Færslur: Flateyri

Myndskeið
„Það kemur vonandi dagur eftir þennan dimma dag“
25 ár eru frá einhverjum mannskæðustu náttúruhamförum landsins í seinni tíð; snjóflóðinu á Flateyri. Minningarathöfn verður í bænum í kvöld þar sem kveikt verður á blysum til minningar um þá tuttugu sem fórust.
Myndskeið
Verður gripið til rýminga ef hætta er á snjóflóðum
Aðgerðir til þess að efla byggð og atvinnu á Flateyri í Önundarfirði eru margar komnar af stað. Öryggismál í vetur eiga enn eftir að skýrast. Níu mánuðir eru síðan snjóflóð féllu í Súgandafirði og Önundarfirði.
Sextugur brunabíll seldur á 100 þúsund krónur
Sextugur Bedford brunabíll, sem þjónaði um árabil á Flateyri, verður seldur hæstbjóðanda fyrir 101 þúsund krónur.
09.10.2020 - 14:05
Tjón Ísafjarðar vegna snjóflóða um 40 milljónir
Tjón Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri 14. janúar síðastliðinn nemur um 40 milljónum króna. Bærinn hefur farið fram á það við ríkið að það greiði þennan kostnað og bíður nú svara.  Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að mestur hluti kostnaðins sé tilkominn vegna hreinsunarstarfs.
20.05.2020 - 14:26
Tæpar 40 milljónir í nýsköpunaraðgerðir á Flateyri
Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í gær yfir það hvernig framkvæmd og eftirfylgni aðgerða verði háttað á Flateyri í samræmi við tillögur aðgerðahóps sem skipaður var í kjölfar snjóflóðanna í janúar síðastliðnum. 
15.04.2020 - 11:38
Gamanmyndakeppni til að létta lund landsmanna
Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur ákveðið að setja af stað keppni þar sem keppendur fá 48 klukkustundir til að fullklára gamanmynd. Keppnin er öllum opin og segja aðstandendur að ekki sé þörf á flóknum tækjabúnaði til að gera góða gamanmynd.
24.03.2020 - 09:21
Hús rýmd á Ísafirði og viðbúið að fleiri snjóflóð falli
Enn er óvissuástand á Vestfjörðum öllum vegna snjóflóðahættu og hættustig á Flateyri og Patreksfirði. Búið er að rýma iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og varðskipið Týr er komið til Flateyrar.
17.03.2020 - 11:30
Hættustig á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða
Hættustig er á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum öllum. Ákveðið hefur verið að rýma tíu íbúðarhús efst á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum. Tvö hús hafa verið rýmd á Patreksfirði.
16.03.2020 - 16:53
Traustar ofanflóðavarnir, fiskeldi og íbúðir á Flateyri
Uppbygging heilsugæslusels, nýtt íbúðarhúsnæði og fiskeldi í Önundarfirði er meðal þess sem hægt er að gera til þess að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð.
06.03.2020 - 18:15
Þrjú snjóflóð féllu við Flateyri
Þrjú snjóflóð féllu utan við Flateyri í veðrinu, sem gekk yfir norðanverða Vestfirði.
22.02.2020 - 11:06
Viðtal
Sér eftir bátnum sem hefur reynst sem annað heimili
Útgerð og fiskvinnsla á Flateyri eru í lamasessi eftir snjóflóðin sem féllu um miðjan janúar. Sjómaður segir að hann hrylli við að fara um borð í bát sinn, eftir að hann hafði legið á kafi í höfninni í átján daga.
03.02.2020 - 19:53
Myndskeið
Flókið og erfitt að ná Eiði ÍS á flot
Það var flókið verk að ná bátnum Eiði úr Flateyrarhöfn og aðstæður erfiðar, segir kafarinn sem stýrði verkinu. Það tókst að koma í veg fyrir að olía og fleira rynni í höfnina. 
02.02.2020 - 20:07
Myndskeið
Stærsti báturinn sem sökk í snjóflóðinu náðist á flot
Stálbáturinn Eiður ÍS er kominn á flot. Björgunarmenn sem hafa unnið að því undanfarið að ná upp bátunum sem sukku í Flateyrarhöfn í snjóflóðum í síðasta mánuði náðu honum upp í dag. Þar með er búið að ná fimm af sex bátum sem sukku á flot eða koma þeim í land. Aðeins er einn bátur eftir, sá er hálfur á kafi í höfninni, og óvíst hvað verður gert við hann.
