Færslur: Fjölskyldubúið

Samningarnir tryggja framtíð fjölskyldubúsins
Með nýjum búvörusamningum er staðinn vörður um framtíð fjölskyldubúsins og spornað gegn fækkun í bændastétt. Með afnámi kvótakerfisins er skilvirkni aukin og nýliðum gert auðveldara fyrir að hefja búskap. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann telur mikilvægt að matvæli séu framleidd hér á landi og horfir þar meðal annars til loftslagssjónarmiða. Hann telur að þeim tugmilljörðum sem verja á til að styðja við landbúnað næstu ár verði vel varið.