Færslur: Flateyri

Búast við að geta aflétt óvissustigi á morgun
Veðurstofan býst við því að geta aflétt óvissustigi vegna snjóflóðahættu á morgun, en það hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga.
15.01.2020 - 23:30
Myndskeið
Taldi sig örugga í skjóli varnargarða
Kona, sem býr í næsta húsi við það sem snjóflóð ruddi niður á Flateyri í gærkvöld, segist endurupplifa þegar snjóflóð féll þar fyrir tuttugu og fimm árum. Hún taldi sig örugga í skjóli varnargarða.
15.01.2020 - 23:02
Myndskeið
„Erum bara búnir að vera að halda samfélaginu gangandi“
Þegar ein manneskja biður um aðstoð eru tíu mættar til að svara kallinu, segir björgunarsveitarmaður á Flateyri sem hefur tekið þátt í aðgerðum frá því nótt.
15.01.2020 - 22:41
Þyrla Gæslunnar á leið vestur á ný
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Vestfjarða á ný með óþreytta björgunarsveitarmenn til þess að styðja við björgunarstarf á svæðinu í kjölfar snjóflóðanna sem þar féllu í gær.
15.01.2020 - 22:23
Snjóflóðavarnir: Fyrri áætlanir hafa ekki gengið eftir
Fjármálaráðherra segir varnargarða hafa sannað gildi sitt en horfast verði í augu við að fyrri áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna annars staðar hafi ekki gengið eftir. Forsætisráðherra segir viðbrögð hafa verið mjög góð. Miklu hafi munað að varðskip hafi verið við Ísafjörð vegna slæmrar veðurspár.
Samstaða en líka blendnar tilfinningar
Íbúar á Flateyri segja daginn hafa einkennst af samstöðu. Fólk hafi sótt í félagsskap hvers annars. Steinunn Ása Sigurðardóttir, sem rekur Bakkabúðina, segir að fólki finnist gott að vera saman. Steinunn Ása er úr Kópavogi en var í Lýðskólanum á Flateyri síðasta vetur og flutti í framhaldinu til þorpsins. Hún segir að nóttin hafi verið óraunveruleg. Eyþór Jóvinsson, bóksali, segir að sumum íbúum finnist garðarnir hafa svikið sig. Þetta hafi ekki átt að geta gerst.
15.01.2020 - 19:11
Viðtal
„Erfitt að vera ekki á staðnum“
„„Auðvitað er hugur okkar allur fyrir vestan,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, sem bjargaðist úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri 26. október 1995 ásamt konu sinni og tveimur sonum. Það hafi verið erfitt að heyra af snjóflóðinu sem féll á bæinn í gærkvöld og hann hafi sofið lítið í nótt. Vinir og ættingjar hafi komið á heimili hans í morgun til að sýna hvert öðru samstöðu og umhyggju.
15.01.2020 - 18:12
Umfang tjónsins mun skýrast á næstu dögum
Framkvæmdastjóri segir ekkert hægt að segja til um tjón vegna snjóflóðanna á Vestfjörðum að svo stöddu, ekki hafi verið fært um svæðið til þess að meta það. Náttúruhamfaratrygging Íslands nær yfir tjón á fasteignum, tryggingafélögin sjá um tjón á ökutækjum og bátum.
15.01.2020 - 17:33
„Þetta situr lengur í sumum en öðrum“
„Ég held að það sé mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að það er ósköp eðlilegt að því er brugðið og það fylgja ákveðnar tilfinningar,“ segir Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum um viðbrögð fólks við áföllum á borð við snjóflóð. Hann bendir fólki á að hægt er að hringja í 1717 og fá upplýsingar um hvar sé hægt að nálgast áfallahjálp.
15.01.2020 - 16:09
Fjöldahjálparstöð opnuð í grunnskólanum á Flateyri
Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum á Flateyri. Helena Jónsdóttir, sálfræðingur í einu áfallateyma Rauða krossins, segir að þar séu nú um 40 björgunarsveitarmenn, um tíu starfsmenn frá Rauða krossinum og bæjarbúar að leita upplýsinga um afdrif og líðan annarra og fá stuðning.
15.01.2020 - 15:19
Myndskeið
Höfnin full af snjó og bátar liggja eins og hráviði
Höfnin á Flateyri er full af snjó og bátar liggja eins og hráviði, ýmist marandi í hálfu kafi eða á hvolfi. Eyðileggingin er mikil eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri í nótt.
15.01.2020 - 15:06
Þyrla Gæslunnar á leið vestur til sjúkraflutninga
Þyrla Landhelgisgæslunnar er um það bil að leggja af stað frá Reykjavík vestur á firði.
Myndskeið
Búið að flytja fólk og vistir í land á Flateyri
Fyrsti léttbátur varðskipsins Þórs sigldi með vistir og lækningabúnað inn á Flateyri um klukkan tvö, um það bil tveimur klukkustundum eftir að varðskipið kom aftur að Flateyri. Í framhaldinu fluttu varðskipsmenn fólk í bæinn sem kemur upp fjöldahjálparstöð. Þetta er önnur för varðskipsins til Flateyrar eftir snjóflóðin í gærkvöld.
