Færslur: Fjölbrautaskóli Suðurlands

Smit á sjúkrahúsi, í skóla og handboltadeild á Selfossi
Kórónuveirusmit hafa stungið sér niður víða á Selfossi. Tvö smit greindust hjá starfsfólki Fjölbrautaskóla Suðurlands í gær og alls eru því ellefu starfsmenn með veiruna og þrír nemendur hafa smitast. Þá eru komin upp smit í handknattleiksdeild Selfoss og eru þau talin tengjast fjölbrautaskólanum. Í gærkvöld var svo greint frá því að smit hefði greinst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kvöldinu áður.
Níu starfsmenn FSu smitaðir
Níu starfsmenn Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eru smitaðir af kórónuveirunni. Sex þeirra eru kennarar. Skólabyggingin verður lokuð í dag, annan daginn í röð, og sækja nemendur fjarkennslu. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé komið í ljós hvernig kennararnir smituðust. Í gærdag voru sex starfsmenn smitaðir en í sýnatökum gærdagsins greindust þrjú ný smit.
Átta smit sem tengjast FSu
Átta manns, sem tengjast Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi, eru smitaðir af kórónuveirunni. Skólinn er lokaður að minnsta kosti fram á mánudag. Fjarkennsla hefst á morgun. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé vitað hvernig starfsmenn hafi smitast.
Viðtal
Ekki vitað hvernig fimm starfsmenn FSu smituðust
Fimm starfsmenn við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru með covid-smit og því verður skólinn lokaður í dag og líklega næstu daga. Sumir starfsmannanna eru kennarar. Þá hefur einnig greinst smit hjá nemanda, segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari.
Einn á gjörgæslu með kórónaveirusmit
Einn sjúklingur með kórónaveirusmit hefur verið lagður á gjörgæsludeild Landspítalans. Nærri hundrað nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands eru farnir í sóttkví eftir að kennari greindist með smit á fimmtudagskvöld.
FSu og Kvennó í síðari viðureign undanúrslita
Seinni umferð undanúrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Kvennaskólans í Reykjavík takast á  um hvort liðanna kemst áfram í úrslit keppninnar í ár. Í síðustu viku tryggði lið MR sér sæti í úrslitum með sigri á liði MA í fyrri undanúrslitum keppninnar.
Nenna að hanga saman
Gettu betur lið Fjölbrautaskóla Suðurlands segjast vera ágætis vinir, í það minnsta nenna að hanga saman. Það er þó kannski ekki skrítið þar sem tveir meðlimir liðsins eru náskyldir frændur.
Möguleikar til verknáms aukast verulega
„Möguleikar til verknáms á Suðurlandi aukast mikið með tilkomu nýja hússins. Nemendur munu geta lokið námi í fleiri greinum. Við höfum allt aðra aðstöðu, getum sótt fram í fleiri greinum og gert betur það sem við gerum nú“, segir Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nýtt verknámshús skólans verður tilbúið í október á næsta ári.