Færslur: Flateyri

Myndskeið
Stærsti báturinn sem sökk í snjóflóðinu náðist á flot
Stálbáturinn Eiður ÍS er kominn á flot. Björgunarmenn sem hafa unnið að því undanfarið að ná upp bátunum sem sukku í Flateyrarhöfn í snjóflóðum í síðasta mánuði náðu honum upp í dag. Þar með er búið að ná fimm af sex bátum sem sukku á flot eða koma þeim í land. Aðeins er einn bátur eftir, sá er hálfur á kafi í höfninni, og óvíst hvað verður gert við hann.
01.02.2020 - 19:04
Gríðarstór aðgerð að koma stærsta bátnum upp á Flateyri
Vonast er til að geta komið stálbátnum Eiði, þeim stærsta sem sökk í höfninni á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þar fyrr í mánuðinum, á land á morgun. Eiður liggur nú á hvolfi í höfninni, en unnið er að því að rétta hann við neðansjávar svo hægt sé að dæla upp úr honum og koma á flot.
29.01.2020 - 11:26
Biðja Flateyringa að fara sparlega með rafmagn
Rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum í dag og firðirnir keyrðir á varaafli. Tengivirki Landsnets í Breiðadal varð spennulaust rétt fyrir klukkan fimm og því fór rafmagn af í Önundarfirði. 
25.01.2020 - 20:32
Myndskeið
Náðu fjórða bátnum á land á Flateyri
Báturinn Sjávarperlan náðist úr höfninni á Flateyri í dag og var flutt á land. Kjartan Jakob Hauksson, framkvæmdastjóri Sjótækni, segir að það hafi gengið vel í dag. Sex bátar slitnuðu frá bryggju og sukku í snjóflóði í síðustu viku.
24.01.2020 - 17:44
Björgunarskip verður til taks á Flateyri
Forsætisráðherra varð við ósk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að styrkja félagið til að standsetja björgunarskip sem verður til taks á Flateyri. Styrkurinn nemur hálfri milljón króna. Björgunarskipið er á Rifi á Snæfellsnesi, en það verður við bryggju á Flateyri í vetur.
24.01.2020 - 16:55
Starfshópur skipaður um málefni Flateyrar
Starfshópur til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar snjóflóðanna fyrr í mánuðinum. Nefndin er skipuð af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- sveitarstjórnarráðherra.
24.01.2020 - 15:34
Viðtal
Lýstu vonbrigðum á tilfinningamiklum fundi á Flateyri
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fundur sem haldinn var með íbúum á Flateyri í kvöld hafi verið tilfinningaríkur. Fólk hafi grátið og verið reitt. Um mikilvægan fund hafi verið að ræða.
20.01.2020 - 20:11
Myndskeið
Halldór Halldórsson: „Þetta er bara hneyksli“
Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í ofanflóðasjóði og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir það algjörlega ófyrirgefanlegt að þeir peningar sem hafi runnið í sjóðinn skuli ekki hafa verið nýttir í ofanflóðavarnir. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að stjórnvöld frá árinu 1997 beri þarna ábyrgð. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það ömurlega stöðu að það sé skammtað svona í þessi verkefni. „Falskt öryggi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson.
19.01.2020 - 12:09
Halda áfram að hífa báta þegar veðuraðstæður leyfa
Beðið er eftir að veður skáni á Flateyri svo hægt sé að halda áfram að hífa báta upp úr höfninni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.
19.01.2020 - 12:04
Viðtal
Nýttu tímann í dag á meðan vel viðraði
Tíminn var vel nýttur á Flateyri í dag við hreinsun úr höfninni. Þar eru sex bátar sem þarf að ná upp eftir snjóflóðið á þriðjudagskvöld. Gott veður var í dag en spáð er vonskuveðri seint í kvöld.
18.01.2020 - 17:04
Myndskeið
„Hversdagsleikinn að fara að taka við“
„Þetta er náttúrlega fyrsta skipti í dag sem að skóli og leikskóli er, kannski hversdagsleikinn að fara að taka við,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.
17.01.2020 - 19:24
Myndskeið
„Aldrei of seint að vinna úr áföllum“
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri á miðvikudagskvöld geta rifjað upp minningar frá því fyrir aldarfjórðungi, en 20 manns létust þegar flóð féll á þorpið árið 1995. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur LSH, segir að nú gæti verið tækifæri fyrir fólk að vinna úr fyrri áföllum.
16.01.2020 - 20:57
Óvissustig á Flateyri á ný eftir lítið snjóflóð
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu var aftur lýst yfir við Flateyri nú klukkan sex eftir að lítið snjóflóð féll nokkuð utan byggðar á svæðinu. Stefnt var að því að opna Flateyrarveg þar sem Vegagerðin vann að mokstri í dag, en nú er bið á því að vegurinn opni á ný. Almannavarnir eru að meta ástandið.
