Færslur: Fjársvik

Svíkja fólk og senda hvorki síma né tölvur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkur fjársvikamál, sem öll eru af svipuðum toga. Svikin eiga sér stað á netinu þar sem fólk hefur í góðri trú keypt síma og tölvur á sölusíðum. Seljandinn, sem segist búa utan höfuðborgarsvæðisins, lofar að senda varninginn í pósti um leið og greiðslan berst. Engir símar eða tölvur berast hins vegar kaupendunum og í ljós kemur að kvittun sem seljandinn sendir er fölsuð.
Vara við SMS-skilaboðum fjársvikara
Borgun varar við tilraunum til fjársvika í nafni fyrirtækisins. Óprúttnir SMS-arar senda nú skilaboð til fjölda Íslendinga þess efnis að móttakandi hafi fyrir mistök borgað kortareikning tvisvar og að því hafi kortinu verið lokað. Þá er hann hvattur til að opna vefslóð og gefa þar upp kortaupplýsingar til að opna kortið að nýju.
23.08.2020 - 16:22
Reyna að svíkja fé úr fólki í nafni ríkisskattstjóra
Lögreglan varar við svikahröppum sem hafa sent fólki smáskilaboð í dag og óskað eftir kreditkortaupplýsingum til að endurgreiða því fé. Svindlið þykir vandað og því hættara að fólk falli fyrir því.
21.08.2020 - 17:45
Steve Bannon handtekinn og ákærður ásamt þremur öðrum
Steve Bannon hefur verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, fyrir fjársvik tengd fjársöfnun fyrir múrnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni að risi við landamæri Mexíkó.
Auðkýfingar þolendur netsvindls
Twitter-síður ýmissa bandarískra auðmanna og stórfyrirtækja urðu fyrir árás netsvindlara í gær.
16.07.2020 - 00:30
Fréttaskýring
Börn Brittu Nielsen dæmd í fangelsi
Börn hinnar dönsku Brittu Nielsen voru í morgun dæmd í eins og hálfs til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt móður sinnar. Þyngsta dóminn fékk yngsta dóttir Nielsen, sem talin er hafa fengið hæstu fjárhæðirnar frá móður sinni. Börnin hafa öll áfrýjað dómnum.
09.07.2020 - 12:37
Sviku út færslur af 100 debetkortum
Óprúttnir aðilar náðu að svíkja út færslur af um 100 debetkortum hér á landi um síðustu helgi. Málið er nú til rannsóknar hjá Valitor og Visa.
18.06.2020 - 16:41
Handtekinn vegna fasteignakaupa Vatíkansins
Lögregla Vatíkansins hefur handtekið ítalskan kaupsýslumann, sem aðstoðaði starfsmenn aðalskrifstofu Vatíkansins við kaup á lúxusfjölbýlishúsi í London.
06.06.2020 - 14:20
Myndskeið
Aðeins óljós loforð fást með kaupum á OneCoin
Nokkrir tugir Íslendinga hafa keypt OneCoin sem selt er sem rafmynt. Ekki er hins vegar hægt að selja myntina í skiptum fyrir beinharða peninga. Upphafsmaður hennar hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Sérfræðingur í netglæpum og lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að fólk hafi aðeins keypt loforð um eitthvað sem gerist í framtíðinni þegar það kaupir OneCoin.
25.11.2019 - 19:38
Nokkrir tugir Íslendinga hafi keypt OneCoin
Hér á landi er skrifstofa fyrir markaðstorg OneCoin, sem sagt er að sé rafmynt. Bandarísk handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur konu, Ruju Ignatovu, sem stofnaði fyrirtækið. Annar forkólfur One Coin hefur játað á sig peningaþvætti og fjársvik. Umboðsaðili markaðstorgsins segir nokkra tugi Íslendinga eiga OneCoin. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er náin vinkona Ruju og stjórnaði viðburðum fyrir OneCoin.
25.11.2019 - 12:36
Svikarar stálu greiðslu til Borgarholtsskóla
Óprúttnir aðilar komust á dögunum inn í tölvupóstsamskipti á milli Borgarholtsskóla og samstarfsskóla hans í Danmörku. Þar náðu þeir að breyta upplýsingum á reikningi sem Borgarholtsskóli sendi út.
18.09.2019 - 17:50
Vara við svikahrappi í nafni Alzheimersamtaka
Alzheimersamtökin vara við því að óprúttinn aðili hafi hringt í fólk og þóst vera að safna fé fyrir samtökin. Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna segir málið sorglegt. 
13.09.2019 - 17:03
Svona forðastu fjársvik netglæpamanna
Tölvuþrjótar sviku á fjórða hundruð milljóna króna út úr HS Orku eins og kom fram í fréttum í gær. Þetta er langt frá því að vera einu rafrænu fjársvikin. Í fyrra voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu 130 tilvik þar sem reynt var að blekkja fólk með því að láta það leggja inn á reikning hjá svikahröppum. En hvernig getur fólk forðast að lenda í klóm netglæpamanna? Lögreglufulltrúi gefur nokkur góð ráð.
10.09.2019 - 16:17