Færslur: Fjölbrautaskóli Suðurlands

Einn á gjörgæslu með kórónaveirusmit
Einn sjúklingur með kórónaveirusmit hefur verið lagður á gjörgæsludeild Landspítalans. Nærri hundrað nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands eru farnir í sóttkví eftir að kennari greindist með smit á fimmtudagskvöld.
FSu og Kvennó í síðari viðureign undanúrslita
Seinni umferð undanúrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Kvennaskólans í Reykjavík takast á  um hvort liðanna kemst áfram í úrslit keppninnar í ár. Í síðustu viku tryggði lið MR sér sæti í úrslitum með sigri á liði MA í fyrri undanúrslitum keppninnar.
Nenna að hanga saman
Gettu betur lið Fjölbrautaskóla Suðurlands segjast vera ágætis vinir, í það minnsta nenna að hanga saman. Það er þó kannski ekki skrítið þar sem tveir meðlimir liðsins eru náskyldir frændur.
Möguleikar til verknáms aukast verulega
„Möguleikar til verknáms á Suðurlandi aukast mikið með tilkomu nýja hússins. Nemendur munu geta lokið námi í fleiri greinum. Við höfum allt aðra aðstöðu, getum sótt fram í fleiri greinum og gert betur það sem við gerum nú“, segir Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nýtt verknámshús skólans verður tilbúið í október á næsta ári.