Færslur: Fjarskipti

Viðtal
Áhyggjur af hugsanlegum skemmdarverkum á sæstrengjum
Það er áhyggjuefni fyrir Íslendinga hvort skemmdir verði unnar á sæstrengjum til og frá landinu, segir utanríkisráðherra. Áhyggjurnar minnki ekki við skemmdarverkin á gasleiðslurnar í Eystrasalti. Bandaríkjamenn sinni kafbátaeftirliti við landið og fylgist einnig með sæstrengjunum. 
28.09.2022 - 19:04
Ljósleiðaravæðing kaupstaða gengið verr en sveitabæja
Búið er að loka stærstum hluta símstöðva sem tengja síma með fastlínu. Vel hefur gengið að leggja ljósleiðara í sveitir landsins, en ljósleiðaravæðing þéttbýlisstaða á landsbyggðinni stendur út af.
Sjónvarpsfrétt
Vilja ekki kaupa Mílu á óbreyttu verði
Franski fjárfestingasjóðurinn Ardian vill ekki kaupa Mílu af Símanum samkvæmt óbreyttum kaupsamningi því breyta þarf skilyrðum fyrir kaupunum svo Samkeppniseftirlitið gefi grænt ljós. Samningurinn var meðal annars skilyrtur því að Síminn yrði í viðskiptum við Mílu í 20 ár.
Salan á Mílu í óvissu
Franska fyrirtækið, Ardian, sem ætlar að kaupa Mílu af Símanum segist ekki vilja ljúka tugmilljarða viðskiptum samkvæmt kaupsamningi við Símann. Það er vegna þess að skilyrði sem fram hafi komið í sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið séu íþyngjandi og hafi neikvæð áhrif á kaupsamninginn sem geri það að verkum að eitt skilyrði í kaupsamningnum sé ekki uppfyllt.  Orri Hauksson forstjóri Símans segir vonast til að þetta gangi fyrir 18. ágúst þegar sáttaviðræðum á að ljúka. 
Sjónvarpsfrétt
Sæstrengurinn tífaldar fjarskiptaöryggi
Fjarskiptaöryggi Íslands eykst tífalt með þriðja sæstrengnum. Lagning hans er hafin og gert er ráð fyrir að hann verði kominn í notkun í byrjun næsta árs. Dýpst verður hann á 2500 metrum.
26.05.2022 - 11:52
Kanada bannar aðkomu Huawei og ZTE að 5G-neti
Kanadísk stjórnvöld ætla að banna alla aðkomu kínversku fjarskiptafyrirtækjanna Huawei og ZTE að 5G-kerfi landsins. Iðnaðar- og almannavarnaráðherrar Kanada greindu frá þessu á blaðamannafundi.
19.05.2022 - 23:22
Upp úr sauð á aðalfundi Ericsson
Hluthafar í sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson samþykktu á aðalfundi í dag að veita stjórn fyrirtækisins og framkvæmdastjóra ekki traust sitt fram að næsta aðalfundi. Slíkt er yfirleitt formsatriði en svo var ekki í dag. Both Ekholm, framkvæmdastjóri, og stjórnin voru engu að síður endurkjörin. Ástæðan fyrir vantraustinu eru fregnir af mögulegum greiðslum fyrirtækisins til hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Írak.
29.03.2022 - 17:22
Mikilvægt að kanna hverjir standa að baki eigendahópnum
Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir það alvarlegt mál ef ganga eigi frá sölu Mílu án þess að Alþingi fjalli um málið. Fjárfestingafélagið Ardian France SA hefur gert tilboð í Mílu og er salan langt komin. Oddný segir söluna þjóðaröryggismál og það skipti máli hvaða ríki tengist þeim eigendum sem standa að baki sjóðnum.
15.11.2021 - 08:16
Þjóðaröryggisráð fjallar áfram um söluna á Mílu
Sala Símans á Mílu er enn til umfjöllunar í Þjóðaröryggisráði sem fundaði um málið í gær. Unnið er að samningu frumvarps um erlendar fjárfestingar. Þjóðaröryggisráð hefur ekki lokið umfjöllun sinni um málefnið.
09.11.2021 - 12:09
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.
Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingu í Mílu
Innan nokkurra lífeyrissjóða er skoðað hvort fjárfesta eigi í dótturfyrirtæki Símans, Mílu, sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Síminn væri langt kominn með sölu á fyrirtækinu og hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu.