16.01.2020 - 18:19
Með stærstu snjóflóðum á leiðigarða í heiminum
Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Niðurstöður benda til þess að flóðin eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, en snjóflóðavarnargarðarnir ofan Flateyrar eiga að leiða flóð frá byggð en ekki stöðva þau.
16.01.2020 - 17:39
Katrín, Bjarni og Sigurður fara vestur með þyrlunni
Formenn stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Flateyrar eftir hádegið í dag og kynna sér aðstæður.
16.01.2020 - 12:17
Róleg nótt á Vestfjörðum
Samhæfingarstjórnstöð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra var starfrækt í alla nótt vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfirði í fyrrakvöld auk þess sem björgunarsveitarmenn og lögreglumenn voru til staðar. Nóttin var þó tíðindalaust með öllu.
16.01.2020 - 06:56
Búast við að geta aflétt óvissustigi á morgun
Veðurstofan býst við því að geta aflétt óvissustigi vegna snjóflóðahættu á morgun, en það hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga.
15.01.2020 - 23:30
Myndskeið
Taldi sig örugga í skjóli varnargarða
Kona, sem býr í næsta húsi við það sem snjóflóð ruddi niður á Flateyri í gærkvöld, segist endurupplifa þegar snjóflóð féll þar fyrir tuttugu og fimm árum. Hún taldi sig örugga í skjóli varnargarða.
15.01.2020 - 23:02
Myndskeið
„Erum bara búnir að vera að halda samfélaginu gangandi“
Þegar ein manneskja biður um aðstoð eru tíu mættar til að svara kallinu, segir björgunarsveitarmaður á Flateyri sem hefur tekið þátt í aðgerðum frá því nótt.
15.01.2020 - 22:41
Þyrla Gæslunnar á leið vestur á ný
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Vestfjarða á ný með óþreytta björgunarsveitarmenn til þess að styðja við björgunarstarf á svæðinu í kjölfar snjóflóðanna sem þar féllu í gær.
15.01.2020 - 22:23
Snjóflóðavarnir: Fyrri áætlanir hafa ekki gengið eftir
Fjármálaráðherra segir varnargarða hafa sannað gildi sitt en horfast verði í augu við að fyrri áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna annars staðar hafi ekki gengið eftir. Forsætisráðherra segir viðbrögð hafa verið mjög góð. Miklu hafi munað að varðskip hafi verið við Ísafjörð vegna slæmrar veðurspár.
Samstaða en líka blendnar tilfinningar
Íbúar á Flateyri segja daginn hafa einkennst af samstöðu. Fólk hafi sótt í félagsskap hvers annars. Steinunn Ása Sigurðardóttir, sem rekur Bakkabúðina, segir að fólki finnist gott að vera saman. Steinunn Ása er úr Kópavogi en var í Lýðskólanum á Flateyri síðasta vetur og flutti í framhaldinu til þorpsins. Hún segir að nóttin hafi verið óraunveruleg. Eyþór Jóvinsson, bóksali, segir að sumum íbúum finnist garðarnir hafa svikið sig. Þetta hafi ekki átt að geta gerst.
15.01.2020 - 19:11
Viðtal
„Erfitt að vera ekki á staðnum“
„„Auðvitað er hugur okkar allur fyrir vestan,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, sem bjargaðist úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri 26. október 1995 ásamt konu sinni og tveimur sonum. Það hafi verið erfitt að heyra af snjóflóðinu sem féll á bæinn í gærkvöld og hann hafi sofið lítið í nótt. Vinir og ættingjar hafi komið á heimili hans í morgun til að sýna hvert öðru samstöðu og umhyggju.
15.01.2020 - 18:12
Umfang tjónsins mun skýrast á næstu dögum
Framkvæmdastjóri segir ekkert hægt að segja til um tjón vegna snjóflóðanna á Vestfjörðum að svo stöddu, ekki hafi verið fært um svæðið til þess að meta það. Náttúruhamfaratrygging Íslands nær yfir tjón á fasteignum, tryggingafélögin sjá um tjón á ökutækjum og bátum.
15.01.2020 - 17:33
„Þetta situr lengur í sumum en öðrum“
„Ég held að það sé mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að það er ósköp eðlilegt að því er brugðið og það fylgja ákveðnar tilfinningar,“ segir Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum um viðbrögð fólks við áföllum á borð við snjóflóð. Hann bendir fólki á að hægt er að hringja í 1717 og fá upplýsingar um hvar sé hægt að nálgast áfallahjálp.
15.01.2020 - 16:09