Færslur: Fjölmiðlar

Þetta helst
Ferill og fall R Kelly
Bandaríski tónlistarmaðurinn og stórstjarnan R Kelly var nýverið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Það má færa rök fyrir því að þessi þrjátíu ára dómur sé nánast ljóðrænn að því leytinu til að Kelly virðist hafa fengið að stunda níðingsskap sinn svo til óáreittur í einmitt þrjátíu ár, allan sinn farsæla tónlistarferil. Þetta helst skoðaði mál R Kelly.
01.07.2022 - 14:56
Þetta helst
Umdeildar eða úreltar hvalveiðar Íslendinga
Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi pólitíkus og núverandi fiskútflytjandi, segir hvalveiðar Íslendinga skaðlega tímaskekkju sem gæti sprungið í andlitið á okkur. Þær séu til marks um dugleysi stjórnmálamanna sem hér ráða. Heiða Kristín fullyrðir að veiðarnar skaði íslenskan sjávarútveg og dæmi séu um fyrirtæki sem missi viðskipti vegna þess að Íslendingar eru meðal örfárra þjóða heims sem veiða hvali. Heiða Kristín er gestur Þetta helst, þar sem fjallað er um hvalveiðar.
Fjölmiðlaflóð á leiðtogafundi NATO
Um tvö þúsund fréttamenn eru skráðir til viðveru á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst formlega í morgun.
29.06.2022 - 16:37
27 lönd í ruslflokki
Í samantekt um vinnuaðstæður blaðamanna sem birtar voru í dag eru 27 lönd í ruslflokki. Ísland er í 15. sæti af 180 löndum sem eru á listanum.
03.05.2022 - 18:29
Lavrov segir að snúið hafi verið útúr viðvörunum hans
Utanríkisráðherra Rússlands segir vestræna fjölmiðla og stjórnmálamenn hafa snúið út úr varnaðarorðum hans um að þriðja heimsstyrjöldin gæti verið yfirvofandi.
Aðalsteinn fær blaðamannaverðlaun ársins
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, fékk Blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun um meðal annars eignir og eignatengsl íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 
Rússar skerða aðgang að fréttaveitu Google
Eftirlitsstofnun fjölmiðla í Rússlandi hefur takmarkað aðgang landsmanna að fréttaveitu Google og saka fyrirtækið um að miðla falsfréttum um innrásina í Úkraínu.
24.03.2022 - 03:22
Björn Ingi á Viljanum gjaldþrota
Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður og ritstjóri Viljans, er gjaldþrota. Hann greinir frá þessu í opinni færslu á Facebook. Þar segir hann við hæfi, nú þegar 13 ár eru síðan vefmiðillinn Pressan hóf göngu sína, að segja frá því að í síðustu viku hafi hann farið í persónulegt gjaldþrot vegna mála sem tenjast fjölmiðlarekstrinum fyrir nokkrum árum og hafa verið honum þungur baggi að bera um árabil.
28.02.2022 - 17:35
Fordæma rannsókn á hendur fjölmiðlafólki
Stjórn Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá fordæmir lögreglurannsókn gegn fjórum blaðamönnum. Sömuleiðis styður stjórnin fjöldafundi vegna málsins sem haldnir verða samtímis í Reykjavík og á Akureyri næstkomandi laugardag.
„Lögreglan er bara að vinna sína vinnu“
„Ég hef í sjálfu sér enga skoðun á því. Ég held að lögreglan sé bara að vinna sína vinnu skv. þeim lögum sem um það gilda,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Fréttastofa RÚV innti hann eftir skoðun á því að fjórir blaðamenn séu með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs.
Fjölmiðlar fengu minni auglýsingatekjur
Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um 16% árið 2020 miðað við árið á undan og hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsinga í fjölmiðlum runnu til erlendra aðila, sem er lægra hlutfall en árin á undan.
Assange fær að áfrýja framsalskröfu Bandaríkjanna
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fékk í morgun leyfi til að áfrýja til hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun yfirdómstóls að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Áður hafði undirréttur komist að þeirri niðurstöðu að óforsvaranlegt væri að framselja hann til Bandaríkjanna vegna bágrar andlegrar heilsu og sjálfsvígshættu.
DV og 24.is brutu ekki siðareglur Blaðamannfélagsins
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að miðlarnir 24.is og DV hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins. Fyrri úrskurðurinn snýr að umfjöllun 24.is um Facebook hópinn Karlmennskan og hinn að frétt DV um aðkomu Jakobs Frímanns Magnússonar að svokölluðu liprunarbréfi. 
14.01.2022 - 17:10
Blinken fordæmir atlögu að fjölmiðlum í Hong Kong
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir atlögu Kínastjórnar að frelsi fjölmiðla í Hong Kong. Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News ákváðu í dag að loka honum eftir að öryggislögregla handtók sjö fyrrverandi og núverandi starfsmenn hans.