21.10.2021 - 14:52
Tilfærsla á loftnetssendi gæti valdið truflunum í dag
Í dag stendur til að færa aðalloftnetssendi sjónvarpsútsendinga Vodafone og RÚV frá Vatnsenda yfir á Úlfarsfell. Aðgerðin getur haft áhrif á dreifikerfi Vodafone og RÚV en gert er ráð fyrir að tilfærslan taki nokkrar klukkustundir.
23.08.2021 - 10:08
Stefnir í hraða uppbyggingu 5G
Meiri hraði er að færast í uppbyggingu 5G kerfisins og verða tugir senda ræstir á næstu mánuðum. Stór hluti þjóðarinnar ætti að verða tengdur við kerfið eftir um það bil tvö ár.
05.08.2021 - 22:00
Hítardalur á tíðum alveg sambandslaus við umheiminn
Fjarskiptasamband í Hítardal á Mýrum er svo óáreiðanlegt að ábúendur geta lent í að detta úr tengingu við umheiminn með öllu. Formaður björgunarsveitar segir að mörg útköll síðustu ár hafi verið flóknari og dregist á langin vegna þessa.
04.07.2021 - 16:45
Hraun bræddi sundur ljósleiðara
Göngufólk á leið upp að gosstöðvunum á Reykjanesi um gönguleið C gætu þessa stundina fundið fyrir því að farsímar þeirra verði sambandslausir á leiðinni.
29.06.2021 - 14:30
Harmar örlög fjarskiptafrumvarps
Forstjóri Vodafone segir óskiljanlegt að fjarskiptafrumvarp samgönguráðherra hafi ekki verið samþykkt á nýliðnu þingi. Afleiðingarnar séu þær að uppbygging fjarskiptainnviða tefjast sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands.
Sýn selur óvirka innviði og tekur þá á leigu
Sýn hefur undirritað samninga við erlenda fjárfesta um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu kemur fram að væntur söluhagnaður sé yfir sex milljörðum króna.
01.04.2021 - 10:49
Myndskeið
Fjarskiptasamband í Djúpi á að vera tryggt á þessu ári
Samgönguráðherra segir stórt verkefni að bæta fjarskiptasamband á þjóðvegum landsins. Mælingar sýna að samband í Skötufirði var slitrótt þegar banaslys varð þar á laugardag.
Viðtal
Dýrt og erfitt að koma á fullkomnu fjarskiptasambandi
Vegfarendur sem komu fyrstir að banaslysi í Skötufirði í gær þurftu að aka áfram þar til símasamband náðist til þess að hringja á Neyðarlínuna. Forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar segir Vestfirði landfræðilega mjög erfiða.
Slit á ljósleiðara milli Siglufjarðar og Hofsóss
Vegna slits á ljósleiðara geta verið truflanir og sambandsleysi á fjarskiptaþjónustum Tengis á milli Siglufjarðar og Hofsós.
Tilraun til netárásar olli truflun á netsambandi í gær
Tilraun til netárásar klukkan 11:22 í gær hafði áhrif á netsamband fjölda viðskiptavina Vodafone, og fleiri fjarskiptafyrirtækja, í 45-50 mínútur. Magnús Hafliðason, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Vodafone, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi beinst gegn einum viðskiptavini fyrirtækisins.
10.11.2020 - 11:46
Ófullnægjandi fjarskiptasamband þrátt fyrir innspýtingu
Sveitarstjórinn i Skagafirði segir fjarskiptasamband í Skagafirði enn ekki boðlegt þrátt fyrir innspýtingu eftir óveðrið í desember. Nokkrir staðir séu án fullnægjandi GSM- og Tetra-sambands.
26.10.2020 - 08:35
Koparsíminn verður farinn með öllu við lok næsta árs
Síminn tekur nú fyrsta skrefið í því að afleggja PSTN-kerfið, eða koparsímann. Ráðgert er að við lok næsta árs verði koparsíminn aflagður með öllu og að eingöngu stafræn tenging verði hér á landi.
Ljósleiðari yfir hálendið mun auka fjarskiptaöryggi
Framkvæmdastjóri Mílu segir nýjan ljósleiðara yfir hálendið skipta miklu máli fyrir fjarskiptaöryggi í landinu. Í lok október ætti Suðurland og Norðurland að vera tengt með ljósleiðara yfir hálendið en ekki einungis í kringum landið eins og nú.
29.09.2020 - 12:30
Ljósleiðari í sundur við Hveragerði
Ljósleiðari fór í sundur um miðjan dag rétt austan við Hveragerði. Verktaki gróf í sundur strenginn. Viðgerðarmenn frá Mílu fóru strax á staðinn til að gera við og er enn verið að koma saman strengnum.
04.08.2020 - 17:44