Færslur: Fjölskylduhjálp Íslands

Sennilegt að Flokkur fólksins skoði stöðu Ásgerðar Jónu
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segir sennilegt að stjórn flokksins taki til skoðunar ásakanir á hendur Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar og varaborgarfulltrúa flokksins. Ásgerður átti sæti í mannréttindaráði borgarinnar þar til hún fór í veikindaleyfi og var varamaður í velferðarráði. Kolbrún segist telja að Ásgerður komi aftur eftir veikindaleyfi í janúar en ekki náðist í Ásgerði við vinnslu fréttarinnar.
Um 700 heimili fá matarúthlutun í næstu viku
Fjölskylduhjálp Íslands afhendir skjólstæðingum sínum matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga mánudaginn 16. nóvember í Iðufelli í Breiðholti. Í þeirri viku verða alls fjórar matarúthlutanir, tvær í Reykjavík og tvær í Reykjanesbæ.
Myndskeið
Jólin verða mörgum erfið í ár vegna faraldursins
Þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands telja að jólin verði mörgum erfið og þungbær. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar en í fyrra. Formaður Fjölskylduhjálparinnar segir að ríkið ætti að gefa öllum sem berjast í bökkum hundrað þúsund krónur til að halda gleðileg jól.
Myndskeið
200 fengu mataraðstoð — erfitt að mæta í röðina
Yfir 200 fjölskyldur á Suðurnesjum fengu mataraðstoð fyrir helgi. Um fimmtíu þurftu frá að hverfa á fimmtudag af því að það var ekki nóg til. Kona sem missti vinnuna í faraldrinum segir erfitt að taka það skref að mæta í röðina. Helmingur atvinnulausra á Suðurnesjum eru útlendingar.
26.09.2020 - 19:17
Um tvöþúsund fjölskyldur hafa fengið mataraðstoð
Mun meira hefur verið um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands frá því í mars og síðustu mánuði en á sama tíma fyrir ári. Um 300 matarpokar eru afhentir á dag, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Ástandið hafi verið mjög erfitt síðan farsóttin braust út.
07.07.2020 - 12:44
„Það liggur við að fólk gráti í símann“
Fjölskylduhjálp Íslands hóf í dag matarúthlutun sína fyrir apríl. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, segir að neyðin sé mikil, og að hún hafi aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á.
23.04.2020 - 15:52
Myndskeið
Guðjón Valur gaf 200 kíló af ónotuðum fötum
Fjölskylduhjálp Íslands hefur borist vegleg gjöf frá Guðjóni Val Sigurðssyni, landsliðsfyrirliða í handbolta. Guðjón Valur gaf öll ónotuð íþróttaföt sín og skó sem hann átti í fórum sínum og meira til.
03.06.2019 - 18:01