Færslur: Fjölmenning

Íslenskukennsla aldrei mikilvægari
Íslenskukennsla fyrir börn með annað móðurmál hefur aldrei verið mikilvægari og er grundvöllur fyrir því að skapa hér opið samfélag sem allir geti tekið þátt í, segir skipuleggjandi málþings um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi.
09.08.2021 - 13:28
Menningarlíf er snautt án jaðarhópa
Nýlistasafnið kallar eftir tillögum að haustsýningu safnsins og biðlar sérstaklega til jaðarhópa samfélagsins svo sem innflytjenda, hinsegin fólks, fatlaðra og fólks af ólíkum uppruna til að senda inn. Þorsteinn Eyfjörð, sem situr í stjórn safnsins og Chanel Björk Sturludóttir, sem hefur verið fengin inn sem ráðgjafi í verkefninu, tóku sér far með Lestinni og sögðu frá ákallinu.
27.09.2020 - 12:52
Fréttaskýring
Lögreglan langt frá því að endurspegla samfélagið
Mótmælendur víða um heim krefjast þess að lögreglan breytist. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á því hvort kynþáttafordómar þrífist innan lögreglunnar á Íslandi. Lögreglunemar fá fræðslu um samskipti við ólíka samfélagshópa og hluti starfandi lögreglumanna hefur sótt námskeið um fjölmenningu en innan raða lögreglunnar starfa sárafáir innflytjendur. Innfllytjendum í lögreglunámi hefur fækkað um helming á síðustu árum.
Viðtal
Fjórðungur íbúa af erlendum uppruna
Fjórðungur íbúa Skútustaðahrepps er erlendir ríkisborgarar. Þar hefur verið mótuð sérstök fjölmenningarstefna sem hefur verið tæpt ár í undirbúningi. Í henni er meðal annars tekið á því hvernig sveitarfélagið geti veitt sem besta þjónustu og hvernig skólar geti tekið vel á móti nemendum af erlendum uppruna.
14.10.2019 - 09:50
„Borgin sem við eigum er svo frábær“
„Það er skemmtilegt að segja fólki frá því að það hafi verið fangelsi í stjórnarráðinu,“ þetta segir leiðsögumaður sem í kvöld leiddi hóp spænskumælandi borgarbúa um miðborgina. Reykjavík Safarí, menningarganga á sex tungumálum, fór í kvöld fram í ellefta skipti. 
11.07.2019 - 22:32
Fréttaskýring
Fjölmenning: Frá þjóðfánum til kósíkvölda
Flestum krökkum finnst gaman að hafa kósíkvöld heima. Þetta var meðal þess sem fjölmenningarverkefni barna í leikskóla nokkrum í Reykjavík leiddi í ljós. Fjölmenningarstarf í leikskólum hefur tekið breytingum í áranna rás og áhersla á þjóðmenningu og þjóðfána hefur vikið fyrir áherslu á persónulega menningu hvers barns, menningu sem ekki tengist endilega uppruna fjölskyldunnar. 
Viðtal
Það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn
„Það þarf þorp til að ala upp barn, en það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn,“ þetta segir brúarsmiður hjá Miðju máls og læsis og filippseyskur móðurmálskennari. Sjálf á hún son sem talar fjögur tungumál. Tæplega fimmtungur barna í leikskólum Reykjavíkur er af erlendum uppruna og talar tvö eða fleiri tungumál. Brúarsmiðir veita kennurum og foreldrum þessara barna ráðgjöf.
Myndskeið
Orðið ókunningi „gjöf til þjóðarinnar“
Eliza Reid forsetafrú lærir ný íslensk orð í hverri viku og komst nýlega að því að orðið ókunningi væri ekki til í málinu. Í dag, á Degi íslenskrar tungu, birti hún fyrsta bréfið sem hún skrifaði Guðna á íslensku.
16.11.2018 - 20:52
Íslenskunni fagnað í öllum hljómbrigðum
Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember er íslenskunni fagnað í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má. Í aðdraganda dagsins birtust á menningarvef RÚV myndskeið sem varpa ljósi á mismunandi raddir íslenskunnar.
Enskan mikilvægust: Þurfa að skilja fulla Íra
„Það er mikilvægast að starfsfólkið hafi gott vald á ensku," þetta segir einn eigenda krárinnar Dubliners. Um 80% starfsmanna þar eru erlendir og þeir tala ekki allir íslensku. Það hafa aldrei verið fleiri erlendir ríkisborgarar á íslenskum vinnumarkaði. Sumir staldra stutt við og það að kenna starfsmönnum að segja góðan daginn og vertu bless er ekki alltaf efst á forgangslista atvinnurekenda.