Færslur: Fjölmiðlar

Mjanmar
Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir hryðjuverk
Yfirvöld í Mjanmar hafa ákært bandaríska blaðamanninn Danny Fenster fyrir hryðjuverk og undirróðursstarfsemi. Lögmaður Fensters greindi tíðindamanni AFP-fréttatofunnar frá þessu í morgun. Lögmaðurinn, Than Saw Aung, segir Fenster eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér, verði hann sekur fundinn.
Pistill
Einhliða umfjöllun dregur dilk á eftir sér
Breski ríkismiðillinn BBC hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu vikur fyrir einhliða umfjöllun gegn undirokuðum hópi, sérstaklega eftir að í ljós kom að einn mikilvægasti viðmælandi miðilsins hefur verið ásakaður um ítrekað kynferðisofbeldi.
07.11.2021 - 11:26
Rússar hóta að loka fyrir YouTube
Fjarskiptaeftirlit Rússlands, Roskomnadzor hefur hótað að hindra aðgang að YouTube í landinu. Ástæðan er sú að YouTube hefur lokað fyrir tvær rásir rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT (áður Russia Today) á þýsku. YouTube gaf þær skýringar á lokuninni að á rásunum hafi verið fluttar villandi fréttir um heimsfaraldurinn.
29.09.2021 - 09:12
Nítján fjölmiðlar fá rekstrarstuðning frá ríkinu
Nítján einkareknir fjölmiðlar fá rekstrarstuðning frá ríkinu í ár. Alls bárust 23 umsóknir til úthlutunarnefndar en samtals var sótt um stuðning að fjárhæð 880 milljón króna. Tveimur umsóknum var synjað og tveimur umsóknum var vísað frá þar sem þær bárust eftir lögbundinn frest.
07.09.2021 - 15:00
Svona er þetta
Kallar eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, trúir því að staða fjölmiðla geti ekki versnað á Íslandi. „Ég held að við séum komin á botninn.“ Hún segir að framtíð fjölmiðla hér á landi sé engin án ríkisstyrkja.
02.09.2021 - 15:49
Konum verður leyft að starfa innan ramma laganna
Talibanar segjast munu tryggja konum réttindi til náms og vinnu byggt á Sjaría-lögum, öllum sem hafa unnið fyrir erlend ríki verður veitt sakaruppgjöf og fjölmiðlar fá að starfa áfram. Allt eftir reglum Talibana. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þeirra í Kabúl í dag.
BBC sakar Rússa um beina árás á frelsi fjölmiðla
Breska ríkisútvarpið BBC sakar rússnesk um beina árás á frelsi fjölmiðla. Fréttamanni þess var vísað úr landi fyrir að endurnýja ekki vegabréfsáritun sína, sem framkvæmdastjóri BBC segir marka tímamót í samskiptum við Rússa.
13.08.2021 - 17:56
Vill efla virðingu fyrir blaðamannsstarfinu
Engir nýnemar verða teknir inn í meistaranám Háskóla Íslands í blaða- og fréttamennsku í haust. Umsjónarmaður námsins segir mikilvægt að laga námið að breyttum veruleika blaða- og fréttamanna og hefja fagið til vegs og virðingar.
11.08.2021 - 11:40
Vikulokin
Stefán Hrafn biðst afsökunar á bréfinu
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, biðst afsökunar á bréfi sem hann sendi stjórnendum spítalans á miðvikudagskvöld. Í bréfinu var stjórnendum, sem eru á þriðja hundrað, ráðið frá því að svara símtölum fjölmiðla og beina fyrirspurnum til hans. Þá voru talin upp símanúmer fjölmiðla og fjölmiðlamenn kallaðir  „skrattakollar“.
07.08.2021 - 13:52
Fjölmiðill sem rannsakaði eitrun á svartan lista
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í dag að fjölmiðillinn The Insider væri kominn á lista yfir erlenda erindreka þar í landi. Það setur ýmsar hömlur á starfsemina. Blaðamenn The Insider rannsökuðu eitrun á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny, í samstarfi við breska fjölmiðilinn Bellingcat, og líka mál tengt feðginunum Sergei og Yuliu Skripal, sem eitrað var fyrir í Salisbury á Englandi árið 2018. Yfirvöld margra Evrópuríkja telja Rússa ábyrga fyrir ódæðinu.
23.07.2021 - 16:39
Erfitt að keppa við erlendar efnisveitur
Sjónvarpsstjóri Símans segir erfitt fyrir íslensk fjölmiðlafyrirtæki að keppa við erlendar efnisveitur um vinsælt sjónvarpsefni. Síminn tryggði sér nýlega sýningarrétt á enska boltanum til ársins 2025 en Viaplay tók einnig þátt í útboðinu. Verðið hækkaði frá síðasta útboði þegar sýningarrétturinn kostaði rúman milljarð.
07.07.2021 - 13:08
Kvartað yfir fjölmiðlatilburðum fjölmiðlanefndar
Hafliði Breiðfjörð, ritstjóri Fótbolta.net, hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna nýs hlaðvarps sem fjölmiðlanefnd hefur sett á stokkana. Hlaðvarpið nefnist Fjórða valdið og fyrsti þáttur var birtur í gær.
