Færslur: Fjárveitingar

Hannesarholt í viðræðum við hið opinbera um reksturinn
Útlit hefur verið fyrir að rekstri menningarhússins Hannesarholts yrði hætt. Átta ár eru síðan Hannesarholt var opnað. Fyrirhugað var að loka 20. júní og opna ekki að nýju í haust. Nú standa yfir samningaviðræður um aðkomu hins opinbera að rekstrinum.
Morgunútvarpið
Segir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fjársvelta
Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, segir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa verið fjársvelta ár eftir ár. Hún segir sárlega vanta fjármagn til að byggja upp grunnheilbrigðisþjónustu á svæðinu enda hafi íbúum þar fjölgað hratt á síðustu árum. Díana var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.