Færslur: Fjöldamorð

Þjóðarsorg vegna horfinna mexíkóskra námsmanna
Mexíkóforseti lýsti yfir þjóðarsorg og hvatti til friðsemdar við samkomur þar sem þess var minnst í gær að átta ár eru liðin frá hvarfi 43 kennaraháskólanema í Guerrero-fylki. Saksóknarar segja hvarfið vera glæp á vegum ríkisins og hafa ákært tugi opinberra starfsmanna.
Mladic alvarlega veikur á sjúkrahúsi
Ratko Mladic, fyrrum æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Hollandi. Hann af sér lífstíðardóm fyrir stríðsglæpi.
Sanderson látinn eftir handtöku
Myles Sanderson er látinn eftir handtöku lögreglu. Hann var ásamt Damien bróður sínum grunaður um að hafa orðið tíu að bana í hnífstunguárásum í Kanada.
Árásarmanns enn ákaft leitað í Kanada
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ásamt bróður sínum orðið tíu að bana í ofsafengnum hnífstunguárásum í Kanada er enn á flótta. Umfangsmikil leit stendur yfir.
07.09.2022 - 05:15
Segir að árásarmennirnir verði látnir svara til saka
Minnst tíu eru látin og 15 særð eftir hnífaárásir í Saskatchewan í Kanada. Árásarmennirnir eru á flótta undan lögreglu. Forsætisráðherra landsins segir að þeir verði látnir svara til saka.
05.09.2022 - 06:12
Breivik freistar þess enn að losna úr einangrun
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik, sem myrti alls 77 manns árið 2011, ætlar enn að stefna norska ríkinu fyrir ómannúðlega meðferð og mannréttindabrot.
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir í Svartfjallalandi
Dritan Abazović, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir að maður á fertugsaldri myrti tíu og særði sex í borginni Cetinje á föstudag.
Tólf látin eftir skotárás í Svartfjallalandi
Tólf eru látin og sex særð eftir skotárás í borginni Cetinje í Svartfjallalandi. Árásarmaðurinn sjálfur er meðal hinna látnu en sjónarvottar segja hann hafa skotið af handahófi á vegfarendur, þeirra á meðal börn.
13.08.2022 - 02:00
Handtaka vegna morða á fjórum múslímum í Nýju Mexíkó
Lögregla í Albuquerque, fjölmennustu borg Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, segist hafa handtekið og ákært mann sem grunaður er um að hafa myrt fjóra múslíma í borginni. Viðamikil leit að morðingja mannanna hefur staðið yfir um hríð.
10.08.2022 - 07:04
Byssumaðurinn ræddi fjöldamorð á netinu fyrir árásina
Robert E. Crimo, maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Chicago vegna skotárásar á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, birti myndbönd af fjöldamorðum á netinu skömmu fyrir ódæðisverkið.
05.07.2022 - 17:14
Mörgu ósvarað eftir fjöldamorðið í Texas
Fyrrverandi lögreglustjóri í Austin og Houston í Texas gagnrýnir lögreglu í bænum Uvalde fyrir seinagang við að stöðva skotárás ungs fjöldamorðingja á börn og kennara í grunnskóla í bænum á þriðjudag.
27.05.2022 - 17:46
Mikil umfjöllun um skotárásir leiði til fleiri árása
Stjórnmálafræðingur segir að mikil fjölmiðlaumfjöllun um skotárásir virðist oft leiða af sér fleiri skotárásir. Átján ára piltur myrti minnst nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag, viku eftir mannskæða skotárás í Buffalo.
Póllandsforseti styður aðildarumsókn Úkraínu
Forseti Póllands heitir Úkraínu fullum stuðningi við umsóknarferlið að inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir að virða beri vilja þess fólks sem lætur lífið í þágu Evrópu.
Tugir féllu í árás vígamanna á gullnámu í Kongó
Vopnaðir vígamenn réðust um helgina að gullnámu og myrtu tugi manna í Ituri-héraði í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Ungbarn er meðal hinna myrtu.
Zelensky sakar Rússa um heigulshátt
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa um pyntingar, kallar innrásarliðið gungur og varar landsmenn við að rússneskar hersveitir ætli sér enn viðameiri aðgerðir austanvert í landinu en hingað til.
Duda hyggst leita réttar Pólverja vegna Katyn
Andrzej Duda forseti Póllands greindi frá því í dag að Pólverjar hygðust leita réttar síns vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi í apríl 1940. Þá myrtu sovéskar sveitir 22 þúsund Pólverja að skipun Jósefs Stalín.
Berlusconi lýsir þungum vonbrigðum með framferði Pútíns
Milljarðamæringurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framferði vinar síns Vladimírs Pútín forseta Rússlands.
Segir þá grimmustu í Bucha vera leyniþjónustumenn
Iryna Venediktova, ríkissaksóknari Úkraínu, segir að rannsókn standi yfir á hátt í sex þúsund atvikum sem flokkast geti sem stríðsglæpir af hálfu Rússa. Rannsóknin beinist meðal að framferði þeirra í Bucha og byggist á lögum um framferði í stríði. Íbúi í Bucha segir að hernám borgarinnar hafi breyst eftir að þangað komu eldri hermenn úr röðum leyniþjónustunnar.
Öryggisráðið fordæmir fjöldamorð í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir fjöldamorð sem framin voru á almennum borgurum í Mjanmar á aðfangadag.
Fimm féllu í skotárásum í Colorado-ríki
Byssumaður varð fimm að bana í borgunum Denver og Lakewood í Colorado í Bandaríkjunum á mánudaginn. Árásarmaðurinn féll sjálfur fyrir byssukúlum lögreglumanns.
29.12.2021 - 06:59
Herinn í Mjanmar sakaður um fjöldamorð í hefndarskyni
Herinn í Mjanmar myrti óbreytta borgara með skipulögðum hætti í júlí síðastliðnum. Talið er að hið minnsta fjörutíu karlmenn hafi verið pyntaðir og myrtir í fernum atlögum hersins á svæði þar sem andstaða er mikil við herstjórnina í landinu.
20.12.2021 - 03:41
Bandaríkin greiða bætur vegna árásanna í Parkland
Bandaríska dómsmálaráðuneytinu verður gert að greiða 130 milljónir dala til fjölskyldna og eftirlifenda skotárásarinnar í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída árið 2018.
23.11.2021 - 05:46
Minntust Alsíringa sem féllu fyrir hendi lögreglu 1961
Þeirra Alsíringa var minnst í París í dag sem franska lögreglan myrti þennan dag fyrir sextíu árum. Frakklandsforseti sagði í gær að atlaga lögreglunnar væri ófyrirgefanlegur glæpur og hefur verið gagnrýndur fyrir að biðjast ekki formlega afsökunar. 
17.10.2021 - 17:16
Myndskeið
Hugur Solberg er hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra
Ernu Solberg fráfarandi forsætisráðherra Noregs er afar brugðið eftir að fimm féllu og tveir særðust í árás bogamanns í bænum Kongsberg í suðausturhluta landsins í dag. Solberg segir hug sinn vera hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.
13.10.2021 - 22:41
Áframhald réttarhalda vegna árásanna 11. september 2001
Réttarhöldum verður framhaldið í dag yfir fimmmenningum sem taldir eru sem taldir eru hugmyndasmiðir hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001. Nokkrir dagar eru í að þess verði minnst að tuttugu ár eru frá atburðunum.