Færslur: Fjórða iðnbyltingin

Stefnir í hraða uppbyggingu 5G
Meiri hraði er að færast í uppbyggingu 5G kerfisins og verða tugir senda ræstir á næstu mánuðum. Stór hluti þjóðarinnar ætti að verða tengdur við kerfið eftir um það bil tvö ár.
05.08.2021 - 22:00
Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
Vinnsla Google geti ekki talist ópersónuleg
Nýlega greindi belgíska ríkisútvarpið frá því að verktaki hjá Google hefði lekið til þess þúsundum upptaka sem snjallhátalari tók upp inni á heimilum. Því hefur verið velt upp hvort meðferð Google á gögnum þeirra sem nýta ýmsa snjallþjónustu standist persónuverndarlög. Innlendir sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við hallast hvor í sína áttina. 
Myndskeið
Menntakerfið þurfi að bregðast við breytingum
Menntakerfið þarfnast mikillar endurskoðunar svo hægt verði að takast á við tæknibreytingar sem eru í vændum, samkvæmt skýrslu nefndar forsætisráðherra. Menntamálaráðherra kynnir tillögur um aðgerðir í menntamálum í næstu viku.
02.03.2019 - 20:03
Myndskeið
Hefur sláandi áhrif á vinnumarkað á Íslandi
Forsætisráðherra segir sláandi að sjá hversu mikil áhrif sjálfvirknivæðing hefur á íslenskan vinnumarkað. Miklar líkur eru á að þriðja hvert starf verði óþarft, samkvæmt skýrslu sem starfshópur, sem hún skipaði, kynnti í dag.
Líkur á að 86% starfa breytist verulega
Miklar líkur eru á því að um þriðja hvert starf á Íslandi breytist verulega eða hverfi alveg á allra næstu árum, samkvæmt nýrri skýrslu nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna. Aðeins 14% starfa eru ólíkleg til þess að taka breytingum.
Fréttaskýring
5G: Þurfa ljósastaurarnir nýjan titil?
Stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki eru farin að huga að fimmtu kynslóð farneta, 5G. Þessi kynslóð hefur verið kölluð net iðnaðarins og er í raun límið í fjórðu iðnbyltingunni, forsenda fyrir því að ótal nettengdir hlutir og kerfi geti sent gögn sín á milli á leifturhraða. Ísland ætlar sér að verða hluti af best tengda 5G-svæði heims - en fyrst þarf að taka fjölda ákvarðana og ráðast í viðamikla uppbyggingu þar sem snjallir ljósastaurar gætu verið í lykilhlutverki.
Stutt í að bílar verði eins og hestar
„Ég myndi halda að eftir svona kannski tuttugu ár verði bíllinn orðinn eins og hesturinn í dag. Hann verður bara hobbý. Við eigum bílskúr fyrir utan bæinn, við getum farið þangað og bónað bílinn og hugsað um hann. Svo eru svona sér akgreinar sem við megum prófa að keyra hann á. Þetta held ég að sé raunhæf sviðsetning,“ segir Dr. Yngvi Björnsson prófessor við gervigreindarsetur HR.
12.01.2018 - 11:08