Færslur: Flateyri

„Það er engin uppgjöf í þessu samfélagi, langt í frá“
Gerð sjóbaða, klifurveggs og skíðaleigu eru dæmi um verkefni sem bíða framkvæmda á Flateyri. Brátt líður að lokum Flateyrarverkefnisins og óskað hefur verið eftir eins árs framlengingu til að ljúka ókláruðum verkum.
Göngumaður á Flateyri fluttur á sjúkrahús með þyrlu
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir hádegi vegna göngumanns sem slasaðist fyrir ofan Flateyri. Var göngumaðurinn fluttur á slysadeild Borgarspítala.
Sjónvarpsfrétt
Vilja fjölga nemendum og að Flateyri verði lýðskólaþorp
Fyrirhugaðir nemendagarðar Lýðskólans á Flateyri verður stærsta nýframkvæmd á eyrinni í meira en tuttugu ár. Skólinn ætlar þó ekki að láta þar við sitja og stefnir á að fjölga nemendum í sextíu á komandi árum.
07.12.2021 - 17:00
Fyrstu nýbyggingarnar á Flateyri síðan 1997
14 stúdíóíbúðir í tveimur samtengdum húsum munu rísa við Hafnarstræti sem hluti af nemendagörðum Lýðskólans á Flateyri. Færri komast að en vilja í námið sem er um margt óvenjulegt.
Sumarlandinn
„Hingað kemur fólk til að skemmta sér hvaðanæva að“
„Ég átti það stundum til að taka úr mér tennurnar, fara upp á svið og syngja Megas,“ segir Sigurður Hafberg, fastagestur á Vagninum á Flateyri. Á síðustu þrjátíu árum hefur Vagninn orðið einn helsti skemmtistaður Vestfjarða.
Sjónvarpsfrétt
Röntgen tekur við Vagninum í sumar
Eigendur öldurhússins Röntgen í Reykjavík leita á nýjar slóðir sjá um rekstur veitingastaðarins og krárinnar Vagnsins á Flateyri í sumar. Forsvarsfólk Röntgen tók formlega við rekstri Vagnsins um mánaðamótin og hafa háleit markmið fyrir sumarið.
02.06.2021 - 15:18
Fjórir kostir til að efla ofanflóðavarnir á Flateyri
Verkfræðistofan Verkís leggur til fjórar tillögur til þess að efla varnir gegn ofanflóðum á Flateyri í Önundarfirði. Meðal þeirra er að styrkja húsin efst í bænum og setja snjósöfnunargrindur á Eyrarfjall sem myndu minnka snjómagnið sem safnast upp í giljunum fyrir ofan þorpið.
Kolófært og lokað um helstu leiðir á Vestfjörðum
Helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir eða ófærir vegna veðurs. Óvissustig er í Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegur um Hvilftarströnd er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Veðurspá er óskapleg og ekki líklegt að hægt verði að opna í bráð.
26.01.2021 - 15:22
Flateyrarvegur áfram lokaður en Flateyringar rólegir
Flateyrarvegur um Hvilftarströnd hefur verið lokaður síðan á laugardagsmorgun. Hann var opnaður um stundarkorn í gær en lokað aftur þegar snjóflóð féll á hann. Eigandi Gunnukaffis segir að stefni í brauðbakstur í dag.
25.01.2021 - 12:18
Myndskeið
„Alltaf gott að komast heim“
Rýmingu húsa á Flateyri og Siglufirði var aflétt í dag. Enn er þó hættustig vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu fyrir norðan í gær vegna veðurs.
24.01.2021 - 19:45
Búast við að rýmingu verði aflétt í dag
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt, en búist er við að rýmingu vegna snjóflóðahættu verði aflétt á Flateyri síðar í dag. Talið er að minnsta kosti þrjú hross hafi drepist þegar snjóflóð féll í Skagafirði í gær.
24.01.2021 - 12:35
Myndskeið
„Menn brenndir eftir síðasta ár“
Vonskuveður hefur verið á norðan- og vestanverðu landinu síðustu sólarhringa og fjallvegir flestir ófærir. Rýming vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Björgunarsveitir þurftu í gærkvöld að aðstoða á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð lokuðu Öxnadalsheiði.
23.01.2021 - 20:17
Viðtal
Bíður enn eftir að sér finnist hún örugg
Kona á Flateyri segir þreytandi að bíða eftir að sér finnist hún örugg. Eitt ár er liðið frá því að snjóflóð féllu í Súgandafirði og Önundarfirði.
