástralíu. Hinn látni var sextugur ökumaður sem drukknaði þegar flóðbylgja hreif bílinn hans með sér.
23.02.2022 - 04:55
Tugir þúsunda flýja úrhelli og flóð í Ástralíu
Ekkert lát er á úrhelli og flóðum i Nýja Suður-Wales á austurströnd Ástralíu. Þar hefur nú rignt uppstyttulaust síðan á miðvikudag, fjöldi áa hefur flætt yfir bakka sína og þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Veðurspár gera ekki ráð fyrir að vatnsveðrinu sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Enn lengra er í að flóðahættan líði hjá.
23.03.2021 - 05:57
Feikileg úrkoma og hættuleg flóð í Ástralíu
Almannavarnir í Ástralíu vara við lífshættulegum skyndiflóðum í austanverðu landinu vegna feikilegrar úrkomu sem þar er og verður áfram. Tugum hefur verið bjargað úr flóðum nú þegar og fjölda fólks í láglendisbyggðum Nýja Suður-Wales verið fyrirskipað að rýma heimili sín og forða sér í öruggt skjól. Lögregla í Nýju Suður-Wales segir hundruð manna þegar hafa leitað skjóls í neyðarskýlum norður af Sydneyborg.
20.03.2021 - 06:19
Varað við flóðum er gróðureldar slokkna
Á austurströnd Ástralíu rignir nú eins og hellt sé úr fötu og flóð ógna mönnum og mannvirkjum víða, þar á meðal í stórborginni Sydney. Rigningin hefur slökkt risagróðureld sem gekk undir nafninu Currowan og sveið 5.000 ferkílómetra lands á 74 dögum, og enginn gróðureldur í Nýja Suður Wales er svo stór lengur, að hann kalli á hæsta viðbúnaðarstig. Vatnsveðrið er hins vegar svo mikið að gefnar hafa verið út viðvaranir vegna flóðahættu í staðinn.
Hellirigning veldur flóðum, kæfir elda og kætir Ástrala
Eftir margra mánaða mannskæðar hamfarir vegna þurrka og gróðurelda vofa nú úrhelli og flóð yfir ástralska ríkinu Nýja Suður-Wales og íbúum þess. Gærdagurinn var sá úrkomusamasti í Sydney til rúmlega árs. Fjöldi gatna varð þar ófær vegna flóða. Svipaða sögu er að segja af fleiri bæjum við austurströndina og Veðurstofa Ástralíu spáir áframhaldandi vatnsveðri.
Vara við krókódílum og snákum í kjölfar flóða
Yfirvöld í Queensland í Ástralíu hafa varað íbúa svæðisins við því að krókódílar og snákar geti auðveldlega borist með vatnsflaumi í kjölfar mikilla rigninga á svæðinu. Þar geysa nú mestu flóð í áratugi.
04.02.2019 - 11:58