Færslur: Fjórhjólaslys

Fjórhjólaslys á hálendinu
Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna fjórhjólaslyss í grennd við Svartárvatn suðvestur af Mývatni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð slysið um það bil 50 kílómetra frá þjóðveginum. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn nálgast nú hinn slasaða sem hefur tekist að koma sér nær þjóðveginum.
03.09.2020 - 10:47
Viðbeinsbrotnaði á fjórhjóli
Ökumaður fjórhjóls slasaðist þegar hann velti yfir sig fjórhjóli um páskana í Rangárþingi eystra. Slysið varð við Fljótsdal, sem er innsti bær í Fljótshlíð. Öklumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli, þar sem hugað var að meiðslum hans. Meiðsl hans reyndust minni en óttast var, hann var viðbeinsbrotinn og marinn, en að mestu heill að öðru leyti.
29.03.2016 - 17:35