Færslur: Fjölmiðlanefnd

Alveg skýrt að kostuð umfjöllun um kosningar er bönnuð
Sjónvarpsstöðin N4 hefur tekið af dagskrá sérstakan kosningaþátt á Akureyri. Oddviti Kattaframboðsins gerði athugasemd við að greiða þyrfti fyrir þátttöku í þættinum. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir alveg skýrt að kostuð umfjöllun með þessu tagi standist ekki fjölmiðlalög.
12.05.2022 - 13:19
Viðtal
Twitter-notendur ráða því hvort Musk losar um hömlur
María Rún Bjarnadóttir, doktor í internet- og mannréttindalögfræði og varaformaður fjölmiðlanefndar, efast um að Elon Musk hrindi í framkvæmd áformum sínum um að losa hömlur á Twitter þannig að tjáning geti verið óheft og að útrýma reikningum gervimenna. Mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum af áformum Musk og Evrópusambandið minnti hann í dag á að hann yrði að fara að Evrópulöggjöf.
Þriðjungur barna sér eftir færslum á samfélagsmiðlum
Rúmlega þriðjungur nemenda í grunn- og framhaldsskólum, á aldursbilinu 9-18 ára, sér eftir efni sem þau hafa deilt inni á samfélagsmiðlum.
Hætta á falsi á netinu eykst með hverjum kosningum
Fjölmiðlanefnd varar við því þegar fólk siglir undir fölsku flaggi á netinu. Mikilvægt sé að kanna hver standi að baki netsíðna þar sem kosningaáróður sé ítrekað settur inn með það markmið að blekkja lesandann vísvitandi. Hættan á þessu aukist með hverjum kosningum. 
Unglingsstúlkur oftast þvingaðar til myndsendinga
Fimmtán til sautján ára stúlkur eru sá samfélagshópur hér á landi sem oftast er þvingaður til myndsendinga á netinu. Um þriðjungur þeirra hefur verið beðinn að senda af sér myndir eða persónulegar upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði. Um 16% kvenna á þessum aldri hafa svo orðið fyrir að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu án þeirra samþykkis.
Kvartað yfir fjölmiðlatilburðum fjölmiðlanefndar
Hafliði Breiðfjörð, ritstjóri Fótbolta.net, hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna nýs hlaðvarps sem fjölmiðlanefnd hefur sett á stokkana. Hlaðvarpið nefnist Fjórða valdið og fyrsti þáttur var birtur í gær.
29.06.2021 - 14:33
Sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir
Hlutfall þeirra sem segjast hafa séð falsfréttir eða efast um upplýsingar á netinu er mun hærra á Íslandi en í Noregi. Átta af hverjum tíu Íslendinga sögðust hafa efast um upplýsingar og sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir með einhverjum hætti.
Tveir af þremur nálgast fréttir á samfélagsmiðlum
Tveir af hverjum þremur nota samfélagsmiðla til að nálgast fréttir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar á fjölmiðlalæsi sem Fjölmiðlanefnd lét gera í febrúar og mars og mun kynna í áföngum. Samkvæmt henni á þriðjungur unglinga erfitt með að fylgjast með efni frétta.
22.05.2021 - 14:34
Sjálfboðasamtök saka Lyfjastofnun um mannréttindabrot
Heilsíðuauglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, er einnig að finna á vefsíðunni Kovid.is, með K-i. Þar er stefna stjórnvalda gagnrýnd og Lyfjastofnun sökuð um mannréttindabrot. Landlæknisembættið telur þó ekki sérstakt tilefni til að bregðast við síðunni og efni hennar. Fjölmiðlanefnd hafa borist tvær ábendingar vegna auglýsingarinnar í Morgunblaðinu og forstjóri Lyfjastofnunar lítur hana alvarlegum augum.
14.05.2021 - 12:08
25 fjölmiðlaveitur sóttu um sérstakan rekstrarstuðning
25 fjölmiðlaveitur hafa sótt um sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari fjölmiðlanefndar við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfresturinn rann út þann 7. ágúst síðastliðinn. Innan fjölmiðlaveitnanna eru þó fleiri en 25 fjölmiðlar.
Lilja fór gegn tillögu um formann fjölmiðlanefndar
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór gegn tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason sem formann fjölmiðlanefndar í nóvember. Samkvæmt minnisblaði til ráðherra var mælt með því að skipa sem formann, konu sem er einn helsti sérfræðingur í fjölmiðlarétti í landinu. Lilja valdi þess í stað karl sem hefur litla sem enga reynslu á sviðinu - en hefur setið í minnst átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins. 
Norsku útrásarvíkingarnir reyndust frekir á fóðrum
Fjölmiðlanefnd hefur lagt 1,2 milljóna króna stjórnvaldssekt á RÚV fyrir að hafa haft norsku þættina Exit aðgengilega fyrir alla í spilara á vefnum ruv.is. Síminn kvartaði vegna málsins til nefndarinnar, óskaði eftir inngripi hennar og hvatti til hámarkssekta. RÚV hefur verið gert að fjarlægja þættina af vefnum fyrir 5. júní.
01.06.2020 - 16:44
Síðdegisútvarpið
Kenna fólki að koma auga á falsfréttir
Falsfréttir er hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu. Það vísar til frétta sem geyma misvísandi eða hreinlega rangar upplýsingar. Stoppa, hugsa, athuga, er nýtt átak Fjölmiðlanefndar sem er ætlað að fræða almenning um leiðir til þess að greina falsfréttir frá öðrum.
28.05.2020 - 14:01
Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til fjögurra ára. Formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.
Blaðamenn hætta að starfa í fjölmiðlanefnd
Blaðamannafélag Íslands ætlar að draga fulltrúa sinn í fjölmiðlanefnd út úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er „eðlisbreyting á starfi nefndarinnar“ að undanförnu og að fjölmiðlanefnd sé komin langt út fyrir valdsviðs sitt. Fjölmiðlanefnd telur sig hafa heimild í lögum.
15.03.2019 - 16:34