14.01.2021 - 23:42
Snjóflóðin í janúar fóru yfir garða á tveimur stöðum
Tvö snjóflóð féllu á Flateyri í janúar á nánast sama tíma og fóru þau yfir varnargarða fyrir ofan bæinn á tveimur stöðum. Þetta kom fram á íbúafundi á Flateyri þar sem fulltrúar viðbragðsaðila fóru yfir aðgerðir sem gripið var til eftir að snjóflóðin féllu á bæinn 14. janúar og viðbrögð við uppfærðu hættumati og rýmingaráætlun, ef snjóflóð skyldi falla aftur.
24.11.2020 - 08:03
Ætti ekki að hika við að verja höfnina á Flateyri
Heildartjón vegna skemmda sem urðu á höfninni á Flateyri við snjóflóð sem féllu þar í janúar er á annað hundrað milljónir. Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar segir brýna þörf á að verja höfnina fyrir snjóflóðum.
Lítur ekki öðruvísi á lífið eftir heilaáföllin
Mannskætt snjófljóð féll á Flateyri árið 1995 en þá var Katrín Björk Guðjónsdóttir aðeins tveggja og hálfs árs. Katrín heldur úti vinsælu bloggi þar sem hún rifjaði í gær upp flóðið, húsið hennar sem eyðilagðist og æðruleysið sem hefur fylgt henni síðan þessi skelfilegi atburður átti sér stað. Það hefur hjálpaði henni mikið í bataferli eftir heilaáföll sem hún fékk á fullorðinsárum.
Myndskeið
„Það kemur vonandi dagur eftir þennan dimma dag“
25 ár eru frá einhverjum mannskæðustu náttúruhamförum landsins í seinni tíð; snjóflóðinu á Flateyri. Minningarathöfn verður í bænum í kvöld þar sem kveikt verður á blysum til minningar um þá tuttugu sem fórust.
Myndskeið
Verður gripið til rýminga ef hætta er á snjóflóðum
Aðgerðir til þess að efla byggð og atvinnu á Flateyri í Önundarfirði eru margar komnar af stað. Öryggismál í vetur eiga enn eftir að skýrast. Níu mánuðir eru síðan snjóflóð féllu í Súgandafirði og Önundarfirði.
Sextugur brunabíll seldur á 100 þúsund krónur
Sextugur Bedford brunabíll, sem þjónaði um árabil á Flateyri, verður seldur hæstbjóðanda fyrir 101 þúsund krónur.
09.10.2020 - 14:05
Tjón Ísafjarðar vegna snjóflóða um 40 milljónir
Tjón Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri 14. janúar síðastliðinn nemur um 40 milljónum króna. Bærinn hefur farið fram á það við ríkið að það greiði þennan kostnað og bíður nú svara.  Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að mestur hluti kostnaðins sé tilkominn vegna hreinsunarstarfs.
20.05.2020 - 14:26
Tæpar 40 milljónir í nýsköpunaraðgerðir á Flateyri
Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í gær yfir það hvernig framkvæmd og eftirfylgni aðgerða verði háttað á Flateyri í samræmi við tillögur aðgerðahóps sem skipaður var í kjölfar snjóflóðanna í janúar síðastliðnum. 
15.04.2020 - 11:38
Gamanmyndakeppni til að létta lund landsmanna
Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur ákveðið að setja af stað keppni þar sem keppendur fá 48 klukkustundir til að fullklára gamanmynd. Keppnin er öllum opin og segja aðstandendur að ekki sé þörf á flóknum tækjabúnaði til að gera góða gamanmynd.
24.03.2020 - 09:21
Hús rýmd á Ísafirði og viðbúið að fleiri snjóflóð falli
Enn er óvissuástand á Vestfjörðum öllum vegna snjóflóðahættu og hættustig á Flateyri og Patreksfirði. Búið er að rýma iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og varðskipið Týr er komið til Flateyrar.
17.03.2020 - 11:30
Hættustig á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða
Hættustig er á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum öllum. Ákveðið hefur verið að rýma tíu íbúðarhús efst á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum. Tvö hús hafa verið rýmd á Patreksfirði.
16.03.2020 - 16:53
Traustar ofanflóðavarnir, fiskeldi og íbúðir á Flateyri
Uppbygging heilsugæslusels, nýtt íbúðarhúsnæði og fiskeldi í Önundarfirði er meðal þess sem hægt er að gera til þess að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð.
06.03.2020 - 18:15

Mest lesið