Færslur: Fjölmiðlafrelsi

Blinken fordæmir atlögu að fjölmiðlum í Hong Kong
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir atlögu Kínastjórnar að frelsi fjölmiðla í Hong Kong. Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News ákváðu í dag að loka honum eftir að öryggislögregla handtók sjö fyrrverandi og núverandi starfsmenn hans.
Hrun afganskra fjölmiðla eftir valdatöku talibana
Yfir 40 prósentum afganskra fjölmiðla hefur verið lokað á þeim tæpu fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því að talibanar endurheimtu völdin í Afganistan. Um 60 prósent þeirra sem áður störfuðu við fréttaöflun og -vinnslu eru nú atvinnulaus. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum samtakanna Blaðamanna án landamæra og Samtaka óháðra afganskra blaðamanna.
25.12.2021 - 06:13
Pólverjar mótmæla nýjum fjölmiðlalögum í landinu
Þúsundir söfnuðust saman við forsetahöllina í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla nýjum fjölmiðlalögum. Gagnrýnendur staðhæfa að lögunum sé beint gegn helsta frjálsa fjölmiðli landsins.
Friðarverðlaun Nóbels
Vara við falsfréttum, hatursáróðri og alræðishyggju
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni. Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt „framlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar.“
Bandarískur blaðamaður í ellefu ára fangelsi í Mjanmar
Herdómstóll í Mjanmar hefur dæmt bandaríska blaðamanninn Danny Fenster í ellefu ára fangelsi. Fenster var sakfelldur fyrir brot á innflytjendalögum og áróður gegn hernum.
12.11.2021 - 09:17
Mjanmar
Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir hryðjuverk
Yfirvöld í Mjanmar hafa ákært bandaríska blaðamanninn Danny Fenster fyrir hryðjuverk og undirróðursstarfsemi. Lögmaður Fensters greindi tíðindamanni AFP-fréttatofunnar frá þessu í morgun. Lögmaðurinn, Than Saw Aung, segir Fenster eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér, verði hann sekur fundinn.
Ávíta Rússa vegna skorts á fjölmiðlafrelsi
Bandaríkin og sautján bandalagsríki þeirra brýna fyrir Rússum að vernda tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu. Þau gagnrýna mjög það sem þau nefna herferð rússneskra stjórnvalda gegn sjálfstæðum fjölmiðlum af erlendum uppruna í landinu.
Talibanar segja klæðaburð fréttakvenna óásættanlegan
Talibanar hafa gert athugasemdir við klæðaburð kvenkyns fréttaþuli í afgönskum sjónvarpsstöðvum. Stjórnandi sjónvarpsstöðvar kallar eftir skýrum skilaboðum Talibana en segir mikilvægast nú að tryggja öryggi starfsfólks.
BBC sakar Rússa um beina árás á frelsi fjölmiðla
Breska ríkisútvarpið BBC sakar rússnesk um beina árás á frelsi fjölmiðla. Fréttamanni þess var vísað úr landi fyrir að endurnýja ekki vegabréfsáritun sína, sem framkvæmdastjóri BBC segir marka tímamót í samskiptum við Rússa.
13.08.2021 - 17:56
Ríkisstjórn Póllands sprungin
Sambandsflokkurinn í Póllandi sagði í dag skilið við ríkisstjórnina eftir að forsætisráðherrann rak leiðtoga flokksins úr embætti varaforsætisráðherra. Bitbeinið voru efnahagsumbætur og umdeild lög um eignarhald fjölmiðla.
10.08.2021 - 21:37
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Margir blaðamenn myrtir í Evrópu síðustu ár
Hollenski blaðamaðurinn Peter R. de Vries lést fyrr í dag af sárum sínum en hann var skotinn um hábjartan dag í Amsterdam í síðustu viku. Er hann sá síðasti í röð blaða- og fréttamanna sem hafa verið myrtir í Evrópu undanfarin ár.
Sjónvarpsfrétt
Gagnrýninn fjölmiðill neyðist til að leggja upp laupana
Útgáfu dagblaðs sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Hong Kong og Kína var hætt í dag. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í sjálfstjórnarhéraðinu og á grundvelli nýrra laga hafa stjórnendur blaðsins verið handteknir og eignir þess frystar.
23.06.2021 - 19:39
Myndskeið
Starfsaðstæður sem enginn á að þurfa að sætta sig við
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna hefur verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum og tæplega 60 prósent blaðamanna segja siðferði sitt hafa verið dregið í efa. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs rannsóknarverkefnis, Worlds of Journalism Study, sem íslenskur rannsóknarhópur tók þátt í. Þá hefur fjórðungur blaðamanna verið beittur þvingunum með orðum eða gerðum.
21.06.2021 - 17:37
Ákærðir fyrir samsæri gegn kínverskum stjórnvöldum
Aðalritstjóri og framkvæmdastjóri útgáfu dagblaðsins Apple Daily voru leiddir fram fyrir dómara í Hong Kong í dag en þeir eru ákærðir fyrir samsæri gegn stjórnvöldum í Kína. 
Málþing um fjölmiðlafrelsi
Norræn ríki í fremstu röð en Ísland eftirbátur þeirra
Norrænu ríkin eru góð fyrirmynd annarra þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og þau bera ábyrgð gagnvart öðrum þjóðum að auka fjölmiðlafrelsi enn frekar. Þetta sagði Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu blaðamannasamtakanna, á málþingi Blaðamannafélags Íslands í dag. Hún benti eins og fleiri framsögumenn á að Ísland stæði öðrum norrænum ríkjum að baki í mælingu á fjölmiðlafrelsi og úr því yrði að bæta. Viðskiptaumhverfi, framganga Samherja og fleiri mál bar á góma.
Franska ríkissjónvarpsstöðin bönnuð í Alsír
Stjórnvöld í Norður-Afríkuríkinu Alsír hafa afturkallað sjónvarpsleyfi frönsku ríkissjónvarpsstöðvarinnar France 24, degi eftir að þingkosningar fóru fram í landinu, þar sem 70% kjósenda sátu heima.
13.06.2021 - 19:12
Gagnrýna stjórnendur Árvakurs fyrir Samherjaauglýsingu
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur lýst yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vegna birtingar auglýsingar frá Samherja á vef mbl.is.Auglýsingin sé liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Selja og fleiri sem staðið hafi linnulaust í á annað ár.
„Einkenni þess að við búum í þöggunarmenningu“
Þingmenn Pírata lýstu áhyggjum af stöðu fjölmiðlafrelsis hér á landi og tjáningarfrelsis hér á landi á Alþingi í dag. Bæði ríki og Alþingi þurfi að sýna að þau skilji mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar, fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi.
27.04.2021 - 15:10
4 ára fangelsi fyrir fréttaflutning af COVID-19 í Wuhan
Kínverski lögfræðingurinn og netfréttakonan Zhang Zhan var í morgun dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að „efna til rifrilda og stofna til vandræða" með fréttaflutningi sínum af þróun kórónaveirufaraldursins í Wuhan, á fyrstu vikum farsóttarinnar sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni allar götur síðan og lagt hátt í 1,8 milljónir manna að velli.
28.12.2020 - 06:45