Færslur: Fjársöfnun

Grunsamleg góðgerðasamtök sendu út valgreiðsluseðla
Meint góðgerðasamtök sem kalla sig Vonarneista hafa sent út valgreiðsluseðla til fólks að undanförnu. Litlar upplýsingar liggja fyrir um samtökin og starfsemi þeirra og ekki næst í forsvarsmenn þess.
13.12.2021 - 15:30
Sjónvarpsfrétt
Nýr snjótroðari væntanlegur í Kjarnaskóg
Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur safnað rúmum 35 milljónum undanfarna mánuði í þeim tilgangi að festa kaup á nýjum snjótroðara í Kjarnaskógi. Peningarnir koma frá yfir 600 aðilum og segir framkvæmdastjóri félagsins það sýna hve mikilvægur skógurinn er samfélaginu.
02.12.2021 - 15:01
Sjónvarpsfrétt
Safna fyrir betri Vatnsnesvegi
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur sett af stað hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg. Sveitarstjóri segir óásættanlegt að vegurinn sé ekki á samgönguáætlun fyrr en á árunum 2030 til 2034 og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið.
Hundrað ár síðan Marie Curie var gefið gramm af radíni
Heimsóknar pólska eðlis- og efnafræðingsins Marie Curie til Bandaríkjanna árið 1921 var minnst með athöfn í franska sendiráðinu í Washington í gær. Þar var henni fært frumefni að gjöf. Rannsóknir hennar liggja meðal annars til grundvallar krabbameinsmeðferðar.
17,5 milljónir söfnuðust á göngunni upp Kvennadalshnjúk
Góðgerðarfélagið Lífskraftur safnaði 17,5 milljónum króna á göngu upp Hvannadalshnjúk. Gönguhópurinn Snjódrífurnar stóð fyrir söfnuninni sem þær kölluðu Kvennadalshnjúk. Allt fé sem safnaðist rann til nýrrar blóð- og krabbameinslækningadeildar Landspítala.
Rúmar þrjár milljónir safnast fyrir Seyðisfjörð
Tæplega 3,3 milljónir hafa safnast í sérstakri neyðarsöfnun fyrir íbúa Seyðisfjarðar. Ljóst er að Seyðisfjörður á sess í hjarta margra.
21.12.2020 - 10:57