Færslur: fjölbýlishús

Innbrotahrina við Nýbýlaveg
Talsvert hefur verið um innbrot í nýtt fjölbýlishús við Nýbýlaveg í Kópavogi síðustu daga þar sem útihurð í sameiginlegum stigagangi er ítrekað spennt upp og þjófurinn í framhaldinu farið í geymslur íbúa til að leita verðmæta.
„Teljum að maðurinn sé hættulegur öðrum“
Lögregla og Sérsveit lögreglunnar voru í gærkvöld kölluð út vegna íbúa í Hamraborg í Kópavogi, sem hafði ógnað öðrum íbúum hússins með stórum hnífi eða sveðju, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn um klukkustund síðar. Nágrannar hafa ítrekað rætt við félagsmálayfirvöld og lögregla hefur margsinnis verið kölluð út vegna hans. „Við mætum alltaf með sérsveitina með okkur, því við teljum manninn hættulegan,“ segir Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri í Kópavogi.
02.03.2017 - 11:18