Færslur: Fjölmiðlar

Viðtal
Öskraði og veinaði þegar hún sá nafn sitt birt
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, knattspyrnukona í Breiðabliki, segir að sér hafi brugðið þegar hún komst að því að hún hafi smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum og liðið ömurlega þegar í ljós kom hve margir þurftu að fara í sóttkví. Hún segir erfitt að lýsa tilfinningunni þegar hún sá nafn sitt í fjölmiðlum skömmu eftir að hafa sjálf fengið fregnirnar. Nafn- og myndbirtingin hefur verið kærð til Persónuverndar.
16.07.2020 - 20:29
Fleiri reiðubúin að greiða fyrir Netfréttir
Sífellt fleira fréttaþyrst fólk hefur tekið til við að borga fyrir aðgang að fréttaveitum á Netinu. Sú þróun hefur orðið jafnhliða vaxandi vantrú á fjölmiðla almennt.
16.06.2020 - 05:38
Björn Ingi, Arnar og Steinn sýknaðir af milljóna kröfu
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Björn Inga Hrafnsson, Arnar Ægisson og Stein Kára Ragnarsson af kröfu Íslandsbanka um að þeir greiddu bankanum tíu milljónir, auk dráttarvaxta, vegna ábyrgðar þeirra á skuldum DV við bankann. Að auki ber bankanum að greiða hverjum þeirra 600.000 krónur í málskostnað.
Norsku útrásarvíkingarnir reyndust frekir á fóðrum
Fjölmiðlanefnd hefur lagt 1,2 milljóna króna stjórnvaldssekt á RÚV fyrir að hafa haft norsku þættina Exit aðgengilega fyrir alla í spilara á vefnum ruv.is. Síminn kvartaði vegna málsins til nefndarinnar, óskaði eftir inngripi hennar og hvatti til hámarkssekta. RÚV hefur verið gert að fjarlægja þættina af vefnum fyrir 5. júní.
01.06.2020 - 16:44
Spegillinn
Milljarðar til norrænna fjölmiðla
Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið veita fjölmiðlum stuðning vegna COVID-19 sem nemur sjö og hálfum milljarði íslenskra króna. Stuðningur Dana er tæpir fjórir milljarðar og Norðmanna um fjórir komma þrír milljarðar. Alþingi hefur samþykkt að varið verði 400 milljónum króna til að styrkja einkarekna fjölmiðla hér á landi.
14.05.2020 - 11:57
 · Erlent · Innlent · Fjölmiðlar
Viðtal
„Það er hvergi góðæri hjá fjölmiðlum“
Mikilvægi fjölmiðla hefur komið greinilega í ljós í kórónuveirufaraldrinum að sögn fréttastjóra Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hann segir fjárstuðning stjórnvalda til einkarekinna fjölmiðla skipti miklu máli, en það vekji athygli að þær 350 milljónir sem stjórnvöld ætla að leggja til komi úr sama potti og gert var ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpinu sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þar var gert ráð fyrir 400 milljónum. 
Viðtal
Hefur áhyggjur af stöðu fjölmiðla
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, kveðst hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðla, hjá þeim, líkt og víðar, sé tekjufall og að stjórnvöld verði að taka tillit til þess. Ekki hafa verið kynntar neinar sértækar aðgerðir sem beinast að stöðu fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.
Viðtal
Tvöfalt neyðarástand hjá fjölmiðlum
Tekjur einkarekinna fjölmiðla hafa dregist saman um tugi prósenta, segir Þórir Guðmundsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Faraldurinn hefur gert slæma stöðu enn verri að mati lektors í blaða- og fréttamennsku.
Myndskeið
Dreifing falsfrétta hefur aukist í faraldrinum
Dreifing falsfrétta í Evrópu hefur aukist mikið í faraldrinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að vefsíðum sem dreifa fölsuðum fréttum hafi fjölgað um 45%. Flestar þeirra eru í Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir brýnt að vera á varðbergi gagnvart falsfréttum hér á landi.
08.04.2020 - 20:01
Leggur til strangari reglur um bætur í lögbannsmálum
Dómsmálaráðherra leggur til strangari reglur um bætur vegna tjóns fjölmiðla þegar lagt er lögbann á birtingu frétta þeirra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í morgun og það fer til þingflokka í næstu viku.
Viðtal
Innflytjendur hafi misst af nokkrum vikum
Síðustu daga hefur upplýsingagjöf til innflytjenda verið stórbætt en framan af var skortur á upplýsingum á öðrum tungumálum. Í Svíþjóð reyndist slíkur upplýsingaskortur afdrifaríkur. Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að vantraustið hverfi ekki með einni þýðingu. 
Ríflega 118.000 manns horfðu á kvöldfréttir
Mikil aukning hefur orðið á fjölmiðlanotkun landsmanna í COVID-19 faraldrinum, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlamælinga Gallup. Sérstaklega hefur orðið aukning hvað varðar neyslu landsmanna á fréttum og fréttatengdu efni.