Mjanmar
Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir hryðjuverk
Yfirvöld í Mjanmar hafa ákært bandaríska blaðamanninn Danny Fenster fyrir hryðjuverk og undirróðursstarfsemi. Lögmaður Fensters greindi tíðindamanni AFP-fréttatofunnar frá þessu í morgun. Lögmaðurinn, Than Saw Aung, segir Fenster eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér, verði hann sekur fundinn.
Pistill
Einhliða umfjöllun dregur dilk á eftir sér
Breski ríkismiðillinn BBC hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu vikur fyrir einhliða umfjöllun gegn undirokuðum hópi, sérstaklega eftir að í ljós kom að einn mikilvægasti viðmælandi miðilsins hefur verið ásakaður um ítrekað kynferðisofbeldi.
07.11.2021 - 11:26
Rússar hóta að loka fyrir YouTube
Fjarskiptaeftirlit Rússlands, Roskomnadzor hefur hótað að hindra aðgang að YouTube í landinu. Ástæðan er sú að YouTube hefur lokað fyrir tvær rásir rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT (áður Russia Today) á þýsku. YouTube gaf þær skýringar á lokuninni að á rásunum hafi verið fluttar villandi fréttir um heimsfaraldurinn.
29.09.2021 - 09:12
Nítján fjölmiðlar fá rekstrarstuðning frá ríkinu
Nítján einkareknir fjölmiðlar fá rekstrarstuðning frá ríkinu í ár. Alls bárust 23 umsóknir til úthlutunarnefndar en samtals var sótt um stuðning að fjárhæð 880 milljón króna. Tveimur umsóknum var synjað og tveimur umsóknum var vísað frá þar sem þær bárust eftir lögbundinn frest.
07.09.2021 - 15:00
Svona er þetta
Kallar eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, trúir því að staða fjölmiðla geti ekki versnað á Íslandi. „Ég held að við séum komin á botninn.“ Hún segir að framtíð fjölmiðla hér á landi sé engin án ríkisstyrkja.
02.09.2021 - 15:49
Konum verður leyft að starfa innan ramma laganna
Talibanar segjast munu tryggja konum réttindi til náms og vinnu byggt á Sjaría-lögum, öllum sem hafa unnið fyrir erlend ríki verður veitt sakaruppgjöf og fjölmiðlar fá að starfa áfram. Allt eftir reglum Talibana. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þeirra í Kabúl í dag.
BBC sakar Rússa um beina árás á frelsi fjölmiðla
Breska ríkisútvarpið BBC sakar rússnesk um beina árás á frelsi fjölmiðla. Fréttamanni þess var vísað úr landi fyrir að endurnýja ekki vegabréfsáritun sína, sem framkvæmdastjóri BBC segir marka tímamót í samskiptum við Rússa.
13.08.2021 - 17:56
Vill efla virðingu fyrir blaðamannsstarfinu
Engir nýnemar verða teknir inn í meistaranám Háskóla Íslands í blaða- og fréttamennsku í haust. Umsjónarmaður námsins segir mikilvægt að laga námið að breyttum veruleika blaða- og fréttamanna og hefja fagið til vegs og virðingar.
11.08.2021 - 11:40
Vikulokin
Stefán Hrafn biðst afsökunar á bréfinu
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, biðst afsökunar á bréfi sem hann sendi stjórnendum spítalans á miðvikudagskvöld. Í bréfinu var stjórnendum, sem eru á þriðja hundrað, ráðið frá því að svara símtölum fjölmiðla og beina fyrirspurnum til hans. Þá voru talin upp símanúmer fjölmiðla og fjölmiðlamenn kallaðir  „skrattakollar“.
07.08.2021 - 13:52
Fjölmiðill sem rannsakaði eitrun á svartan lista
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í dag að fjölmiðillinn The Insider væri kominn á lista yfir erlenda erindreka þar í landi. Það setur ýmsar hömlur á starfsemina. Blaðamenn The Insider rannsökuðu eitrun á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny, í samstarfi við breska fjölmiðilinn Bellingcat, og líka mál tengt feðginunum Sergei og Yuliu Skripal, sem eitrað var fyrir í Salisbury á Englandi árið 2018. Yfirvöld margra Evrópuríkja telja Rússa ábyrga fyrir ódæðinu.
23.07.2021 - 16:39
Erfitt að keppa við erlendar efnisveitur
Sjónvarpsstjóri Símans segir erfitt fyrir íslensk fjölmiðlafyrirtæki að keppa við erlendar efnisveitur um vinsælt sjónvarpsefni. Síminn tryggði sér nýlega sýningarrétt á enska boltanum til ársins 2025 en Viaplay tók einnig þátt í útboðinu. Verðið hækkaði frá síðasta útboði þegar sýningarrétturinn kostaði rúman milljarð.
07.07.2021 - 13:08