Færslur: Fjarskiptaöryggi

EFTA-dómur stöðvar ekki lagningu sæstrengs
Eftirlitsstofnun EFTA hefur verið gert skylt að ráðast í rannsókn á því hvort hlutafjáraukning íslenska ríkisins til Farice ehf. vegna lagningar nýs sæstrengs standist reglur um ríkisaðstoð. Þessi niðurstaða EFTA-dómstólsins hefur ekki áhrif á langingu sæstrengsins sem hófst í síðustu viku. Sýn kvartaði til ESA og taldi ríkisaðstoð til Farice vera ólögmæta og ekki í samræmi við þjónustusamning milli Farice og Fjarskiptasjóðs.
01.06.2022 - 11:36
Sjónvarpsfrétt
Sæstrengurinn tífaldar fjarskiptaöryggi
Fjarskiptaöryggi Íslands eykst tífalt með þriðja sæstrengnum. Lagning hans er hafin og gert er ráð fyrir að hann verði kominn í notkun í byrjun næsta árs. Dýpst verður hann á 2500 metrum.
26.05.2022 - 11:52
Þjóðaröryggisráð fjallar áfram um söluna á Mílu
Sala Símans á Mílu er enn til umfjöllunar í Þjóðaröryggisráði sem fundaði um málið í gær. Unnið er að samningu frumvarps um erlendar fjárfestingar. Þjóðaröryggisráð hefur ekki lokið umfjöllun sinni um málefnið.
09.11.2021 - 12:09
Lélegt GSM samband á þriðjungi sveitabæja á NV-landi
Slæmt farsímasamband er á allt að þriðjungi sveitabæja á Norðurlandi vestra. Þetta sýnir könnun á vegum Sambands sveitarfélaga í fjórðungnum, sem hefur skorað á stjórnvöld að aftengja ekki síma í gegnum koparlínur fyrr en almennilegt GSM samband er komið á svæðið.
02.11.2021 - 14:30
Gagnrýnir ákvörðun um að selja Mílu
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Símans að selja fjarskiptafyrirtækið Mílu til alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Hann óttast að þetta leiði til verðhækkana á þjónustu og telur að lífeyrissjóðirnir, sem meirihlutaeigendur í Símanum, hefðu átt að koma í veg fyrir þessi viðskipti.
23.10.2021 - 18:50
Myndskeið
Stjórnvöld setja skilyrði fyrir sölu Mílu
Íslensk stjórnvöld hafa gert þá kröfu við söluna á Mílu að tryggt verði að búnaður verði í íslenskri lögsögu og ávallt verði upplýst um raunverulega eigendur. Alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki hefur samþykkt að kaupa Mílu fyrir 78 milljarða króna.
Bilun í öðrum sæstrengnum sem tengir Ísland við Evrópu
Bilun átti sér stað í ljósleiðaranum FARICE-1 á hádegi í gær en hann er annar af tveimur fjarskiptasæstrengjum sem tengja Ísland við Evrópu. Ljósleiðarinn liggur frá Seyðisfirði til Skotlands en allt samband lá niðri á milli klukkan 13:00 og 05:00. FARICE-1 var lagður árið 2003 en hættan á bilunum eykst eftir því sem sæstrengirnir eldast. Örugg tenging er þá gríðarlega mikilvæg, til dæmis fyrir alla þá þjónustu sem reiðir sig á stafrænar lausnir.
27.07.2021 - 10:59
Hítardalur á tíðum alveg sambandslaus við umheiminn
Fjarskiptasamband í Hítardal á Mýrum er svo óáreiðanlegt að ábúendur geta lent í að detta úr tengingu við umheiminn með öllu. Formaður björgunarsveitar segir að mörg útköll síðustu ár hafi verið flóknari og dregist á langin vegna þessa.
04.07.2021 - 16:45
Myndskeið
Með rafmagnið í eftirdragi
Þrettán björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fengu í dag færanlegar rafstöðvar en alls verða þrjátíu slíkar afhentar á árinu. Með þessu á að draga úr líkum á rafmagns- og fjarskiptaleysi líkt og varð sums staðar á Norðurlandi í óveðri sem geisaði fyrir rúmu ári.
Myndskeið
Fjarskiptasamband í Djúpi á að vera tryggt á þessu ári
Samgönguráðherra segir stórt verkefni að bæta fjarskiptasamband á þjóðvegum landsins. Mælingar sýna að samband í Skötufirði var slitrótt þegar banaslys varð þar á laugardag.
Vill viðbragðsaðila framar í forgangsröð um bóluefni
Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði segir að aðstæður viðbragðsaðila við banaslys sem varð í Skötufirði á laugardag gefi til kynna hve brýnt sé að bólusetja þá. Tuttugu manns fóru í sóttkví eftir slysið.
Ófullnægjandi fjarskiptasamband þrátt fyrir innspýtingu
Sveitarstjórinn i Skagafirði segir fjarskiptasamband í Skagafirði enn ekki boðlegt þrátt fyrir innspýtingu eftir óveðrið í desember. Nokkrir staðir séu án fullnægjandi GSM- og Tetra-sambands.
26.10.2020 - 08:35
Koparsíminn verður farinn með öllu við lok næsta árs
Síminn tekur nú fyrsta skrefið í því að afleggja PSTN-kerfið, eða koparsímann. Ráðgert er að við lok næsta árs verði koparsíminn aflagður með öllu og að eingöngu stafræn tenging verði hér á landi.
Ljósleiðari yfir hálendið mun auka fjarskiptaöryggi
Framkvæmdastjóri Mílu segir nýjan ljósleiðara yfir hálendið skipta miklu máli fyrir fjarskiptaöryggi í landinu. Í lok október ætti Suðurland og Norðurland að vera tengt með ljósleiðara yfir hálendið en ekki einungis í kringum landið eins og nú.
29.09.2020 - 12:30