Færslur: Fjölmiðlafrelsi

Rússneskur blaðamaður dæmdur til 22 ára fangelsisvistar
Rússneski blaðamaðurinn Ivan Safronov var í gær dæmdur til 22 tveggja ára fangelsisvistar fyrir landráð, sem er einn lengsti fangelsisdómur sem fallið hefur í landinu fyrir þá ákæru. Stjórnvöld í Rússlandi segja Safronov hafa haft undir höndum leynileg gögn, meðal annars um rússneska herinn og leynileg milliríkjasamskipti.
Pistill
Loksins getum við slökkt á friðarsúlunni í Viðey
„Mig langar að lesa Russia Today. Ég vil kynna mér rússnesk sjónarhorn – þótt ég viti alveg jafn vel og góði dátinn Svejk að ég er hreinræktaður hálfviti, þá tel ég mig samt alveg geta horfst í augu við rússneskan áróður og rússneskt bull alveg eins og ég horfist í augu við vestrænan áróður og vestrænt bull í fjölmiðlum á hverjum einasta degi," segir Halldór Armand Ásgeirsson í síðasta pistli sínum fyrir sumarfrí.  
27 lönd í ruslflokki
Í samantekt um vinnuaðstæður blaðamanna sem birtar voru í dag eru 27 lönd í ruslflokki. Ísland er í 15. sæti af 180 löndum sem eru á listanum.
03.05.2022 - 18:29
Nýliðar höfðu sigur í slóvensku þingkosningunum
Frelsishreyfingin, flokkur nýliðans Roberts Golob, hafði afgerandi betur gegn Lýðræðisflokki forsætisráðherrans, Janez Janša, í þingkosningum í Slóveníu í dag. Eftir að næstum öll atkvæði hafa verið talin er Frelsishreyfingin með 34,5 prósent atkvæða gegn 23,6 prósentum Slóvenska lýðræðisflokksins.
Silfrið
Skiptar skoðanir á lögreglurannsókn
Tekist var á um þá ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að veita fjórum blaðamönnum réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs, í Silfrinu á RÚV í hádeginu.
20.02.2022 - 14:10
Fordæma rannsókn á hendur fjölmiðlafólki
Stjórn Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá fordæmir lögreglurannsókn gegn fjórum blaðamönnum. Sömuleiðis styður stjórnin fjöldafundi vegna málsins sem haldnir verða samtímis í Reykjavík og á Akureyri næstkomandi laugardag.
Fagfélög blaða- og fréttamanna svara Bjarna
Önnur lög gilda um störf blaða- og fréttamanna en önnur störf vegna þess hlutverks þeirra að fjalla um mikilvæg fréttamál og veita valdhöfum aðhald. Þetta segir í sameiginlegu svari Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna við skrifum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.
„Lögreglan er bara að vinna sína vinnu“
„Ég hef í sjálfu sér enga skoðun á því. Ég held að lögreglan sé bara að vinna sína vinnu skv. þeim lögum sem um það gilda,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Fréttastofa RÚV innti hann eftir skoðun á því að fjórir blaðamenn séu með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs.
Sjónvarpsfrétt
Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir
Hæstaréttarlögmaður telur afar ólíklegt að ákæra verði gefin út á hendur blaðamönnunum fjórum fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs með skrifum sínum um starfsmenn Samherja. Þekkt sé að mál gegn blaðamönnum sé höfðað til að fæla þá frá fréttaskrifum.
Fréttaskýring
Frá áfengiskaupum dómara til skrifa um skæruliðadeild
Ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi eystra að kalla fjóra blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings hefur vakið umræður um hvað fjölmiðlar mega og mega ekki fjalla um. Lengi hefur verið tekist á um það hérlendis. Til dæmis neitaði Arnar Páll Hauksson, þáverandi fréttamaður RÚV, að svara spurningum lögmanns forseta Hæstaréttar um heimildarmann sinn þegar hann kom upp um stórfelld áfengiskaup forsetans. Það mál var fyrirmynd áfengiskaupa ráðamanna í þáttaröðinni Verbúðin.
Gert að eyða fréttum um spillingarrannsóknir Navalny
Tíu rússneskum fjölmiðlum, hið minnsta, hefur verið gert að fjarlægja allt efni um spillingu ráðamanna í Rússlandi sem skrifað er af stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny og samherjum hans. Verði þeir ekki við því getur þeirra beðið há sekt. 