01.02.2020 - 19:04
Gríðarstór aðgerð að koma stærsta bátnum upp á Flateyri
Vonast er til að geta komið stálbátnum Eiði, þeim stærsta sem sökk í höfninni á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þar fyrr í mánuðinum, á land á morgun. Eiður liggur nú á hvolfi í höfninni, en unnið er að því að rétta hann við neðansjávar svo hægt sé að dæla upp úr honum og koma á flot.
29.01.2020 - 11:26
Biðja Flateyringa að fara sparlega með rafmagn
Rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum í dag og firðirnir keyrðir á varaafli. Tengivirki Landsnets í Breiðadal varð spennulaust rétt fyrir klukkan fimm og því fór rafmagn af í Önundarfirði. 
25.01.2020 - 20:32
Myndskeið
Náðu fjórða bátnum á land á Flateyri
Báturinn Sjávarperlan náðist úr höfninni á Flateyri í dag og var flutt á land. Kjartan Jakob Hauksson, framkvæmdastjóri Sjótækni, segir að það hafi gengið vel í dag. Sex bátar slitnuðu frá bryggju og sukku í snjóflóði í síðustu viku.
24.01.2020 - 17:44
Björgunarskip verður til taks á Flateyri
Forsætisráðherra varð við ósk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að styrkja félagið til að standsetja björgunarskip sem verður til taks á Flateyri. Styrkurinn nemur hálfri milljón króna. Björgunarskipið er á Rifi á Snæfellsnesi, en það verður við bryggju á Flateyri í vetur.
24.01.2020 - 16:55
Starfshópur skipaður um málefni Flateyrar
Starfshópur til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar snjóflóðanna fyrr í mánuðinum. Nefndin er skipuð af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- sveitarstjórnarráðherra.
24.01.2020 - 15:34
Viðtal
Lýstu vonbrigðum á tilfinningamiklum fundi á Flateyri
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fundur sem haldinn var með íbúum á Flateyri í kvöld hafi verið tilfinningaríkur. Fólk hafi grátið og verið reitt. Um mikilvægan fund hafi verið að ræða.
20.01.2020 - 20:11
Myndskeið
Halldór Halldórsson: „Þetta er bara hneyksli“
Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í ofanflóðasjóði og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir það algjörlega ófyrirgefanlegt að þeir peningar sem hafi runnið í sjóðinn skuli ekki hafa verið nýttir í ofanflóðavarnir. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að stjórnvöld frá árinu 1997 beri þarna ábyrgð. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það ömurlega stöðu að það sé skammtað svona í þessi verkefni. „Falskt öryggi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson.
19.01.2020 - 12:09
Halda áfram að hífa báta þegar veðuraðstæður leyfa
Beðið er eftir að veður skáni á Flateyri svo hægt sé að halda áfram að hífa báta upp úr höfninni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.
19.01.2020 - 12:04
Viðtal
Nýttu tímann í dag á meðan vel viðraði
Tíminn var vel nýttur á Flateyri í dag við hreinsun úr höfninni. Þar eru sex bátar sem þarf að ná upp eftir snjóflóðið á þriðjudagskvöld. Gott veður var í dag en spáð er vonskuveðri seint í kvöld.
18.01.2020 - 17:04
Myndskeið
„Hversdagsleikinn að fara að taka við“
„Þetta er náttúrlega fyrsta skipti í dag sem að skóli og leikskóli er, kannski hversdagsleikinn að fara að taka við,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.
17.01.2020 - 19:24
Myndskeið
„Aldrei of seint að vinna úr áföllum“
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri á miðvikudagskvöld geta rifjað upp minningar frá því fyrir aldarfjórðungi, en 20 manns létust þegar flóð féll á þorpið árið 1995. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur LSH, segir að nú gæti verið tækifæri fyrir fólk að vinna úr fyrri áföllum.
16.01.2020 - 20:57
Óvissustig á Flateyri á ný eftir lítið snjóflóð
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu var aftur lýst yfir við Flateyri nú klukkan sex eftir að lítið snjóflóð féll nokkuð utan byggðar á svæðinu. Stefnt var að því að opna Flateyrarveg þar sem Vegagerðin vann að mokstri í dag, en nú er bið á því að vegurinn opni á ný. Almannavarnir eru að meta ástandið.
16.01.2020 - 18:19