29.06.2021 - 14:33
Fækkar í fjölmiðlum og menningargreinum
Fjöldi starfsmanna í fjölmiðlun hefur dregist saman frá árinu 2013. Þá störfuðu um 2.000 í greininni en þeim hefur nú fækkað í tæplega 900. Þá störfuðu tæplega 460 í sviðslistum árið 2020 og hafði fækkað úr tæplega 640 ári áður.
25.06.2021 - 09:41
Sjónvarpsfrétt
Gagnrýninn fjölmiðill neyðist til að leggja upp laupana
Útgáfu dagblaðs sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Hong Kong og Kína var hætt í dag. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í sjálfstjórnarhéraðinu og á grundvelli nýrra laga hafa stjórnendur blaðsins verið handteknir og eignir þess frystar.
23.06.2021 - 19:39
Myndskeið
Starfsaðstæður sem enginn á að þurfa að sætta sig við
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna hefur verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum og tæplega 60 prósent blaðamanna segja siðferði sitt hafa verið dregið í efa. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs rannsóknarverkefnis, Worlds of Journalism Study, sem íslenskur rannsóknarhópur tók þátt í. Þá hefur fjórðungur blaðamanna verið beittur þvingunum með orðum eða gerðum.
21.06.2021 - 17:37
Svona er þetta
Segir fjölmiðla sumpart meðvirka í útilokunarmenningu
Rúnar Helgi Vignisson, prófessor í ritlist við Háskóla Íslands, segir að fjölmiðlar séu sumir hverjir eins og púkinn á fjósbitanum og kyndi undir útilokunarmenningu.
Sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir
Hlutfall þeirra sem segjast hafa séð falsfréttir eða efast um upplýsingar á netinu er mun hærra á Íslandi en í Noregi. Átta af hverjum tíu Íslendinga sögðust hafa efast um upplýsingar og sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir með einhverjum hætti.
Lilja um skæruliðadeild Samherja: „Ósmekklegt“
Menntamálaráðherra segir að tilraunir starfsmanna á vegum Samherja til að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands hafi verið ósmekklegar. Hún segir mikilvægt að tryggja frelsi fjölmiðla hér á landi.
28.05.2021 - 19:00
Myndskeið
Biden ræðir við Netanjahú og Abbas
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræða saman eftir að ísraelsk sprengja jafnaði byggingu við jörðu á Gaza sem hýsir fjölmiðlafólk á vegum Al Jazeera og AP fréttaveitunnar. Biden ræðir einnig við Mahmud Abbas forseta Palestínu.
Lestin
Nær hlutleysiskrafan til hlaðvarpa?
Í vikunni tók einn vinsælasti hlaðvarpsstjórnandi landsins viðtal við sjálfan sig með fulltingi lögmanns síns um mál sem nú hefur verið kært til lögreglu. Hvað segir þetta viðtal um fjölmiðlalandslag samtímans?
„Einkenni þess að við búum í þöggunarmenningu“
Þingmenn Pírata lýstu áhyggjum af stöðu fjölmiðlafrelsis hér á landi og tjáningarfrelsis hér á landi á Alþingi í dag. Bæði ríki og Alþingi þurfi að sýna að þau skilji mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar, fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi.
27.04.2021 - 15:10
Ísland er eftirbátur annarra norrænna landa
Ísland er eftirbátur hinna norrænu landanna á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Í 130 ríkjum er fjölmiðlafrelsi annað hvort ekkert eða verulega skert.
20.04.2021 - 14:38
Fréttaskýring
Minnsti ræfill aldarinnar en vinsælasta eldgos sögunnar
Eldgosið í Geldingadölum er, enn sem komið er, það minnsta sem hefur orðið hér síðustu áratugi. Almenningur hefur aldrei fengið jafn greiðan aðgang að gosstöðvum hér. Þetta er langvinsælasta gos Íslandssögunnar, en það sjötta í röðinni á þessari öld. Sex ár eru liðin frá síðasta gosi, sem varði í hálft ár.
Fljúgandi diskur á Mýrdalssandi og ódýrar þyrluferðir
Til að láta einhvern hlaupa apríl þarf að ginna viðkomandi í erindisleysu, helst yfir þrjá þröskulda. Ærsli og gaman tengjast 1. apríl allt frá miðöldum í Evrópu. Þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár 25. mars á vorjafndægri. Slíkar hátíðir stóðu í átta daga þannig að 1. apríl var síðasti dagur nýárshátíðarinnar. 
01.04.2021 - 14:30
„Það vantaði bara gosbjarmann í baksýn”
„Það munaði svo litlu,” segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Í kvöldfréttum RÚV á föstudag sagðist Benedikt, varfærnislega þó, síður eiga von á gosi við Fagradalsfjall. Einum og hálfum tíma síðar byrjaði að gjósa og vakti þetta töluverða kátínu á internetinu.
21.03.2021 - 12:44