Assange fær að áfrýja framsalskröfu Bandaríkjanna
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fékk í morgun leyfi til að áfrýja til hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun yfirdómstóls að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Áður hafði undirréttur komist að þeirri niðurstöðu að óforsvaranlegt væri að framselja hann til Bandaríkjanna vegna bágrar andlegrar heilsu og sjálfsvígshættu.
Blinken fordæmir atlögu að fjölmiðlum í Hong Kong
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir atlögu Kínastjórnar að frelsi fjölmiðla í Hong Kong. Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News ákváðu í dag að loka honum eftir að öryggislögregla handtók sjö fyrrverandi og núverandi starfsmenn hans.
Hrun afganskra fjölmiðla eftir valdatöku talibana
Yfir 40 prósentum afganskra fjölmiðla hefur verið lokað á þeim tæpu fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því að talibanar endurheimtu völdin í Afganistan. Um 60 prósent þeirra sem áður störfuðu við fréttaöflun og -vinnslu eru nú atvinnulaus. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum samtakanna Blaðamanna án landamæra og Samtaka óháðra afganskra blaðamanna.
25.12.2021 - 06:13
Pólverjar mótmæla nýjum fjölmiðlalögum í landinu
Þúsundir söfnuðust saman við forsetahöllina í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla nýjum fjölmiðlalögum. Gagnrýnendur staðhæfa að lögunum sé beint gegn helsta frjálsa fjölmiðli landsins.
Friðarverðlaun Nóbels
Vara við falsfréttum, hatursáróðri og alræðishyggju
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni. Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt „framlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar.“
Bandarískur blaðamaður í ellefu ára fangelsi í Mjanmar
Herdómstóll í Mjanmar hefur dæmt bandaríska blaðamanninn Danny Fenster í ellefu ára fangelsi. Fenster var sakfelldur fyrir brot á innflytjendalögum og áróður gegn hernum.
12.11.2021 - 09:17
Mjanmar
Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir hryðjuverk
Yfirvöld í Mjanmar hafa ákært bandaríska blaðamanninn Danny Fenster fyrir hryðjuverk og undirróðursstarfsemi. Lögmaður Fensters greindi tíðindamanni AFP-fréttatofunnar frá þessu í morgun. Lögmaðurinn, Than Saw Aung, segir Fenster eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér, verði hann sekur fundinn.
Ávíta Rússa vegna skorts á fjölmiðlafrelsi
Bandaríkin og sautján bandalagsríki þeirra brýna fyrir Rússum að vernda tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu. Þau gagnrýna mjög það sem þau nefna herferð rússneskra stjórnvalda gegn sjálfstæðum fjölmiðlum af erlendum uppruna í landinu.
Talibanar segja klæðaburð fréttakvenna óásættanlegan
Talibanar hafa gert athugasemdir við klæðaburð kvenkyns fréttaþuli í afgönskum sjónvarpsstöðvum. Stjórnandi sjónvarpsstöðvar kallar eftir skýrum skilaboðum Talibana en segir mikilvægast nú að tryggja öryggi starfsfólks.
BBC sakar Rússa um beina árás á frelsi fjölmiðla
Breska ríkisútvarpið BBC sakar rússnesk um beina árás á frelsi fjölmiðla. Fréttamanni þess var vísað úr landi fyrir að endurnýja ekki vegabréfsáritun sína, sem framkvæmdastjóri BBC segir marka tímamót í samskiptum við Rússa.
13.08.2021 - 17:56
Ríkisstjórn Póllands sprungin
Sambandsflokkurinn í Póllandi sagði í dag skilið við ríkisstjórnina eftir að forsætisráðherrann rak leiðtoga flokksins úr embætti varaforsætisráðherra. Bitbeinið voru efnahagsumbætur og umdeild lög um eignarhald fjölmiðla.
10.08.2021 - 21:37
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Margir blaðamenn myrtir í Evrópu síðustu ár
Hollenski blaðamaðurinn Peter R. de Vries lést fyrr í dag af sárum sínum en hann var skotinn um hábjartan dag í Amsterdam í síðustu viku. Er hann sá síðasti í röð blaða- og fréttamanna sem hafa verið myrtir í Evrópu undanfarin ár.
Sjónvarpsfrétt
Gagnrýninn fjölmiðill neyðist til að leggja upp laupana
Útgáfu dagblaðs sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Hong Kong og Kína var hætt í dag. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í sjálfstjórnarhéraðinu og á grundvelli nýrra laga hafa stjórnendur blaðsins verið handteknir og eignir þess frystar.
23.06.2021 - 19:39