Færslur: Fjarskipti

Lögregla vill geta truflað fjarskipti
Full þörf er á að endurteknar hringingar í Neyðarlínuna án gildrar ástæðu verði gerðar refsiverðar. Þetta kemur fram í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um frumvarp til fjarskiptalaga. Þar segir einnig að lögregla þyrfti að hafa heimildir til að geta óskað eftir truflunum á fjarskiptum á tilteknum svæðum, til dæmis í lögregluaðgerðum þar sem almannahætta er til staðar.
14.06.2020 - 22:26
Ónothæf örbylgjuloftnet trufla 4G-tíðni á stóru svæði
Símtöl slitna, SMS-skilaboð komast ekki á leiðarenda og það hægist á streymi í grennd við biluð örbylgjuloftnet sem upphaflega voru sett upp til að dreifa Fjölvarpinu, sjónvarpsveitu með fjölda sjónvarpsstöðva. Notkun loftnetanna var hætt fyrir þremur árum.
12.06.2020 - 11:13
GSM sendirinn tilbúinn en ekkert samband
Þó sendir fyrir GSM samband á veginum um Vatnsskarð til Borgarfjarðar eystra hafi verið tilbúinn í nokkrar vikur er ekkert símasamband komið þar á. Ekki er hægt að kalla eftir aðstoð ef bílar festast í snjó á hluta leiðarinnar.
03.03.2020 - 17:10
Viðgerð lokið á sliti í stofnstreng Mílu
Viðgerð lauk í nótt á sliti sem varð á landshring Mílu við Möðrudal síðdegis í gær. Sigurrós Jónsdóttir samskiptastjóri hjá Mílu segir að slitið hafi klárlega haft áhrif á fjarskiptasambönd. Míla geti þó ekki sagt til um áhrif á þjónustu fjarskiptafélaga með síma, net og sjónvarp.
21.02.2020 - 08:34
Búast ekki við að Brexit hafi áhrif á reikisamninga
Ekkert af fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi gerir ráð fyrir því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu eigi eftir að hafa áhrif á símreikninga Íslendinga á ferðalögum til Brelandseyja. Það kunni þó að geta breyst.
12.02.2020 - 07:13
Fréttaskýring
Huawei kemur líklega að uppbyggingu 5G á Íslandi
Öryggisógnir tengdar uppbyggingu 5G háhraðanetsins hafa mikið verið til umræðu í Evrópu, þá sérstaklega meintar ógnir tengdar aðkomu kínverska fjarskiptarisans Huawei. Íslensk stjórnvöld hafa lítið skipt sér af þessu en nú hefur orðið breyting þar á. Nýr starfshópur á að skoða hvernig tryggja megi að uppbygging nýs fjarskiptanets hér verði örugg. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar sér ekki fyrir sér að tekið verði fyrir aðkomu Huawei að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi.
04.02.2020 - 16:39
Símafyrirtæki ræða samstarf við innviðauppbyggingu
Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Sýn og Nova hafa undirritað viljayfirlýsingu um viðræður um möguleika á samnýtingu og samstarfi við uppbyggingu fjarskiptainnviða.
20.12.2019 - 08:38
Ekkert fjarskiptamastur virðist hafa skemmst í veðrinu
Ekkert þeirra þúsund fjarskiptamannvirkja á landinu virðist hafa skemmst í óveðrinu. Fjarskipti duttu út á hluta Vestfjarða, Norðurlandi og hluta Austurlands, vegna langvarandi rafmagsleysis á stöðunum. Enn er rafmagnslaust á hluta Norðvestur- og Norðausturlands og fjarskipti stopul.
Myndskeið
Segir gagnrýni á Tetra-kerfið ósanngjarna
Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að gera þurfi stórátak í að koma upp varaaflstöðvum til að koma í veg fyrir viðlíka truflun á fjarskiptasambandi og varð í óveðrinu í síðustu viku. Hann segir gagnrýni á tetra-kerfi almannavarna ósanngjarna.
Hafa enn í nógu að snúast á Norðurlandi eystra
Nokkrir eru enn án rafmagns á Norðurlandi eystra. Þá eru áfram starfræktar aðgerðarstjórnir á Húsavík og á Akureyri. Þá er ein þeirra fimm fjöldahjálparstöðva sem opnaðar voru í umdæminu í fárviðrinu, enn starfrækt á Tjörnesi. Þar var boðið upp á súpu og brauð í hádeginu.
15.12.2019 - 16:52
FM útsendingar liggja niðri á Vestur- og NV-landi
Vegna rafmagnsleysis liggja FM útsendingar niðri á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi að svo stöddu. Útsendingar langbylgju á tíðninni LW189KHZ frá Gufuskálum nást á þessu svæði. Öll Húnavatnssýslan, dalirnir, Fellsströnd, Skarðsströnd og Skógarströnd urðu rafmagnslaus um tíma í morgun vegna bilunar.
15.12.2019 - 14:09
 · Innlent · Vesturland · Fjarskipti
Silfrið
„Veruleiki og tilvera okkar má ekki byggjast á heppni“
„Ef að rétthentur maður handleggsbrýtur sig á vinstri, er hann heppinn? Kannski getum við sagt það út frá því að við erum með almannavarnarkerfi sem er undirfjármagnað og ekki nógu vel sinnt að mínu mati að þá kannski að því leyti vorum við heppin að ekki fór verr,“ segir, Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar í Silfrinu, spurður um það hvort við vorum heppin að ekki fór verr í fárviðrinu í vikunni.
