Færslur: Flatey

Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 við Skjálfanda
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 varð þegar klukkan var rúmar tuttugu mínútur gengin eitt í nótt. Upptök skjálftans eru í Þverárfjalli um þrettán kílómetra suð- suðvestur af Flatey á Skjálfanda.
Óttast að Hrísey og Grímsey fyllist af gömlum druslum
Frá og með áramótum geta eig­end­ur öku­tækja sem notuð eru í Grímsey, Flatey eða Hrísey fengið und­anþágu frá skoðun­ar­skyldu. Formaður hverfisráðs Hríseyjar óttast að með þessu verði umferðaöryggi fórnað. Eigandi vélaverkstæðis í Grímsey segir þetta arfavitlausar breytingar.
14.12.2021 - 15:12
Friðlandið í Flatey tvöfaldast
Friðlandið í Flatey stækkaði í 1,62 kílómetra í dag þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra undirritaði auglýsingu um stækkun þess. Friðlandið tvöfaldast þar með að stærð.
11.08.2021 - 20:32
Baldur vonandi sjóklár fyrir helgi
Stefnt er að því að Breiðafjaraðarferjan Baldur verði orðin sjófær á ný fyrir helgi. Þetta segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. 
08.07.2020 - 21:48
Myndskeið
„Þér er ekkert kalt - er það?“
Gleðin var við völd á bryggjunni í Flatey á Breiðafirði í morgun þegar nokkrir vaskir piltar kældu sig í sjónum. Þar hefur verið einmuna veðurblíða undanfarna daga og talsvert um gesti í eyjunni.
03.07.2020 - 22:08
Innlent · Vesturland · Flatey · ferðasumar · Sumar · Sjósund · gaman
Bíða eftir sérsmíðuðum vélbúnaði frá Danmörku í Baldur
Smíða þarf sérstakan vélbúnað í Danmörku til að gera við ferjuna Baldur. Það er svokallaður dísuhringur sem tengist túrbínunni og standa vonir til að hann verði tilbúinn í næstu viku. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, lofar þó engu um hvenær Baldur sé tilbúinn til siglinga á ný.
02.07.2020 - 16:32
Bilunin í Baldri meiri en talið var
Bilun í Breiðafjarðarferjunni Baldri reyndist meiri en talið var í fyrstu Framkvæmdastjóri Sæferða segir þó að það séu dagar frekar en vikur þar til ferjan siglir á ný.
02.07.2020 - 12:10
Þreyttir farþegar komnir í land
Ferjan Baldur liggur við bryggju í Flatey. Ferjan bilaði á leið út í eyna í gær. Hundrað og fjörutíu farþegar voru um borð. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að búið sé að finna varahluti í Baldur sem berist fljótlega vestur. 
30.06.2020 - 12:14