Færslur: Fjölbrautarskólinn við Ármúla

Myndband
Tvö reynslumestu liðin mætast í kvöld
Átta liða úrslit Gettu betur halda áfram í kvöld en nú er komið að Fjölbrautarskólanum við Ármúla að kljást við Tækniskólann. Þetta eru einu lið sjónvarpskeppninnar í ár sem eru óbreytt frá síðasta ári. Lið FÁ komst í undanúrslit í fyrra en lið Tækniskólans datt út eftir átta liða úrslitin.
Fækkun nemenda veldur erfiðleikum
Bregðast þarf við fækkun nemenda í framhaldsskólum og styttingu náms til stúdentsprófs, segir í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í dag við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni VG, um áform um sameiningar framhaldsskóla. Afar brýnt sé að skoða starfsumhverfi framhaldsskólakerfisins og hvernig styrkja megi það með því að ýta undir aukið samstarf eða sameiningu skólastofnana. 
Sjúkraliðafélagið ósátt við sameiningaráform
Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir áformum mennta-og menningamálaráðherra um að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskólann. Slík sameining yrði hvorki nemendum né starfsfólki til framdráttar, segir í ályktun félagsins.