Færslur: Fjölmiðlar

Sýslumaður fer fram á gjaldþrotaskipti Viljans
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur krafist þess að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Krafan verður að óbreyttu tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi um miðjan næsta mánuð.
27.10.2020 - 21:51
Brýnt að leysa hratt úr lögbannsmálum gegn fjölmiðlum
Lögbann á fjölmiðlaumfjöllun felur fyrir fram í sér takmörkun á tjáningarfrelsi. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þegar hún mælti á mánudag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um kyrrsetningu og lögbann.
Hjálmar verður áfram formaður Blaðamannafélagsins
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands rann út á miðnætti, en framboð  þarf að berast skrifstofu félagsins ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund sem verður haldinn 29. október.
Ellefu staðbundnir fjölmiðlar fá árlegan styrk
Ellefu staðbundnir fjölmiðlar sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins fá árlegan styrk næstu fimm árin til að efla starfsemi sína.
09.10.2020 - 11:52
Myndskeið
Frjáls ráðstöfun nefskatts „áhugaverð hugmynd“
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist telji breiða samstöðu vera um að almannaútvarp gegni mikilvægu hlutverki og að taka þurfi afstöðu til ýmissa grundvallarspurninga áður en hægt væri að ráðast í róttækar breytingar á fjárframlögum til Ríkisútvarpsins.
08.10.2020 - 11:38
Myndskeið
„Þakkarvert að hafa lifað svona lengi“
Baráttan gegn Kárahnjúkavirkjun er það sem afmælisbarn dagsins, Ómar Ragnarsson, er stoltastur af. Hann fagnar áttatíu ára afmæli sínu í dag, á degi íslenskrar náttúru, og segist aldrei hafa haft meira að gera.
16.09.2020 - 19:38
Skipulagsbreytingar og nýr fréttastjóri á miðlum Sýnar
Skipulagsbreytingar á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar voru kynntar í morgun. Fréttatími sjónvarps verður styttur um helgar og aukin áhersla lögð á miðlun á vefnum á virkum dögum.
08.09.2020 - 11:20
Kínastjórn hvött til endurskoðunar á öryggislögum
Frelsi Hong Kong stendur mikil ógn af öryggislögunum sem Kínastjórn setti fyrr í sumar. Þau eru sömuleiðis brot á alþjóðlegum lagaskyldum Kína. Þetta kemur fram í bréfi sérstakrar mannréttindanefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Samherji kærir 11 starfsmenn RÚV til siðanefndar RÚV
Samherji hefur kært 11 frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins þess vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum.
01.09.2020 - 11:52
Tæknirisinn Google verst ástralskri löggjöf
Tæknirisinn Google hefur snúist til varnar gegn áætlun ástralskra stjórnvalda sem gerir þess háttar stafrænum risum skylt að greiða fyrir dreifingu frétta. Reglurnar ná einnig til Facebook en síðar verður smærri stafrænum fyrirtækjum gert að hlíta sams konar reglum.
17.08.2020 - 09:46
25 fjölmiðlaveitur sóttu um sérstakan rekstrarstuðning
25 fjölmiðlaveitur hafa sótt um sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari fjölmiðlanefndar við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfresturinn rann út þann 7. ágúst síðastliðinn. Innan fjölmiðlaveitnanna eru þó fleiri en 25 fjölmiðlar.
Á fjórða tug starfsmanna Torgs í sóttkví
Á fjórða tug starfsmanna Torgs, sem heldur úti miðlunum Fréttablaðinu, DV og Hringbraut, hefur nú verið sendur í sóttkví.
09.08.2020 - 16:19
Viðtal
Öskraði og veinaði þegar hún sá nafn sitt birt
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, knattspyrnukona í Breiðabliki, segir að sér hafi brugðið þegar hún komst að því að hún hafi smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum og liðið ömurlega þegar í ljós kom hve margir þurftu að fara í sóttkví. Hún segir erfitt að lýsa tilfinningunni þegar hún sá nafn sitt í fjölmiðlum skömmu eftir að hafa sjálf fengið fregnirnar. Nafn- og myndbirtingin hefur verið kærð til Persónuverndar.
16.07.2020 - 20:29
Fleiri reiðubúin að greiða fyrir Netfréttir
Sífellt fleira fréttaþyrst fólk hefur tekið til við að borga fyrir aðgang að fréttaveitum á Netinu. Sú þróun hefur orðið jafnhliða vaxandi vantrú á fjölmiðla almennt.