15.01.2020 - 14:37
Myndskeið
Aukafréttatími um snjóflóðin
Aukafréttatíma var sendur út í sjónvarpi í hádeginu vegna snjóflóða sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld. Hægt er að horfa á upptöku af fréttatímanum í spilaranum hér fyrir ofan.
Tryggingar bæta tjónið að mestu
Tryggingar bæta að öllum líkindum mest allt það tjón sem varð í snjóflóðunum á Flateyri og Suðureyri í gærkvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Þar segir að náttúruhamfaratrygging taki til tjóna á öllum fasteignum sem skemmdust í snjóflóðunum sem og á brunatryggðu innbúi og lausafé.
15.01.2020 - 12:48
Myndskeið
Varðskipið Þór komið aftur til Flateyrar
Varðskipið Þór kom aftur til Flateyrar í hádeginu og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Jóhannes Jónsson tók úr skipinu var blindhríð í bænum og skyggni lítið. Sex bátar sem voru bundnir við bryggju á Flateyri skemmdust í flóðinu í nótt og má sjá nokkra þeirra á myndskeiðinu.
15.01.2020 - 12:35
„Við vitum ekki neitt, þetta er altjón fyrir okkur“
Fjölskyldufyrirtæki á Flateyri varð fyrir gríðarlegu tjóni þegar bátur þeirra sökk í höfninni í gærkvöld. Sex manns starfa hjá útgerðinni og þetta var aflahæsti bátur landsins í sínum stærðarflokki á síðasta fiskveiðiári. 
15.01.2020 - 12:25
Gekk vel að skutla fólki í land þrátt fyrir sokkna báta
Varðskipið Þór sigldi í haugasjó frá Ísafirði til Flateyrar í nótt. Ófært var inn í höfnina vegna braks og sokkinna báta sem fyrra snjóflóðið hreif með sér. Halldór Nellett skipherra segir að þrátt fyrri að ófært hafi verið inn í höfnina á Flateyri hafi gengið vel að koma fólki í land.
15.01.2020 - 12:16
Allt lokað á Vestfjörðum fram eftir degi
Nær allar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar eða lokaðar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi til þrjú í dag og enginn mokstur kemur til greina fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan tvö.
Stúlkan var orðin köld og hrakin en líður nú vel
Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í nótt sefur. Læknir á sjúkrahúsinu á Ísafirði segir að henni líði vel. Stúlkan var föst í flóðinu í rúman hálftíma og var orðin köld og þrekuð. Hjúkrunarfræðingur á Flateyri brást hárrétt við og kom í hana hita. 
15.01.2020 - 11:06
Fóru strax að kanna hvort öll hús væru á sínum stað
Þrjú stór snjóflóð, tvö á Flateyri og eitt í Súgandafirði til móts við Suðureyri, féllu með skömmu millibili á tólfta tímanum í gærkvöld. Kristbjörg Reynisdóttir var að fara að sofa upp úr klukkan 11 í gærkvöld og heyrði þá miklar drunur. Hún kveðst þá strax hafa vitað að snjóflóð hafi fallið.
15.01.2020 - 10:20
Myndskeið
Þór lagður af stað til Flateyrar
Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar um klukkan níu í morgun. Varðskipið kemur við á Bolungarvík á leiðinni til að sækja tvo meðlimi áfallahjálparteymis sem skipið flytur til Flateyrar. Þar verður opnuð fjöldahjálparstöð þegar varðskipið kemur á staðinn. Það verður líklega um eða upp úr klukkan ellefu.
15.01.2020 - 09:56
Fjögur hús rýmd á Ísafirði
Ákveðið var að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði í morgun. Vindur hefur verið hvass með lítilsháttar hléum síðan á föstudag, vindáttin er úr norðaustri og hefur verið nokkuð stöðug allan tímann.
15.01.2020 - 09:48
Mynd með færslu
Aukafréttatími í sjónvarpi klukkan 12 á hádegi
Aukafréttatími verður í sjónvarpi klukkan tólf á hádegi í dag vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum í gærkvöldi. Fréttatíminn verður textaður og rittúlkaður á síðu 888 í textavarpi. Þrjú stór snjóflóð, tvö á Flateyri og eitt í Súgandafirði til móts við Suðureyri, féllu með skömmu millibili á tólfta tímanum. Þá er búist við að fjöldi flóða hafi fallið víða í nágrenni byggðar á norðanverðum Vestfjörðum.
15.01.2020 - 09:30
Flóðin á allt að 200 kílómetra hraða
„Við eigum von á því að þegar birtir komi í ljós fjölmörg snjóflóð sem fallið hafa úr hlíðum víða í nágrenni Skutulsfjarðar og Önundarfjarðar. Það á eftir að koma í ljós hversu umfangsmikil þessi hrina er. Við fórum yfir stöðuna sunnar á fjörðunum þar sem þetta veður hefur ekki náð sér svona mikið upp þannig að þar teljum við að ekki sé að skapast hætta,“ segir Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.
15.01.2020 - 09:00