20.03.2020 - 19:00
Morgunþættir útvarps sameinaðir og sýndir í sjónvarpinu
Morgunþættir Rásar 1 og 2, Morgunvaktin og Morgunútvarpið, verða sameinaðir og sendir út á samtengdum rásum og í sjónvarpinu frá og með næsta mánudegi, 16. mars. Þetta er tímabundin ráðstöfun sem ráðist er í til þess að koma betur til móts við þann fjölda Íslendinga sem sitja fastir heima í sóttkví vegna kórónaveirunnar, og til að koma til móts við aldraða og aðra sem geta ekki stundað félagslíf eða fengið heimsóknir.
Telur ótækt að verktakar gangi í störf í verkföllum
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, segir jákvætt að komin sé afdráttarlaus niðurstaða Félagsdóms varðandi það að blaðamenn geti gripið til skæruverkfalla. Það hafi þó komið á óvart sú niðurstaða dómsins að verktakar megi ganga í störf blaðamanna í verkföllum og að það sé leyfilegt að skrifa fréttir og tímasetja fram í tímann og birta á meðan blaðamenn eru í verkföllum, líkt og gert var á mbl.is á síðasta ári.
Listin að þefa af óhreina tauinu
Slúðurmiðillinn TMZ vakti athygli og reiði í vikunni þegar hann greindi frá þyrluslysi, þar sem Kobe Bryant og átta aðrir létu lífið, áður en aðstandendum hinna látnu hafði verið gert viðvart. Á miðlinum er iðkuð gamaldags harðkjarna blaðamennska í bland við siðferðislega vafasamar aðferðir sem gera miðlinum kleift að vera fyrstur með allar fréttirnar sem við segjumst ekki vilja sjá en smellum samt á.
02.02.2020 - 09:30
Erfiður rekstur DV leiddi til samruna við Fréttablaðið
Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, hefur gert samning um kaup á útgáfu og vef DV.is. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjölmiðlanefndar. Eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar segir að reksturinn hafi verið erfiður síðustu þrjú ár.
13.12.2019 - 12:33
Fjölmiðlafrumvarpið nú eða aldrei
Menntamálaráðherra ætlar sér að fá samþykki Alþingis fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi fyrir áramót. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún sagt þingflokki Sjálfstæðisflokksins að samþykki hann ekki frumvarpið nú verði það tekið af dagskrá.
Nýtt fjölmiðlafrumvarp væntanlegt fyrir ríkisstjórn
Gert er ráð fyrir 400 milljónum í styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlögum næsta árs. Menntamálaráðherra ætlar að kynna nýtt fjölmiðlafrumvarp fyrir ríkisstjórn á næstunni.
BÍ og Birtingur undirrita nýjan kjarasamning
Nýr kjarasamningur milli Blaðamannafélag Íslands og útgáfufélagsins Birtings hefur verið undirritaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjálmari Jónssyni formanni Blaðamannafélags Íslands.
28.10.2019 - 14:04
Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til fjögurra ára. Formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.
„Einhverjar breytingar hljóta að verða“
Jón Þórisson nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins býst við að nýrri stjórn fylgi breytingar. „En það er hluti af því þegar nýir menn koma til verkefnisins eins og þessa að einhverjar breytingar hljóta að verða. En á þessari stundu liggur það nú ekki fyrir,“ segir Jón.
18.10.2019 - 17:33
Vilja skoða að setja SVT á auglýsingamarkað
Sænski Íhaldsflokkurinn Moderaterna vill skoða það að setja sænska ríkisútvarpið, SVT, á auglýsingamarkað. Fjármögnun sænska ríkisútvarpsins er nú að öllu leyti byggð á opinberum fjármunum.
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsfjölmiðla
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að sækja ráðstefnu í Svíþjóð meðan varaforseti Bandaríkjanna kemur hingað í opinbera heimsókn, hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim. „Forsætisráðherra Íslands sleppir heimsókn Pence. Hún segist ekki vera að hunsa hana,“ segir í fyrirsögn Washington Post af málinu. Margir aðrir fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá þessu, eftir að fréttaveitan Associcated Press sagði tíðindin í gær.
22.08.2019 - 11:09
Ekki vonsvikin með afdrif fjölmiðlafrumvarps
Það eru ekki vonbrigði að fjölmiðlafrumvarpið hafi ekki orðið að lögum að nýloknu þingi, segir mennta- og menningamálaráðherra. Hún hyggst mæla fyrir frumvarpinu á fyrstu dögum haustsþings.
22.06.2019 - 12:18
Fréttaskýring
Hamslaus reiði á netinu og ýmsum brögðum beitt
Síðastliðnar tvær vikur hafa þrír atburðir orðið til þess að brotist hefur út hamslaus reiði á samfélagsmiðlum. Þeir æstustu hafa látið ýmis ókvæðisorð falla, hótað ofbeldi, jafnvel sent morðhótanir. Er þetta til marks um að fólk sé í auknum mæli farið að sleppa sér algerlega á samfélagsmiðlum? Er nettröllum að fjölga? Er mark takandi á morðhótunum frá ókunnugu fólki á Facebook? Eru reiðir netverjar í auknum mæli farnir að beita tölvuárásum? Spegillinn ræddi þessi mál við sérfræðinga.
12.06.2019 - 19:40