Færslur: Fjölskylduhjálp Íslands

Kaupfélag Skagfirðinga heldur áfram að gefa mat
Formaður fjölskylduhjálpar segir matargjafir Kaupfélags Skagfirðinga tryggja að enginn ætti að vera svangur um jólin. Fyrirtækið hefur gefið rúmlega tvö hundruð þúsund máltíðir frá því á síðasta ári.
Sennilegt að Flokkur fólksins skoði stöðu Ásgerðar Jónu
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segir sennilegt að stjórn flokksins taki til skoðunar ásakanir á hendur Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar og varaborgarfulltrúa flokksins. Ásgerður átti sæti í mannréttindaráði borgarinnar þar til hún fór í veikindaleyfi og var varamaður í velferðarráði. Kolbrún segist telja að Ásgerður komi aftur eftir veikindaleyfi í janúar en ekki náðist í Ásgerði við vinnslu fréttarinnar.
Um 700 heimili fá matarúthlutun í næstu viku
Fjölskylduhjálp Íslands afhendir skjólstæðingum sínum matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga mánudaginn 16. nóvember í Iðufelli í Breiðholti. Í þeirri viku verða alls fjórar matarúthlutanir, tvær í Reykjavík og tvær í Reykjanesbæ.
Myndskeið
Jólin verða mörgum erfið í ár vegna faraldursins
Þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands telja að jólin verði mörgum erfið og þungbær. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar en í fyrra. Formaður Fjölskylduhjálparinnar segir að ríkið ætti að gefa öllum sem berjast í bökkum hundrað þúsund krónur til að halda gleðileg jól.
Myndskeið
200 fengu mataraðstoð — erfitt að mæta í röðina
Yfir 200 fjölskyldur á Suðurnesjum fengu mataraðstoð fyrir helgi. Um fimmtíu þurftu frá að hverfa á fimmtudag af því að það var ekki nóg til. Kona sem missti vinnuna í faraldrinum segir erfitt að taka það skref að mæta í röðina. Helmingur atvinnulausra á Suðurnesjum eru útlendingar.
26.09.2020 - 19:17
Um tvöþúsund fjölskyldur hafa fengið mataraðstoð
Mun meira hefur verið um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands frá því í mars og síðustu mánuði en á sama tíma fyrir ári. Um 300 matarpokar eru afhentir á dag, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Ástandið hafi verið mjög erfitt síðan farsóttin braust út.
07.07.2020 - 12:44
„Það liggur við að fólk gráti í símann“
Fjölskylduhjálp Íslands hóf í dag matarúthlutun sína fyrir apríl. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, segir að neyðin sé mikil, og að hún hafi aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á.
23.04.2020 - 15:52
Myndskeið
Guðjón Valur gaf 200 kíló af ónotuðum fötum
Fjölskylduhjálp Íslands hefur borist vegleg gjöf frá Guðjóni Val Sigurðssyni, landsliðsfyrirliða í handbolta. Guðjón Valur gaf öll ónotuð íþróttaföt sín og skó sem hann átti í fórum sínum og meira til.
03.06.2019 - 18:01