16.06.2020 - 05:38
Björn Ingi, Arnar og Steinn sýknaðir af milljóna kröfu
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Björn Inga Hrafnsson, Arnar Ægisson og Stein Kára Ragnarsson af kröfu Íslandsbanka um að þeir greiddu bankanum tíu milljónir, auk dráttarvaxta, vegna ábyrgðar þeirra á skuldum DV við bankann. Að auki ber bankanum að greiða hverjum þeirra 600.000 krónur í málskostnað.
Norsku útrásarvíkingarnir reyndust frekir á fóðrum
Fjölmiðlanefnd hefur lagt 1,2 milljóna króna stjórnvaldssekt á RÚV fyrir að hafa haft norsku þættina Exit aðgengilega fyrir alla í spilara á vefnum ruv.is. Síminn kvartaði vegna málsins til nefndarinnar, óskaði eftir inngripi hennar og hvatti til hámarkssekta. RÚV hefur verið gert að fjarlægja þættina af vefnum fyrir 5. júní.
01.06.2020 - 16:44
Spegillinn
Milljarðar til norrænna fjölmiðla
Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið veita fjölmiðlum stuðning vegna COVID-19 sem nemur sjö og hálfum milljarði íslenskra króna. Stuðningur Dana er tæpir fjórir milljarðar og Norðmanna um fjórir komma þrír milljarðar. Alþingi hefur samþykkt að varið verði 400 milljónum króna til að styrkja einkarekna fjölmiðla hér á landi.
14.05.2020 - 11:57
 · Erlent · Innlent · Fjölmiðlar
Viðtal
„Það er hvergi góðæri hjá fjölmiðlum“
Mikilvægi fjölmiðla hefur komið greinilega í ljós í kórónuveirufaraldrinum að sögn fréttastjóra Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hann segir fjárstuðning stjórnvalda til einkarekinna fjölmiðla skipti miklu máli, en það vekji athygli að þær 350 milljónir sem stjórnvöld ætla að leggja til komi úr sama potti og gert var ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpinu sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þar var gert ráð fyrir 400 milljónum. 
Viðtal
Hefur áhyggjur af stöðu fjölmiðla
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, kveðst hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðla, hjá þeim, líkt og víðar, sé tekjufall og að stjórnvöld verði að taka tillit til þess. Ekki hafa verið kynntar neinar sértækar aðgerðir sem beinast að stöðu fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.
Viðtal
Tvöfalt neyðarástand hjá fjölmiðlum
Tekjur einkarekinna fjölmiðla hafa dregist saman um tugi prósenta, segir Þórir Guðmundsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Faraldurinn hefur gert slæma stöðu enn verri að mati lektors í blaða- og fréttamennsku.
Myndskeið
Dreifing falsfrétta hefur aukist í faraldrinum
Dreifing falsfrétta í Evrópu hefur aukist mikið í faraldrinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að vefsíðum sem dreifa fölsuðum fréttum hafi fjölgað um 45%. Flestar þeirra eru í Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir brýnt að vera á varðbergi gagnvart falsfréttum hér á landi.
08.04.2020 - 20:01
Leggur til strangari reglur um bætur í lögbannsmálum
Dómsmálaráðherra leggur til strangari reglur um bætur vegna tjóns fjölmiðla þegar lagt er lögbann á birtingu frétta þeirra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í morgun og það fer til þingflokka í næstu viku.
Viðtal
Innflytjendur hafi misst af nokkrum vikum
Síðustu daga hefur upplýsingagjöf til innflytjenda verið stórbætt en framan af var skortur á upplýsingum á öðrum tungumálum. Í Svíþjóð reyndist slíkur upplýsingaskortur afdrifaríkur. Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að vantraustið hverfi ekki með einni þýðingu. 
Ríflega 118.000 manns horfðu á kvöldfréttir
Mikil aukning hefur orðið á fjölmiðlanotkun landsmanna í COVID-19 faraldrinum, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlamælinga Gallup. Sérstaklega hefur orðið aukning hvað varðar neyslu landsmanna á fréttum og fréttatengdu efni.
20.03.2020 - 19:00
Morgunþættir útvarps sameinaðir og sýndir í sjónvarpinu
Morgunþættir Rásar 1 og 2, Morgunvaktin og Morgunútvarpið, verða sameinaðir og sendir út á samtengdum rásum og í sjónvarpinu frá og með næsta mánudegi, 16. mars. Þetta er tímabundin ráðstöfun sem ráðist er í til þess að koma betur til móts við þann fjölda Íslendinga sem sitja fastir heima í sóttkví vegna kórónaveirunnar, og til að koma til móts við aldraða og aðra sem geta ekki stundað félagslíf eða fengið heimsóknir.