15.12.2019 - 12:44
Myndband
„Fátt jólalegt og kósí við þetta veður“
„Í rauninni má segja að við höfum verið mjög heppin að það varð ekki meiri háttar óhapp eða meiri háttar slys á fólki því að það hefði, í mörgum tilfellum, ekki verið nokkur leið fyrir fólk að koma skilaboðum áleiðis; að hringja í neyðarlínuna, hringja á aðstoð eða fá hjálp,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
15.12.2019 - 11:42
Myndband
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand“
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand. Við gátum hvorki sótt okkur bjargir, né veitt bjargir. Þannig að ástandið var í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Allir helstu innviðir samfélagsins hafi brugðist.
14.12.2019 - 21:07
Aukið álag í fárviðrinu en engar bilanir
Engar bilanir urðu hjá Landsvirkjun í fárviðrinu í vikunni. Í kjölfar óveðursins urðu þó ístruflanir við Laxárstöðvar. „Nokkurt álag var á starfsfólk vegna truflana sem urðu á flutningi raforku frá aflstöðvum okkar,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.
13.12.2019 - 20:33
Myndband
„Hér er fólk búið að gera kraftaverk í störfum sínum“
„Staðan er auðvitað sú að það mun taka nokkra daga að koma öllu í samt lag en þetta er auðvitað þannig að það er allt annað að sjá ástandið með eigin augum heldur en að heyra skýrslur á fundum,“ segir forsætisráðherra. Hún fór ásamt fjórum öðrum ráðherrum norður í land í dag og kynnti sér aðstæður á þeim svæðum sem verst urðu úti í óveðrinu.
13.12.2019 - 19:51
Myndband
Orðin mun háðari raforku en áður
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunarráðherra, segir að það skipti máli að fara á vettvang og sjá aðstæður með berum augum. Ráðherrar muni hafa gagn að því. Þá skipti máli að sýna fólki hluttekningu eftir allt sem á undan er gengið. Fimm ráðherrar flugu norður í hádeginu. Til stendur að skoða aðstæður þeirra sem verst urðu úti í óveðrinu, á Dalvík, í Skagafirði og fleiri byggðarlögum.
13.12.2019 - 14:21
Myndband
Vill fá þetta beint í æð
„Við ætlum að fara á svæðið, heyra hljóðið í fólki og fá þetta beint í æð frá þeim sem hafa búið við þetta leiðinda ástand núna í allt of langan tíma,“ segir Kristján Þór Júlíusson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fimm ráðherrar flugu norður í hádeginu. Til stendur að skoða aðstæður þar sem verst urðu úti í óveðrinu, Dalvík, Skagafjörð og fleiri byggðarlög.
Ríkisstjórnin setur á fót átakshóp vegna fárviðrisins
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að skipa átakshóp vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið á þriðjudag og miðvikudag. Hópurinn vinnur meðal annars að tillögum á úrbótum á innviðum í raforku og fjarskiptum. Öryggi í þessum samfélagslegu innviðum lúti að þjóðaröryggi. Stefnt er að því að hópurinn skili tillögum sínum í byrjun mars.
13.12.2019 - 12:41
Fordæmalaus truflun á fjarskiptasambandi
Fjarskiptasamband hefur rofnað víða um land í illviðrinu. Þorleifur Jónasson, hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segist aldrei hafa séð jafnmikla truflun á fjarskiptum. Bæði farsímasamband og tetrakerfi almannavarna hefur raskast. Áhrifanna gætir allt frá norðanverðum Vestfjörðum, um Norðurland allt og um Austfirði. Þetta hafi truflað störf björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila.
Viðtal
5G límið í fjórðu iðnbyltingunni
Búast má við því að 5G fjarskiptakerfið verði tekið í gagnið á fyrrihluta næsta árs, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann segir að miðað við þá vinnu sem hafi verið lagt í nú þegar sé ekki of mikil bjartsýni að ætla að kerfið verði tilbúið til notkunar innan árs.
30.08.2019 - 22:30
Miklar bilanir í farsímakerfi á Norðurlöndum
Truflanir hafa orðið í gær og dag á farsímaþjónustu sænska fjarskiptafyrirtækisins Tele2. Meðal annars gátu notendur svokallaðrar reikisþjónustu ekki hringt í neyðarlínu eða önnur númer og símtöl slitnuðu. Sænska fjarskiptastofnunin segir bilunina alvarlega.
18.06.2019 - 12:56
Nova tengdi fyrsta 5G-sendinn
Fyrsti 5G-fjarskiptasendir símafyrirtækisins Nova hefur verið tekinn í gagnið. Er þetta fyrsti 5G sendirinn á Íslandi. Með þessari fimmtu kynslóð þráðlausa fjarskiptakerfisins mega notendur búast við tífalt meiri nethraða að jafnaði miðað við fjórðu kynslóðina.
21.02.2019 - 18:09
Stopul fjarskipti á Vestfjörðum í nótt
Fjarskipti á sunnanverðum Vestfjörðum verða afar takmörkuð í nótt vegna vinnu Mílu við fjarskiptabúnað í símstöðinni á Patreksfirði. Gera má ráð fyrir verulegri truflun á farsímasambandi og netþjónustu í um fjórar klukkustundir í nótt.
14.02.2019 - 21:49
Myndskeið
Fleiri kvarta yfir reikningum eftir Skaupið
Töluvert af kvörtunum hafa borist Neytendasamtkökunum vegna reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum. Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að þessum kvörtunum hafi farið fjölgandi eftir Áramótaskaupið.
05.02.2019 - 15:59